Fá ekki nauðsynlega þjónustu vegna verkfalls: „Það verður mikið rof á hans þroskaferli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. október 2024 19:11 Guðjón Valur og Helgi eru báðir fjögurra ára og þurfa mikla þjónustu vegna fötlunar. Nú er rof á þessari þjónustu vegna verkfalls kennara með tilheyrandi áhrifum á þroska drengjanna. vísir/einar Fjögurra ára drengir með fötlun fá ekki lögbundna þjónustu meðan verkfall kennara stendur yfir. Mæður þeirra segja undarlegt að undanþágur séu ekki veittar frá verkfalli fyrir þennan viðkvæma hóp enda hafi rof á þjónustu gríðarleg áhrif á þroska barnanna. Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður. Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Verkföll kennara í níu skólum hófust í gær og þurfa foreldrar þeirra barna sem verkfallið bitnar á að reyna að redda málum dag frá degi. Þeirra á meðal eru Ásdís og Valgerður, foreldrar drengja með fötlun sem dvelja á Leikskóla Seltjarnarness þar sem þeir fá lögbundna þjónustu með tilliti til fötlunar þeirra. „Guðjón, hann er einhverfur með þroskahömlun og alls konar greiningar þannig hann er háður stoðþjónustu og meðferð inni á Leikskóla Seltjarnarness átta tíma á dag,“ sagði Valgerður Bára Bárðardóttir, móðir Guðjóns Vals sem er fjögurra ára. Stoðþjónustuna þarf Guðjón á að halda alla daga til að hjálpa honum að þroskast og dafna, þjónustu sem hann verður af nú þegar verkfall stendur yfir. Sömu sögu er að segja af Helga. „Hann er með stuðningsaðila allan daginn og svo fer hann svona tvisvar til þrisvar á dag í sér þjálfun yfir daginn til að hjálpa honum með málþroska, félagsfærni og allar daglegar athafnir,“ sagði Ásdís Helgadóttir, móðir Helga sem er að verða fimm ára. Fá ekki þjónustu Verkfallið hefur þau áhrif að drengirnir fá ekki þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. „Og það verður mikið rof á hans þroskaferli. Hann er algjörlega háður því að vera í kringum fagfólk og þrífst best í rútínu og sínu umhverfi. Ég tala nú ekki um að nú þarf ég að fara mikið úr vinnu og það verður mikið tekjutap,“ segir Valgerður Bára. Eiga erfitt með breytingar „Þeir eiga mjög erfitt með breytingar á rútínu, þið sjáið bara að minn er grátandi hér. Þetta er miklu erfiðara fyrir þá en önnur börn. Auk þess sem hver sem er getur ekki séð um þau vegna fötlunar,“ segir Ásdís. Háðir stuðningi Þær styðji kjarabaráttu kennara en fara fram á að réttindi þeirra barna verði virt og segja undarlegt að ekki séu veittar undanþágur frá verkfalli fyrir þennan hóp barna. Lítið fari fyrir svörum frá stjórnvöldum. „Ég kalla eftir svari frá félagsþjónustunni eða öðrum aðilum, hagsmunasamtökum. Af hverju er enginn búinn að eiga þetta samtal við okkur og undirbúa eitthvað til að koma til móts við okkur? Þetta eru drengir í algjörum sérflokki hvað þetta varðar og eru mjög háðir stuðning alla daga,“ segir Valgerður.
Kennaraverkfall 2024 Leikskólar Skóla- og menntamál Mannréttindi Börn og uppeldi Seltjarnarnes Tengdar fréttir Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Halli Reynis látinn Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Verkföll kennara í níu skólum hófust í dag. Kennarasambandið hefur sakað Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélagið Skagafjörð um tilraun til verkfallsbrota. 29. október 2024 21:01