Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 4. nóvember 2024 17:15 Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Fjölmenning Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að innflytjendabörn og flóttabörn hafa oft upplifað erfiðleika í skólum, sérstaklega varðandi tungumálanám og félagslega samþættingu.Samskipti milli heimila og skóla hafa stundum verið ómarkviss og ófullnægjandi. Við erum einnig verið með dæmi um öflugt og gott skólastarf, þar sem áhersla er lögð á lýðræðislega þátttöku og fjölmenningu. Í þessum tilvikum hefur börnum af erlendum uppruna vegnað vel og þau hafa náð góðum árangri. Rökin sem mæla gegn mótökuskóla er að börnin geta orðið einangruð frá innfæddum jafnöldrum sínum, sem getur hindrað félagslega samþættingu þeirra og getu til að læra tungumálið í náttúrulegum aðstæðum. Það getur einnig verið hætta á að börnin verði stimpluð eða merkt sem “öðruvísi,” sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra og sjálfstraust. Aðskilnaður frá almennum skólum getur leitt til þess að börnin fái ekki sömu gæði í menntun og aðrir nemendur, sérstaklega ef móttökuskólarnir eru ekki eins vel fjármagnaðir eða búnir. Börnin fá færri tækifæri til að eiga samskipti við innfædda nemendur, sem getur haft áhrif á félagslega og menningarlega samþættingu þeirra. Það er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að veita nauðsynlegan stuðning og að tryggja að börnin fái tækifæri til að vera hluti af breiðara samfélagi. Samlögun eða rótfesta við innfædda nemendur er eitt af mjög mikilvægum atriðum inngildingar. Það felur í sér að skipuleggja sameiginlegar athafnir, verkefni og félagsstarf með innfæddum nemendum til að stuðla að félagslegri samþættingu og tungumálanámi. Það er mikilvægt að þróa einstaklingsmiðaðar rótfestuáætlanir (aðlögunaráætlun svokallaða) sem taka mið af þörfum hvers barns og tryggja að þau fái stuðning í almennum skóla. Við þurfum að leggja ríkari áherslu á að kennurum sé útvegað þjálfun, tæki og tól í fjölmenningarlegri kennslu og aðferðum til að styðja börn af erlendum uppruna til þess að bætta gæði kennslunnar. Það þarf aukið samstarf við foreldra barnanna til að tryggja að þau fái stuðning heima fyrir og að foreldrar séu upplýstir um framfarir og þarfir barnanna.. Hér er íslensku kennsla fyrir foreldra barna mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að nota námsefni sem endurspeglar fjölbreytileika og menningu barnanna til að auka sjálfsmynd þeirra og tengsl við námsefnið. Síðast en ekki síst er þörf á því að fylgjast reglulega með árangri og vellíðan barnanna og endurskoða aðferðir og áætlanir til að tryggja að þær séu árangursríkar. Með þessum aðgerðum er hægt að stuðla að betri inngildingu og vellíðan barnanna. Það er því ekki mælt með móttökuskólum sem bjóða upp aðskilnað heldur halda núverandi fyrirkomulagi sem er skóli án aðgreininga. Þar sem öll börn geta dafnað og fengið tækifæri. Höfundur er ráðgjafi í málefnum innflytjenda.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar