Kveðja frá Heimssýn til landsfundar VG 2024 Haraldur Ólafsson skrifar 3. október 2024 12:31 Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Vinstri græn Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fáir voru eins öflugir stuðningsmenn fullveldis og lýðveldis á Íslandi og félgshyggjumenn. Allir gerðu þeir sér glögga grein fyrir mikilvægi þess að landinu væri stjórnað í umboði þeirra sem það byggðu og að valdamenn stæðu fyrst og fremst til ábyrgðar gagnvart þjóðinni, en ekki gagnvart embættismönnum í fjarlægum borgum, sem væri sama um hvort Ísland flyti eða sykki. Það á ekki síður við nú en í sjálfstæðisbaráttunni, sem er í raun sífelluverkefni. Ýmsir hafa komið við í forystusveit Heimssýnar og þar hafa framverðir félagshyggju og hernaðarandstöðu verið áberandi. Ragnar Arnalds, þingmaður og ráðherra Alþýðubandalagsins, var einn helsti forgöngumaður að stofnun félagsins og hafði forystu í Heimssýn um árabil. Af trúnaðarmönnum VG í forystusveit Heimssýnar verður ekki hjá því komist að nefna Jón Bjarnason, þingmann og ráðherra, sem stóð eins og klettur gegn valdaásælni Evrópusambandsins á erfiðum tímum í kjölfari bankahruns. Fjöldi annarra félagshyggjumanna í forystusveit Heimssýnar hefur tekið til varna fyrir náttúruna, umhverfið, lýðræði og gegn hernaði. Enginn vafi er á að traust lýðræði og fullveldi þjóðarinnar er vænlegast til að efla félagshyggju og styrkja umhverfisvernd. Enn sem fyrr ásælast stórveldi Evrópu auðlindir á Íslandi og víst er að ýmsum erlendum embættismönnum þætti ekki tiltökumál að fórna bút af náttúru Íslands fyrir vænan skammt af hreinni orku handa iðnaði suður í Evrópu. Þá fara menn ekki í grafgötur með að stefna Evrópusambandsins er að orkuframleiðsla og orkusala fari fram á frjálsum markaði, óháð því hversu vel það fyrirkomulag kann að henta á hverjum stað. Þegar stofnað var til Heimssýnar fyrir rúmum tveimur áratugum trúðu margir því að Evrópusambandið væri allt annað en hernaðarbandalag, að það væri aðeins félag um staðla og almennt hjálpræði. Það er nú liðin tíð. Evrópusambandið kaupir sprengjur og byssur eins og enginn sé morgundagurinn og sendir allt saman austur í blóðugt stríð sem engan enda ætlar að taka og bannar í leiðinni fjölmiðla sem tala á þann veg að það hugnast ekki valdamönnum sambandsins. Þetta sama Evrópusamband vill nú meiri völd á Íslandi. Að þessu sinni heitir sendingin Bókun 35 og gistir þessa dagana á borðum þingflokka. Hún verður væntanlega afþökkuð að afloknum landsfundi, af vígreifum þingmönnum sem eru tilbúnir að vinna landi og þjóð gagn með bros á vör Heimssýn færir VG bestu óskir um vel heppnaðan landsfund árið 2024. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun