Skæð fuglaflensa í hröfnum og hettumáfum Lovísa Arnardóttir skrifar 10. október 2024 21:44 Meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafa greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Vísir/Vilhelm Skæð fuglaflensuveira af gerðinni H5N5 hefur verið staðfest í villtum fuglum á Norður- og Suðausturlandi. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að óvissustig sé í gildi og að allir sem haldi alifugla eða aðra fugla séu hvattir til að viðhafa ýtrustu smitvarnir við umgengi á fuglunum sínum. Fólk er hvatt til tilkynna veika og dauða fugla til MAST. Í tilkynningu segir einnig að Tilraunastöð HÍ í meinafræði hafi staðfest í vikunni að meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafi greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Um er að ræða fyrstu greiningu á skæðum fuglainflúensuveirum á þessu ári. Haustið 2023 greindust einnig skæðar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Heilraðgreina nýjustu veirurnar til að fá vísbendingu um uppruna þeirra. Fleiri sýni hafa verið tekin úr grunsamlegum villtum fuglum og er beðið niðurstaðna rannsókna. Í tilkynningu segir að MAST meti miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi, samkvæmt mati áhættumatshóps um fuglainflúensu og er því óvissustig virkjað. Mælt er með því að fuglaeigendur forðist að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laði að villta fugla, gæti þess að fóður og drykkjarvatn sé ekki aðgengilegt villtum fuglum, haldi fuglahúsum vel við, tilkynni til Matvælastofnunar um aukin og grunsamleg veikindi og dauðsföll í alifuglum og öðrum fuglum í haldi, og að eigendur alifuglabúa með 250 fugla eða fleiri eigi auk þess ávallt að uppfylla skilyrði um smitvarnir, sem tilgreind eru í reglugerð 88/2022 um velferð alifugla. Ítrekað er almenningi ráðlagt til að koma ekki nálægt eða handleika villtan fugl sem virðist ekki geta bjargað sér nema að viðhafðar séu góðar sóttvarnir svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Það eigi líka við um fugla sem er einungis með væg einkenni eða virkar jafnvel heilbrigður að öðru leyti. Matvælastofnun ítrekar beiðni til almennings um að tilkynna til stofnunarinnar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530 4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Æskilegt er að fá myndir og upplýsingar um fuglategund, fjölda fugla og fundarstað með hnitum. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32 Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06 Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Í tilkynningu segir einnig að Tilraunastöð HÍ í meinafræði hafi staðfest í vikunni að meinvirkar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 hafi greinst í hrafni í Öræfum og í hettumáfum á Húsavík. Um er að ræða fyrstu greiningu á skæðum fuglainflúensuveirum á þessu ári. Haustið 2023 greindust einnig skæðar fuglainflúensuveirur af gerðinni H5N5 í hröfnum og öðrum villtum fuglum. Heilraðgreina nýjustu veirurnar til að fá vísbendingu um uppruna þeirra. Fleiri sýni hafa verið tekin úr grunsamlegum villtum fuglum og er beðið niðurstaðna rannsókna. Í tilkynningu segir að MAST meti miðlungs líkur á því að alvarlegt afbrigði fuglainflúensuveira berist í alifugla og aðra fugla í haldi, samkvæmt mati áhættumatshóps um fuglainflúensu og er því óvissustig virkjað. Mælt er með því að fuglaeigendur forðist að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laði að villta fugla, gæti þess að fóður og drykkjarvatn sé ekki aðgengilegt villtum fuglum, haldi fuglahúsum vel við, tilkynni til Matvælastofnunar um aukin og grunsamleg veikindi og dauðsföll í alifuglum og öðrum fuglum í haldi, og að eigendur alifuglabúa með 250 fugla eða fleiri eigi auk þess ávallt að uppfylla skilyrði um smitvarnir, sem tilgreind eru í reglugerð 88/2022 um velferð alifugla. Ítrekað er almenningi ráðlagt til að koma ekki nálægt eða handleika villtan fugl sem virðist ekki geta bjargað sér nema að viðhafðar séu góðar sóttvarnir svo sem að nota einnota hanska og veiruhelda grímu. Það eigi líka við um fugla sem er einungis með væg einkenni eða virkar jafnvel heilbrigður að öðru leyti. Matvælastofnun ítrekar beiðni til almennings um að tilkynna til stofnunarinnar um fund á veikum eða dauðum villtum fuglum. Best er að tilkynna með því að skrá ábendingu á heimasíðu stofnunarinnar, en líka er hægt að hringja í síma 530 4800 á opnunartíma eða senda tölvupóst á netfangið mast@mast.is. Æskilegt er að fá myndir og upplýsingar um fuglategund, fjölda fugla og fundarstað með hnitum.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Norðurþing Skeiða- og Gnúpverjahreppur Tengdar fréttir Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32 Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06 Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sá fyrsti til að greinast með H5N2 lést af völdum veirunnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur greint frá andláti af völdum fuglaflensuveirunnar H5N2 sem átti sér stað í apríl síðastliðnum. Um var að ræða fyrsta einstaklinginn sem hefur greinst með umrætt afbrigði fuglaflensu. 6. júní 2024 07:32
Óttast að um sé að ræða fuglaflensu í fyrsta sinn Í hið minnsta ein mörgæs á Suðurskautslandi er talin hafa drepist úr fuglaflensu. Fáist það staðfest er um að ræða í fyrsta sinn sem mörgæs í heimsálfunni drepst úr veirunni. Um var að ræða kóngamörgæs. 29. janúar 2024 16:06
Fjöldadauði sela rakinn til H5N1 Staðfest hefur verið að fjöldadauða sela og sæfíla í suður-Atlantshafi á eyjunni Suður-Gergíu má rekja til þess að þeir smituðust af H5N1. 11. janúar 2024 09:00