Skoðun

Stjórn­lyndi og stöðnun

Þórður Magnússon skrifar

Það eru að koma kosningar og efnahagsmálin eru til umræðu. Í skoðanakönnunum flýgur Samfylking með himinskautum og röggsamur formaður flokksins ræðir ágæti skattahækkana og sterkara regluverks. Ef við horfum til Norður Ameríku voru Kanada og Bandaríkin með svipaða landsframleiðslu á mann árið 2014. Árið 2015 tók við vinstri stjórn Justin Trudeau sem setti á hátekjuskatt og hækkaði aðra skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Um leið voru opinber útgjöld aukin. Undir stjórn hans hefur Kanada hækkað kolefnisgjöld og fjárfest í almenningsamgöngum og á sama tíma hafa stærstu borgir Kanada stutt við þær áherslur með þéttingu byggðar. Trudeau hefur einnig þótt nokkuð stjórnlyndur, sérstaklega á tímum heimsfaraldurs, og hefur í kjölfarið sýnt tilburði til að stýra upplýsingastreymi í landinu.

Á meðfylgjadi mynd má sjá efnahagsþróun Kanada og Bandaríkjanna í formi landsframleiðslu á mann. Ljóst er að á meðan landsframleiðsla Bandaríkjanna hefur vaxið þá hefur ríkt stöðnun í Kanada frá árinu 2015. Lítið er fjárfest í tækni sem eykur framleiðni, því ávinningur af slíku er skattalagður burt. Fjárfestar telja áhættuminnst að fjárfesta í húsnæði, sem getur ekki annað en hækkað í verði eftir því sem þéttingu byggðar vindur fram.

Íslendingar þurfa nú að velja sína leið.

Höfundur er framkvæmdastjóri og áhugamaður um stjórnmál.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×