Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar 25. nóvember 2024 10:42 Tilvísunin „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ hefur verið notuð mikið til að leggja áherslur á að foreldrar eða stór fjölskylda nægir ekki til að ala upp barn heldur þarf heilt samfélag. Vegna þess að fjölskyldan eða stór fjölskyldan getur ekki sinnt skóla, íþróttum, tómstundum og vinum. Þessi tilvísun kemur frá afrísku spakmæli „It takes a village to raise a child“ enda er menning þeirra þekkt fyrir að standa þétt saman og hjálpa hvort öðru þegar þarfir annarra bera undir. Orðið „Ubuntu” felur í sér heimspeki sem á sér rætur í Afríku og þýðir manngæska. Bak við þessa manngæsku er gildið - innri tengsl skapa samfélag. Samfélög sem lifa eftir þessari heimspeki syngja – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Boston Celtics NBA körfuboltaliðið Boston Celtics varð meistari tímabilið 2007-2008 undir þjálfaranum Doc Rivers. Í heimildamyndinni „The Playbook“ sem hægt er að horfa inn á Netflix kemur hann inn á hugmyndina sem stóð fyrir velgengni Celtics sem var einmitt „Ubuntu“. Hann talar um að eftir heimsókn hans til Afríku þá hafi hann orðið vitni af þessu þar sem hópur af fólki stóð saman og söng – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Eftir að hann kynnti sér hvað lá á bak við fór hann með þessa hugmynd til leikmanna sinna í Celtics. Til að byrja með var þetta furðulegt og fyndið en eftir að Rivers útskýrði heimspekina á bak við orðið þá féllst liðið á að syngja þetta sem endaði að vera inn á æfingu, inn í klefa hvort sem það voru sigurleikir eða ekki. En þetta varð hluti af sigurgöngu Celtics sem endaði með meistaratitli á þessu tímabili. Njarðvík Þegar ég og móðir mín fluttum til Njarðvíkur þá bjuggum við áður fyrr í Ólafsvík og Keflavík. Við höfðum engin tengsl við Njarðvík en þegar ég byrjaði í skóla, eignaðist vini og æfði körfubolta þá fóru tengingar að myndast. Ég ásamt öðrum krökkum höfðum sömu tenginguna að hafa komið frá öðrum landshluta en byrjað að setjast að í Njarðvík. Þarna erum við að koma með alls konar fjölbreytileika þar sem verkefnin eru misþung en þrátt fyrir tekur Njarðvík á móti okkur með hlýjum hug og sterku hjarta. Á þessum árum sem ég er í grunnskóla er meistaraflokkur Njarðvíkur að raða inn titlunum og sigurhefð að eiga sér stað í sögulegu samhengi. Þarna eru Njarðvískt samfélag að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu án þess að sá söngur sé að hljóma um en þarna eru innri tengsl að skapa samfélag sem verður til þess að við krakkarnir sameinumst þeim sem hafa búið þarna og eiga sterkar rætur til samfélagsins. Þetta skilar okkur út í lífið vitandi að innri tengsl er forsenda samfélags. Háaleitisskóli á Ásbrú Ég er grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú þar sem fjölbreytnin varðandi lönd og menningu á sér stað. Þarna er fólk að setjast að til að búa til innri tengsl til að skapa samfélag. Þegar ég geng um gangana og inn í kennslustofuna sé ég glitta í okkur krakkana sem hafa komið víða að en við höfðum ekki þessa veraldlegu tengingu. Við starfsfólk í skólanum reynum eftir fremsta megni að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu til að þeim líði vel, séu velkomin, læri og þroskist. En tek það fram það er enginn að syngja þetta heldur gerir andrúmsloftið það sjálft. Þarna er ég að reyna að gefa til baka það sem ég lærði og varð þátttakandi að þegar ég ólst upp í Njarðvík. Lítið til samfélagsins Orðræðan í samfélaginu hefur verið að stigmagnast að fólk sem sest hér að frá öðrum löndum megi koma sér í burtu enda sé ekkert pláss fyrir þau þar sem innviðir kerfanna séu að belgjast út og springa. Þarna á ég mjög auðvelt að hugsa til þeirra tíma þegar ég og aðrir krakkar vorum að setjast að í Njarðvík. Hefði Njarðvík átt að segja okkur að hypja okkur í burtu enda sé þetta eingöngu fyrir Njarðvíkinga? Ég sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú á ég að segja nemendum sem hafa enga tengingu við Ásbrú að hypja sér í burtu? Í staðinn fyrir þá syng ég Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu enda bergmálar það aftur um tímana mína í Njarðvík ómeðvitað í tengslum við Afríska menningu. Núna eru kosningar framundan og flokkar hafa það sem sitt stefnumál að kippa þurfi útlendingamálum í liðinn. Hér sé allt að troðfyllast af erlendur fólki og Íslensk menning sé undir sem þurfi að laga. En málið að það sem þarf að laga er Ubuntu-ið sem virðist ekki ná sinni undirmeðvitund í sálarkima fólks. Það er skrýtið vegna þess að það er ábyggilega fullt af fólki sem hefur sest að í öðru sveitarfélagi, verið velkomið, skapað sér innri tengsl og fundið fyrir sterkum forsendum fyrir samfélagi. Ég hugsa oft hef ég hefði ekki fundið fyrir mínu Ubuntu-i þá hefði ég aldrei flutt það áfram til að skapa annað Ubuntu. Ef við sem þjóð ætlum að losna okkur við Ubuntu-ið þá hægt og bítandi verður þjóðfélagið sundurtætt og allir að reyna að leita af sínu Ubuntu-i. Það verður ekkert samfélag ef innri tengsl er ekki forsendan en því meira sem við ætlum að vera fjarlægð og einangruð þá minnka líkurnar að við getum sungið Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Celtics hefði aldrei orðið meistarar tímabilið 2007-2008, Njarðvík hefði aldrei orðið eins sigursælt ef það hefði ekki verið fyrir Ubuntu-ið sem það söng ómeðvitað um samfélagið og nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú myndu aldrei líða vel, vera velkomin, læra og þroskast ef það væri ekki fyrir Ubuntu-ið. Hvernig samfélag viljum við skapa? Eins og segir í spakmælinu „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ Ég var einu sinni það barn sem þurfti samfélag til og fékk að vera hluti af því og lærði að samtakamáttur og samstaða eru lykilþættir til að svo geti átt sér stað. Ég ætla að halda áfram að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Ég mæli með að þið setjist niður, hugsið um ykkar Ubuntu vegna þess að ef þið finnið það, látið það bergmála í tómarúmi því annars heldur ekki hljóðbylgjan áfram. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Ólafsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tilvísunin „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ hefur verið notuð mikið til að leggja áherslur á að foreldrar eða stór fjölskylda nægir ekki til að ala upp barn heldur þarf heilt samfélag. Vegna þess að fjölskyldan eða stór fjölskyldan getur ekki sinnt skóla, íþróttum, tómstundum og vinum. Þessi tilvísun kemur frá afrísku spakmæli „It takes a village to raise a child“ enda er menning þeirra þekkt fyrir að standa þétt saman og hjálpa hvort öðru þegar þarfir annarra bera undir. Orðið „Ubuntu” felur í sér heimspeki sem á sér rætur í Afríku og þýðir manngæska. Bak við þessa manngæsku er gildið - innri tengsl skapa samfélag. Samfélög sem lifa eftir þessari heimspeki syngja – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Boston Celtics NBA körfuboltaliðið Boston Celtics varð meistari tímabilið 2007-2008 undir þjálfaranum Doc Rivers. Í heimildamyndinni „The Playbook“ sem hægt er að horfa inn á Netflix kemur hann inn á hugmyndina sem stóð fyrir velgengni Celtics sem var einmitt „Ubuntu“. Hann talar um að eftir heimsókn hans til Afríku þá hafi hann orðið vitni af þessu þar sem hópur af fólki stóð saman og söng – Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Eftir að hann kynnti sér hvað lá á bak við fór hann með þessa hugmynd til leikmanna sinna í Celtics. Til að byrja með var þetta furðulegt og fyndið en eftir að Rivers útskýrði heimspekina á bak við orðið þá féllst liðið á að syngja þetta sem endaði að vera inn á æfingu, inn í klefa hvort sem það voru sigurleikir eða ekki. En þetta varð hluti af sigurgöngu Celtics sem endaði með meistaratitli á þessu tímabili. Njarðvík Þegar ég og móðir mín fluttum til Njarðvíkur þá bjuggum við áður fyrr í Ólafsvík og Keflavík. Við höfðum engin tengsl við Njarðvík en þegar ég byrjaði í skóla, eignaðist vini og æfði körfubolta þá fóru tengingar að myndast. Ég ásamt öðrum krökkum höfðum sömu tenginguna að hafa komið frá öðrum landshluta en byrjað að setjast að í Njarðvík. Þarna erum við að koma með alls konar fjölbreytileika þar sem verkefnin eru misþung en þrátt fyrir tekur Njarðvík á móti okkur með hlýjum hug og sterku hjarta. Á þessum árum sem ég er í grunnskóla er meistaraflokkur Njarðvíkur að raða inn titlunum og sigurhefð að eiga sér stað í sögulegu samhengi. Þarna eru Njarðvískt samfélag að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu án þess að sá söngur sé að hljóma um en þarna eru innri tengsl að skapa samfélag sem verður til þess að við krakkarnir sameinumst þeim sem hafa búið þarna og eiga sterkar rætur til samfélagsins. Þetta skilar okkur út í lífið vitandi að innri tengsl er forsenda samfélags. Háaleitisskóli á Ásbrú Ég er grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú þar sem fjölbreytnin varðandi lönd og menningu á sér stað. Þarna er fólk að setjast að til að búa til innri tengsl til að skapa samfélag. Þegar ég geng um gangana og inn í kennslustofuna sé ég glitta í okkur krakkana sem hafa komið víða að en við höfðum ekki þessa veraldlegu tengingu. Við starfsfólk í skólanum reynum eftir fremsta megni að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu til að þeim líði vel, séu velkomin, læri og þroskist. En tek það fram það er enginn að syngja þetta heldur gerir andrúmsloftið það sjálft. Þarna er ég að reyna að gefa til baka það sem ég lærði og varð þátttakandi að þegar ég ólst upp í Njarðvík. Lítið til samfélagsins Orðræðan í samfélaginu hefur verið að stigmagnast að fólk sem sest hér að frá öðrum löndum megi koma sér í burtu enda sé ekkert pláss fyrir þau þar sem innviðir kerfanna séu að belgjast út og springa. Þarna á ég mjög auðvelt að hugsa til þeirra tíma þegar ég og aðrir krakkar vorum að setjast að í Njarðvík. Hefði Njarðvík átt að segja okkur að hypja okkur í burtu enda sé þetta eingöngu fyrir Njarðvíkinga? Ég sem grunnskólakennari í Háaleitisskóla á Ásbrú á ég að segja nemendum sem hafa enga tengingu við Ásbrú að hypja sér í burtu? Í staðinn fyrir þá syng ég Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu enda bergmálar það aftur um tímana mína í Njarðvík ómeðvitað í tengslum við Afríska menningu. Núna eru kosningar framundan og flokkar hafa það sem sitt stefnumál að kippa þurfi útlendingamálum í liðinn. Hér sé allt að troðfyllast af erlendur fólki og Íslensk menning sé undir sem þurfi að laga. En málið að það sem þarf að laga er Ubuntu-ið sem virðist ekki ná sinni undirmeðvitund í sálarkima fólks. Það er skrýtið vegna þess að það er ábyggilega fullt af fólki sem hefur sest að í öðru sveitarfélagi, verið velkomið, skapað sér innri tengsl og fundið fyrir sterkum forsendum fyrir samfélagi. Ég hugsa oft hef ég hefði ekki fundið fyrir mínu Ubuntu-i þá hefði ég aldrei flutt það áfram til að skapa annað Ubuntu. Ef við sem þjóð ætlum að losna okkur við Ubuntu-ið þá hægt og bítandi verður þjóðfélagið sundurtætt og allir að reyna að leita af sínu Ubuntu-i. Það verður ekkert samfélag ef innri tengsl er ekki forsendan en því meira sem við ætlum að vera fjarlægð og einangruð þá minnka líkurnar að við getum sungið Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Celtics hefði aldrei orðið meistarar tímabilið 2007-2008, Njarðvík hefði aldrei orðið eins sigursælt ef það hefði ekki verið fyrir Ubuntu-ið sem það söng ómeðvitað um samfélagið og nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú myndu aldrei líða vel, vera velkomin, læra og þroskast ef það væri ekki fyrir Ubuntu-ið. Hvernig samfélag viljum við skapa? Eins og segir í spakmælinu „Það þarf samfélag til að ala upp barn“ Ég var einu sinni það barn sem þurfti samfélag til og fékk að vera hluti af því og lærði að samtakamáttur og samstaða eru lykilþættir til að svo geti átt sér stað. Ég ætla að halda áfram að syngja Ubuntu, Ubuntu, Ubuntu. Ég mæli með að þið setjist niður, hugsið um ykkar Ubuntu vegna þess að ef þið finnið það, látið það bergmála í tómarúmi því annars heldur ekki hljóðbylgjan áfram. Höfundur er grunnskólakennari og seigluráðgjafi.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar