Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar 12. nóvember 2024 15:45 Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins. Í síðustu úthlutun voru 123,9 milljónir sem úthlutað var en heildarupphæð umsókna voru um 650 milljónir. Þarna er eingöngu verið að horfa til ferðakostnaðar ekki gisti-og uppihaldskostnaðar en sá kostnaður hefur hækkað töluvert mikið á undanförnum árum. Það er því kominn tími til að bæta gisti og uppihaldskostnaði við úthlutun sjóðsins og það verður ekki hægt nema að ríkisvaldið komi með öflugan stuðning inn í hann. Mörg félög á landsbyggðinni og þeirra sjálfboðaliðar leggja á sig mjög mikla vinnu eingöngu við að fjárafla fyrir keppnisferðum ásamt því að sinna hinu hefðbundna íþróttastarfi sem er ansi fjölbreytt. Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi, aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga er eitt af þeim verkfærum sem Alþingi getur eflt ennfrekar til að börn hvar sem þau búa á landinu njóti enn jafnari tækifæra til íþrótta- og tómstunda sem er eitt af markmiðum okkar í Samfylkingunni. Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Hannes S. Jónsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Frá árinu 2007 hefur ferðasjóður íþróttafélaga fengið framlag á fjárlögum Alþingis og er ljóst að ferðasjóðurinn þarf að fá verulega hækkun á fjárlögum á næstu árum. Framlag ríkisins í ferðasjóðinn er beinn fjárhagslegur stuðningur við iðkendur í íþróttum og fjölskyldur þeirra og þá sérstaklega íbúa landsbyggðarinnnar sem þurfa að fara um langan veg mörgum sinnum á ári til að taka þátt í keppni í skipulögðu íþróttastarfi. Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands-ÍSÍ sér um úthlutun sjóðsins fyrir hönd ríkisins. Í síðustu úthlutun voru 123,9 milljónir sem úthlutað var en heildarupphæð umsókna voru um 650 milljónir. Þarna er eingöngu verið að horfa til ferðakostnaðar ekki gisti-og uppihaldskostnaðar en sá kostnaður hefur hækkað töluvert mikið á undanförnum árum. Það er því kominn tími til að bæta gisti og uppihaldskostnaði við úthlutun sjóðsins og það verður ekki hægt nema að ríkisvaldið komi með öflugan stuðning inn í hann. Mörg félög á landsbyggðinni og þeirra sjálfboðaliðar leggja á sig mjög mikla vinnu eingöngu við að fjárafla fyrir keppnisferðum ásamt því að sinna hinu hefðbundna íþróttastarfi sem er ansi fjölbreytt. Samfylkingin vill draga úr ójöfnuði og aðstöðumun í íslensku samfélagi, aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga er eitt af þeim verkfærum sem Alþingi getur eflt ennfrekar til að börn hvar sem þau búa á landinu njóti enn jafnari tækifæra til íþrótta- og tómstunda sem er eitt af markmiðum okkar í Samfylkingunni. Höfundur skipar 2. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar