Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2024 09:13 Helga Halldórsdóttir er forstöðumaður hjá Arion banka. Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna. Dagvistunin verður í Borgartúni 21, rétt við hliðina á höfuðstöðvum Arion banka. Áætlað er að hún opni um áramótin. Dagvistunin er ætluð börnum á aldrinum tólf til 24 mánaða. Fyrst um sinn verður boðið upp á tíu pláss. „Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur til að létta undir með foreldrum og tryggja að þeir komist fyrr inn á vinnumarkaðinn,“ segir Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka. Í byrjun september voru 658 börn á biðlista eftir plássi í leikskóla í Reykjavík. Af þeim voru 486 á aldrinum tólf til átján mánaða. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ segir Helga. Það á eftir að útfæra ýmislegt hvað varðar dagvistunina sem starfsfólk fengu fyrst að vita af í dag. Unnið er að því að gera húsnæðið tilbúið, ráða inn starfsfólk og ákveða hvernig plássunum verður úthlutað. Starfsmenn segjast afar ánægðir með nýjungina en hjá Arion starfa yfir 800 manns. „Við settum frétt á innri vefinn hjá okkur og það hafa verið óvenju mikil viðbrögð. Margir að lýsa yfir ánægju sinni með þetta,“ segir Helga. Arion banki Fæðingarorlof Fjármálafyrirtæki Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Dagvistunin verður í Borgartúni 21, rétt við hliðina á höfuðstöðvum Arion banka. Áætlað er að hún opni um áramótin. Dagvistunin er ætluð börnum á aldrinum tólf til 24 mánaða. Fyrst um sinn verður boðið upp á tíu pláss. „Þetta er tilraunaverkefni hjá okkur til að létta undir með foreldrum og tryggja að þeir komist fyrr inn á vinnumarkaðinn,“ segir Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka. Í byrjun september voru 658 börn á biðlista eftir plássi í leikskóla í Reykjavík. Af þeim voru 486 á aldrinum tólf til átján mánaða. „Við höfum fundið fyrir því, eins og margir aðrir í samfélaginu, að það getur verið áskorun að finna dagvistunarpláss. Við leggjum okkur fram í því að vera fjölskylduvænn vinnustaður og þetta er okkar leið til að bæta við markaðinn. Létta undir, ekki bara með okkar fólki heldur vonandi öllu samfélaginu líka,“ segir Helga. Það á eftir að útfæra ýmislegt hvað varðar dagvistunina sem starfsfólk fengu fyrst að vita af í dag. Unnið er að því að gera húsnæðið tilbúið, ráða inn starfsfólk og ákveða hvernig plássunum verður úthlutað. Starfsmenn segjast afar ánægðir með nýjungina en hjá Arion starfa yfir 800 manns. „Við settum frétt á innri vefinn hjá okkur og það hafa verið óvenju mikil viðbrögð. Margir að lýsa yfir ánægju sinni með þetta,“ segir Helga.
Arion banki Fæðingarorlof Fjármálafyrirtæki Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira