Talaði fyrir „tveggja ríkja lausn“ á allsherjarþingi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. september 2024 09:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. AP/Pamela Smith Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra steig í ræðustól og flutti ávarp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Hún ítrekaði í ræðu sinni að virðing fyrir alþjóðalögum væri grundvöllur friðar. Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“ Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þórdís Kolbrún sagði nýrri tækni nú beitt við að grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, dreifa tortryggni og ótta og kynda undir örvæntingu og reiði meðal almennings. „Það er verið að grafa undan einstaklingsréttindum sem hafa reynst svo mikilvæg fyrir gangverk lýðræðislegra samfélaga,“ sagði hún og bætti við að mikilvægt væri að vernda málfrelsi einstaklinga en vinna gegn yrkjum eða „bottum“ sem nýttir eru til að grafa undan samfélögum. Talaði fyrir tveggja ríkja lausn Mikið var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu á allsherjarþinginu líkt og síðustu ár. Þórdís sakaði rússnesk stjórnvöld um að hafa brotið allar grundvallarreglur stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Það er [Pútín] sem hóf þetta tilgangslausa stríð. Og það er á valdi Kremlar að binda enda á það, og það hvenær sem er, með því að draga herlið sitt til baka af því landsvæði sem er alþjóðlega viðurkennt að tilheyri Úkraínu.“ Þá ræddi hún einnig átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og ítrekaði að Ísland hafi fordæmt hryðjuverkaárás Hamas. Hún tók þó fram að brot gegn mannúðarlögum hafi verið framin og að ekkert ríki sé hafið yfir alþjóðalög. Hún sagði ástandið á Gaza vera óviðunandi. „Við skorum enn og aftur á alla aðila að samþykkja tafarlaust vopnahlé og forðast allt það sem getur leitt til frekari stigmögnunar. Einungis þá er hægt að stika þá pólitísku leið til friðar; stofnun tveggja ríkja sem búi hlið við hlið við frið og öryggi.“ Aðeins nítján konur ávörpuðu þingið Ísland sækist eftir sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir tímabilið 2025-2027, en kosning fer fram þann 9. október næstkomandi. Þórdís tók fram í ræðu sinni að Íslands sækist eftir sæti vegna þess að virðing fyrir mannréttindum sé lykilatriði í velmegunarsamfélagi. „Rýr hlutur kvenna meðal framsögumanna á allsherjarþinginu hefur vakið athygli. Þannig var Þórdís Kolbrún ein aðeins nítján kvenna sem ávörpuðu þingið í ár. Í ávarpi sínu kvaðst Þórdís Kolbrún hugsi yfir því hve skammt á leið alþjóðasamfélagið væri í raun komið í jafnréttismálum,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þórdís lagði sérstaka áherslu á réttindi hinsegin fólks í ávarpi sínu. Hún sagði Ísland standa til þess að spyrna gegn afturför mannréttinda hinsegin fólks sem sé nú víða fótum troðin. „Ég get ekki skilið af hverju fólk hefur ekki frelsi til að elska og vera elskað eins og það er. Einstaklingsfrelsi og hamingja ætti aldrei að valda stjórnmálamönnum og stjórnvöldum áhyggjum eða leyfi til að berja á réttindum einstaklinga. Það eru önnur raunveruleg vandamál sem krefjast úrlausnar.“
Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira