Metsekt fyrir að mismuna gyðingum og banna þeim að fljúga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2024 08:15 Lufthansa samþykkti að greiða sektina en hefur ekki viðurkennt sök. epa/Toms Kalnins Bandaríska ríkið hefur sektað flugfélagið Lufthansa um fjórar milljónir dala fyrir að hafa bannað gyðingum að ganga um borð í vél félagsins árið 2022 þar sem sumir þeirra neituðu að bera sóttvarnagrímu. Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá. Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira
Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Sjá meira