Skoðun

Sjálfsvígstíðni - Gerum betur

Þórarinn Guðni Helgason skrifar

Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu var samþykkt á Alþingi af frumkvæði Viðreisnar. Niðurgreiðslan hefur hins vegar ekki verið fjármögnuð í valdatíð fráfarandi óráðsstjórnar. Geðrænn vandi og vanlíðan ungs fólks hefur aukist til muna sl. ár. Sjálfsvígstíðni fólks hefur farið vaxandi um allan heim, fólk á öllum aldri. Ungt fólk hefur orðið sérstaklega vart við þennan mikla samfélagslega vanda, svo vægt sé til orða tekið. Í mínu umhverfi hafa fimm einstaklingar kvatt þetta jarðvist vegna andlegs vanlíðan. Þessi missir af fólki er skýr í umhverfi ungs fólks. Allt of margir vinir, kollegar og samferðamenn hafa fallið fyrir eigin hendi.

Það er augljóst að við sem samfélag verðum að gera betur í þessum málum. Við erum farin að ræða þetta í mun meiri mæli en áður. Það er ekki nóg. Við þurfum að stíga inn sem samfélag, nýta kosningarétt okkar og styðja við flokka sem setja geðheilbrigðismál á oddinn.

Það að niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu hafi verið ófjármögnuð sl. ár af hálfu fráfarandi ríkisstjórnar er óskiljanlegt. Hver króna sem fer í fyrirbyggjandi aðgerðir bjargar fólki frá því að fara þessa leið. Sú króna mun koma margfalt til baka. Í formi þátttöku í samfélaginu, framleiðni, skatttekna o.s.frv. Fyrir utan allar þær tilfinningalegu afleiðingar sem fráfall ungs fólks á besta aldri hefur á okkur öll.

Við verðum að gera betur í þessu fyrir okkur og komandi kynslóðir. Ef við ætlum að byggja réttlátt samfélag fyrir komandi kynslóðir þá verðum við að grípa í taumana og útfæra aðgerðir.

Viðreisn er sá flokkur sem hefur viðurkennt þennan vanda sem verkefni sem þarf að leysa. Það hefur flokkurinn sýnt í verki á Alþingi með lagasetningu. Viðreisn talar fyrir þessum málum hæðst allra flokka.

Ég kýs Viðreisn. Vegna þess að ég vil ekki missa fleiri vini sem falla fyrir eigin hendi

Það ættir þú líka að gera!

Höfundur er forstöðumaður frístundaúrræðis, faðir og vinur félaga sem féllu fyrir eigin hendi.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×