Mun Alþingi fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar 7. október 2024 14:31 Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég hef í dag sent Forseta Íslands bréf þar sem athygli hennar er vakin á umsögn um Fjárlagafrumvarp 2025 sem Alþjóðastofnunin Friður 2000 hefur sent Alþingi vegna ráðgerðs stuðnings við vopnakaup og hernað uppá nær 7 milljarða króna. Umsögnin er birt í heild á síðunni www.austurvollur.is Forsetin er hvött til að kynna sér þessa umsögn vel sem unnin var í samstarfi fleiri aðila sem komust að þeirri niðurstöðu að hver sá þingmaður sem styður slík vopnakaup myndi um leið að fremja landráð þar sem vopnakaupin eru til stuðnings við styrjöld erlends ríkis á erlendri grund sem hefur ekkert með varnir Íslands að gera og sem í raun grefur undan öryggi þjóðarinnar. Slíkt athæfi fellur undir landráð samkvæmt almennum hegningarlögum. Undirriti forseti Íslands frumvarpið og veiti þannig heimild til slíkra vopnakaupa er forsetinn að svíkja sína kjósendur með afgerandi hætti og vísvitandi að fremja landráð. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti vopnakaupum Vopnakaupin eru þvert á þjóðarvilja og þá yfirlýstu friðarstefnu sem Halla Tómasdóttir boðaði framboði sínu til forseta Íslands. Í umsögninni til Alþingis segir: Forsetinn lýsti því yfir í sínu framboði fyrir aðeins örfáum mánuðum síðan að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar sé á móti þátttöku í stríði og vopnakaupum. Frú forseti lýsti því jafnframt yfir að vopnakaup væru stórt mál sem varðar hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða og það væri eitt af grunngildum þjóðarinnar að vera friðsöm. Hún sagði að taka þátt í vopnakaupum væri hættulegasta öryggisstefnan sem þjóðin gæti tekið og öruggasta stefnan væri að taka ekki þátt í þessum átökum. Sjá má myndband á síðunni www.austurvollur.is þar sem Halla talar fyrir friði og gegn vopnakaupum og lýsir því að hún hafi talað við fólk og hlustað við fólk úr öllum samfélagshópum og kynslóðum um allt land sem hafi tekið undir með henni að vilja frið og hafni vopnakaupum. Malsskotsréttur „Hvað mig varðar myndi ég vilja hlusta vel á þjóðina. Og ef ég skynjaði að um stór mál væri að ræða sem varða hagsmuni þjóðarinnar og næstu kynslóða, myndi ég vilja gefa þjóðinni úrslitaatkvæði ef svo virtist sem þingið væri að ganga úr takti við gildi og vilja þjóðarinnar.“ sagði Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi í forystusæti RÚV. Forseti Íslands sem öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum hefur ekki annað val en að vísa vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu Það er því ljóst að forseti Íslands hefur ekkert val um annað en hafna fjárlögum með vopnakaupum ætli forsetinn ekki að svíkja sína kjósendur og fremja landráð. Forsetinn þarf einnig að taka tillit til þess að gjá hefur nú myndast á milli þings og þjóðar þegar sú staða er komin upp að meirihluti alþingismanna hefur ekki stuðning þjóðarinnar samanber ítrekaðar kannanir við fylgi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu.Ljóst má vera að þjóðin mun hafna vopnakaupum í þjóðaratkvæðagreiðslu því slíkar aðgerðir grafa undan öryggi þjóðarinnar og fjármunum okkar er betur varið í annað eins og forseti Íslands kynnti þjóðinni í forsetaframboði sínu fyrr á árinu. Tafarlausar friðarviðræður við Rússland Við vonum að alþingismenn sjái að sér og fjarlægi vopnakaup og stuðning við hernað úr fjárlagafrumvarpinu áður en það er sent friðarforsetanum á Bessastöðum og þess í stað að setja á fót átak undir forystu forseta Íslands til að hefja tafarlaust friðarviðræður við Rússland. Umsögnin er hægt að lesa í heild á vefnum austurvollur.is https://austurvollur.is/frettir/mun-althingi-fremja-landrad/ Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun