Sætanýtingin aldrei verið betri í október Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2024 10:39 Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 138.155 farþega í október 2024, samanborið við 154.479 farþega í október í fyrra. Sætanýting félagsins í mánuðinum var 85,3 prósent, og hefur hún aldrei verið hærri í októbermánuði í sögu félagsins. Sætanýtingin í október á síðasta ári var 83 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þar segir að samdrátturinn þegar kemur að farþegafjölda sé í takt við áætlun félagsins um að draga úr framboði sínu á tengiflugi yfir Atlantshafið. „Stundvísi Play var 91,4% í liðnum október, samanborið við 85,8% í október í fyrra. Af þeim sem ferðuðust með Play í október voru 33,4% á leið frá Íslandi, 39,1% voru á leið til Íslands og 27,5% voru tengifarþegar (VIA). Play heldur áfram að bæta við sig markaðshlutdeild á heimamarkaði, en farþegum sem flugu með Play frá Íslandi fjölgaði um 5% á milli ára, úr 43.872 í október í fyrra í 46.143 í október í ár. Sömuleiðis fjölgaði farþegum um 3% sem flugu með Play til Íslands, úr 52.368 í október 2023 í 54.018 í október 2024. Play hefur aukið sætaframboð á sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu um 17% en frammistaða þeirra markaða hefur engu að síður haldið sér með mikilli eftirspurn. Þróun á einingatekjum var jákvæð í liðnum september, samanborið við september í fyrra. Er það í fyrsta sinn síðan í vor sem einingatekjurnar eru hærri en í samsvarandi mánuði í fyrra. Þessi þróun hélt áfram í október og eru horfurnar fyrir það sem eftir lifir árs og inn í það næsta jákvæðar,“ segir í tilkynningunni. Jákvæð áhrif Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. „Annan mánuðinn í röð eru einingatekjur hærri samanborið við sama mánuð 2023 og þrátt fyrir að framboðið hafi verið aukið þá hefur það ekki komið niður á frammistöðu þeirra áfangastaða. Við settum met í sætanýtingu í októbermánuði og horfurnar út árið og inn í næsta ár eru jákvæðar. Stundvísi okkar í októbermánuði var framúrskarandi sem gerir PLAY enn eina ferðina að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er afrakstur þeirrar gríðarlegu vinnu sem samstarfsfólk mitt hjá PLAY skilar á hverjum degi til að tryggja farþegum okkar öruggt og áreiðanlegt ferðalag,” segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play til Kauphallarinnar. Þar segir að samdrátturinn þegar kemur að farþegafjölda sé í takt við áætlun félagsins um að draga úr framboði sínu á tengiflugi yfir Atlantshafið. „Stundvísi Play var 91,4% í liðnum október, samanborið við 85,8% í október í fyrra. Af þeim sem ferðuðust með Play í október voru 33,4% á leið frá Íslandi, 39,1% voru á leið til Íslands og 27,5% voru tengifarþegar (VIA). Play heldur áfram að bæta við sig markaðshlutdeild á heimamarkaði, en farþegum sem flugu með Play frá Íslandi fjölgaði um 5% á milli ára, úr 43.872 í október í fyrra í 46.143 í október í ár. Sömuleiðis fjölgaði farþegum um 3% sem flugu með Play til Íslands, úr 52.368 í október 2023 í 54.018 í október 2024. Play hefur aukið sætaframboð á sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu um 17% en frammistaða þeirra markaða hefur engu að síður haldið sér með mikilli eftirspurn. Þróun á einingatekjum var jákvæð í liðnum september, samanborið við september í fyrra. Er það í fyrsta sinn síðan í vor sem einingatekjurnar eru hærri en í samsvarandi mánuði í fyrra. Þessi þróun hélt áfram í október og eru horfurnar fyrir það sem eftir lifir árs og inn í það næsta jákvæðar,“ segir í tilkynningunni. Jákvæð áhrif Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé þegar farið að sjá jákvæð áhrif þeirrar ákvörðunar að leggja meiri áherslu á sólarlandaáfangastaði í Suður-Evrópu. „Annan mánuðinn í röð eru einingatekjur hærri samanborið við sama mánuð 2023 og þrátt fyrir að framboðið hafi verið aukið þá hefur það ekki komið niður á frammistöðu þeirra áfangastaða. Við settum met í sætanýtingu í októbermánuði og horfurnar út árið og inn í næsta ár eru jákvæðar. Stundvísi okkar í októbermánuði var framúrskarandi sem gerir PLAY enn eina ferðina að stundvísasta flugfélaginu með brottfarir frá Keflavíkurflugvelli. Þetta er afrakstur þeirrar gríðarlegu vinnu sem samstarfsfólk mitt hjá PLAY skilar á hverjum degi til að tryggja farþegum okkar öruggt og áreiðanlegt ferðalag,” segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kauphöllin Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira