Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir og Halla Thoroddsen skrifa 5. nóvember 2024 14:15 Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag horfir fram á mikla fjölgun eldra fólks á komandi árum. Einkum er fyrirsjáanleg gríðarleg fjölgun í hópi þeirra sem komnir eru yfir áttrætt, þar sem fjöldinn mun meira en tvöfaldast og fer úr um 14.000 manns í um 28.000 manns. Þetta eru þeir þegnar samfélagsins sem mest þurfa á umönnun og heilbrigðisþjónustu að halda. Þótt að lýðheilsa fari almennt batnandi og fleiri upplifa betri lífslíkur við góða heilsu þegar aldurinn færist yfir, þá hefur þessi tvöföldun elstu aldurshópanna í för með sér miklar áskoranir fyrir heilbrigðiskerfið. Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin? Ekki gera ekki neitt Í árslok 2023 voru tæplega 3000 hjúkrunarrými á landinu og flest þau sem þangað flytja eru komin yfir áttrætt. Til að halda í við þá miklu fjölgun sem fyrirsjáanleg er í elstu aldurshópunum telur heilbrigðisráðuneytið að hjúkrunarrýmum þurfi að fjölga um nálægt 1600 fram til ársins 2040. Þetta þýðir eitt hjúkrunarheimili fyrir 94 íbúa á ári. Um 450 manns eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu sem sýnir til viðbótar að uppsöfnuð þörf er mikil og ljóst að fjölga muni hratt í þeim hópi ef ekki verður hafist handa strax við að fjölga hjúkrunarrýmum. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins sem var gefin út í byrjun árs var lagður hornsteinn að stefnu sem stuðlar að hraðari uppbyggingu hjúkrunarheimila sem þarf að fylgja eftir til að heilbrigðiskerfið fari ekki úr böndunum fyrr en síðar. Velferð eldra fólks og velsældarhagkerfið Árið 2019 setti forsætisráðuneytið fram opinbera mælikvarða sem mæla hagsæld og lífsgæði þjóðarinnar og viðurkennt að ekki er nóg að horfa eingöngu til efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu eða hagvaxtar. Metnir eru félagslegir, umhverfislegir og efnahagslegir þættir sem teljast mikilvægir velsæld Íslendinga. Meðal félagslegra mælikvarða sem snúa að heilsu eru lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og eigið mat á andlegri heilsu. Ef við höldum ekki áfram og aukum ekki við uppbyggingu þjónustuúrræða fyrir eldra fólk sem þarf mikla heilbrigðisþjónustu, þá mun án vafa afleiðingin verða sú að félagslegu mælikvarðarnir, lífslíkur, lífslíkur við góða heilsu og andleg heilsa Íslendinga versnar. Umönnun veikra foreldra mun leggjast í auknum mæli á uppkomin börn eða maka þar sem úrræðin verða ekki til staðar fyrir þá sem þess þurfa. Kannski verður til fimmta vaktin, umönnun foreldra okkar? Þeir sem hafa sinnt því hlutverki þekkja álagið og áhyggjurnar sem því fylgir og margir upplifa sjálfir heilsubrest. Með vanfjármögnuðu kerfi munu fleiri þurfa að taka þessa nýju vakt. Á meðan sjúkrahúsin geta ekki útskrifað eldra fólk á hjúkrunarheimili verða gæði bráðrar þjónustu og valkvæðra aðgerða sífellt lakari og sú staða er í raun veruleikinn okkar í dag. Sýnum fyrirhyggju Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu. Höfundar hennar eru María Fjóla Harðardóttir stjórnarformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Halla Thoroddsen stjórnarmaður í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun