„Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar 24. nóvember 2024 14:01 Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Elsku fallega íslenska þjóðin mín, bæði gömul og ný, ung og miðaldra, nýja og/eða innfædda og öll þau sem eru tilbúin að læra, hlusta og heyra. Í vikunni hlustaði ég á kosningaþátt á Rás 2 þar sem leiðtogar allra flokka í kjördæminu Reykjavíkur suður komu saman og ræddu málin. Eitt af spurningunum var innflytjendamálin. Stjórnendur þáttarins og viðmælendur töluðu ítrekað, og allt of oft, um „útlendingar“ og „þetta fólk“. Þetta stakk mig frekar mikið að ég er knúin til að skrifa opinberlega um þetta. Ekki nóg með það heldur töluðu stjórnmálamenn stundum um „útlendinga“ og „þetta fólk“ í sömu setningu eða samhengi við inngildingu. Sem er auðvitað vanþekking og skammarlegt að heyra. En stjórnmálaflokkar sjálfsagt þurfa ekki neina innflytjendur á lista enda vita Íslendingar miklu betur hvernig þetta allt á að vera (kaldhæðni). Vinsamlegast, og vil meina innilega vinsamlegast, öll þið sem notið hugtakið útlendingar, hættið að kalla fólk, sem er búið að búa hér árum saman, útlendinga. Þau eru ekki útlendingar heldur innflytjendur! Þó ég sé af erlendum uppruna þá er ég ekki útlendingur heldur innflytjandi. Ég flutti frá öðru landi inn í þetta land, Ísland. Ég er flutt inn, ekki út. Útlendingar geta verið ferðamenn en ekki fólk sem sest að hér á landi. Tala nú ekki um fólk sem er búið að búa hér tugi ára. Í öðru lagi, vinsamlegast hættið að kalla innflytjendur „þetta fólk“. Hvaða „þetta fólk“? Hvað er átt við með því? Með að vísa í „þetta fólk“ eruð þið að gefa til kynna að innflytjendur séu einhvern veginn öðruvísi fólk en allir hinir. „Þetta fólk“ hefur nafn og eru kallaðir innflytjendur. Mjög fín íslensk orð. Venjist því vinsamlegast og prófið að nota fallega tungumálið okkar á annan hátt en að smætta einstaklinga af erlendum uppruna. Því þetta er auðvitað ekkert annað en smættun. Inngilding (e. inclusion) er síðan hugtak sem þýðir að tilheyra. Þú ert inni í einhverju og samþykktur sem slíkur. Hluti af einhverju. Innflytjendur og aðrir samfélagsþegnar í samfélaginu eru hluti af heildinni. Þau eru að tilheyra samfélaginu. Nei, enginn er að tala um aðlögun að innflytjendum né um að Íslendingar þurfi að breyta einu né neinu þegar við erum tala um inngildingu. Heldur vera móttækileg fyrir að opna samfélagið og taka tillit til annarra. Leyfa þeim að vera hluti af samfélaginu. Inngilding er þegar þú þekkir þína menningu, gildi og veist hver þú ert þá áttu auðvelt með að meðtaka og virða aðra og framandi menningarheima. Þetta snýst um að vita hvaðan þú kemur svo þú getir tekist á við hvaðan aðrir koma. Sýna þeim skilning, tillit og virðingu. En þú þarft ekki að breyta neinu frekar en þú vilt. Endilega takið þessum skrifum alvarlega. Því við getum aldrei orðið eitt og inngild samfélag þegar við erum að skipta fólki í „útlendinga“ og „þetta fólk“ í beinni útsendingu í útvarpi allra landsmanna. Hættum að smætta fólk með þessu hætti og tökum inngildingu alvarlega. Fólk eðlilega getur ekki tekið þátt í samfélaginu þar sem þau eru alltaf aðgreind í „þetta fólk“ og „útlendingar“. Það er augljóslega ekki inngilding því þú tilheyrir ekki sem „útlendingur“ né „þetta fólk“. Ef þú ert með fordóma og veist ekki betur þá áttu að spyrja. Þetta á við um allt og alla. Góðar stundir. Höfundur er innflytjandi sem sárnar hvert skipti sem hún heyrir að tungumálið, sem henni þykir vænt um og hefur lagt mikla áherslu á að læra, er notað gegn henni.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun