Þarf háskólamenntað fólk til að kenna litlum börnum? Aldís Björk Óskarsdóttir skrifar 19. október 2024 20:32 Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Skoðun Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Sjá meira
Það sýndi sig hvaða stéttir eru ómissandi þegar heimsfaraldur ógnaði heimsbyggðinni. Ein þeirra er starfsfólk í leikskólum. Á tímum Covid-19 var leikskólinn eina skólastigið sem lokaði aldrei. Þá vorum við framlínustétt, núna upplifi ég okkur stétt sem er með vesen, það kristallast í viðbrögðum SÍS, sem hefur stefnt Kennarasambandinu til félagsdóms vegna verkfallsboðunar. Mig langar aðeins að fara yfir stöðuna eins og ég sé hana: Ég valdi mér starf, ég er leikskólakennari, ég lærði í fimm ár í Háskóla Íslands um menntun ungra barna, nám sem byggir á rannsóknum undanfarna áratugi. Ég er sérfræðingur í mínu starfi og á skilið að vera með laun sem eru í takt við aðra sérfræðimenntaða einstaklinga á markaðnum. Kjarabarátta kennara er ekki ný af nálinni. Fólk er uggandi yfir þeirri stöðu sem upp er komin, að það þurfi að grípa í verkföll. Jöfnun launa á markaði er aðal atriðið í þessari kjarabaráttu og það er bara sanngjarnt. Er það ekki? Kröfurnar hafa verið skýrar, en það er hægt að stefna okkur og eyða dýrmætum tíma í þær aðgerðir, vegna þess að engin “eiginleg kröfugerð” hefur komið fram. Formaður kennarasambandsins svaraði þessu í kvöldfréttum í vikunni, þar sem hann tók það fram að þessar kröfur hafa verið skýrar, a.m.k. frá árinu 2016, þegar samkomulag var gert um jöfnun launa sérfræðinga í kennarastétt og sérfræðinga á almennum markaði, en það hefur ekki verið gert. Ég valdi mér þetta starf af því að ég vil leggja mitt af mörkum í að byggja upp sterkt menntakerfi fyrir yngstu börnin okkar. Mig langar að fólk átti sig á því, af hverju það er mikilvægt. Í leikskólum borgarinnar erum við að takast á við endalausa manneklu, veikindi starfsfólks spila þar stórt hlutverk. Starfsmannavelta er mun meiri en gengur og gerist á almennum markaði (eðlileg starfsmannavelta er 7-10%). Án þess að gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki, þá er raunstaðan sú að starfsmannaveltan hjá þeim er 33% en 7-10% á meðal kennara sem hafa fjárfest í menntun. Kennararnir eru bara alltof fáir. Þetta er starfsumhverfi sem er ekki hægt að sætta sig við til lengdar og allra síst það námsumhverfi sem við viljum bjóða börnunum okkar upp á. Dæmi: Sum börn fara stundum í gegnum eitt skólaár með 8 mismunandi einstaklinga sem sinna þeim, það er mikið rót fyrir ung börn og hefur slæm áhrif á geðtengsl þeirra. Sterk geðtengsl á milli kennara og barna leiða af sér börn sem hafa betri sjálfstjórn, treysta öðrum betur og eflir þau í félagslegum samskiptum. Ef við getum ekki veitt börnum þennan stöðugleika, hvernig getum við þá ætlast til þess að þeim vegni vel? Við erum með börnunum í 8 klst á dag, 5 daga vikunnar, sjáið þið hvað þetta skiptir miklu máli? “það þarf ekki háskólamenntað fólk til þess að kenna litlum börnum” Þetta eru fordómar fyrir menntunarfræði ungra barna. Við þurfum sem samfélag snúa þessari orðræðu við og átta okkur á því að menntun er lausnin en fólk sækir bara ekki í hana af því að launin eru alltaf lægst allra launa. Við þá sem segja að ekki þurfi háskólamenntað fólk í kennslu yngstu barnanna langar mig að nefna hér kenningar sem eru frekar nýlegar á nálinni (póststrúktúralískar kenningar) sem fjalla um að innleiða kennsluhætti sem byggja á jafnræði og þannig getum við sem fagfólk reynt að koma í veg fyrir útilokun eftir bestu getu. Með þessum verkfærum er snemma hægt að koma auga á þau börn sem eru útsett fyrir einelti, sem veldur vanlíðan, kvíða og einmanaleika. Við vitum að börn eru að kljást við svakalega vanlíðan. Erum við að átta okkur á mikilvægi hlutverks kennara fyrir framtíð barna? Skortur á kennurum er að koma niður á gæðum í kennslu. Við þurfum að jafna launin, fjárfesta í kennurum og byggja menntakerfi sem er aðlaðandi fyrir kennara að starfa í, fyrir framtíð barna okkar. Höfundur er leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri í leikskóla í Reykjavík.
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar