Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 12:10 Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Félagasamtök Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Sjá meira
Þessa dagana hellast yfir fólk áherslur stjórnmálaflokkanna. Í þeim má finna margt áhugavert og spennandi ásamt öðrum illa framsettum áherslum. En að segja beinlínis ósatt hryggir mig mjög. Hjá Samfylkingunni er víða að finna áherslur um „ aukningu heimaþjónustu og heimahjúkrunar“, en hér eru framsettar hugmyndir um að eldra fólk geti búið lengur heima. Hins vegar vantar í þessar áherslur að nú þegar er besta módelið starfrækt og hefur verið í vinnslu í meira en áratug. Í dag er staða Reykjavíkur þannig að módel borgarinnar er fyrirmynd fyrir önnur sveitarfélög í verkefninu „Gott að eldast“, sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á borð við Landssamband eldri Borgara. Allnokkur sveitarfélög hafa óskað eftir, og fengið, aðstoð á grundvelli verkefnisins „Gott að eldast“ við að innleiða þetta verklag. Þarna hefur verið unnið þrekviki í að auka gæði heimaþjónustu og heimahjúkrunar svo eftir er tekið. Líkur á að fólk komist heim eftir t.d. endurhæfingu á Eir eða Landakoti hafa batnað í kjölfar innleiðingu verkefnisins. Í áraraðir var þetta ein af háværustu kröfum eldra fólks um lífsgæði á efri árum. Ásamt þessu er verið að mæta kröfum um frekari uppbyggingu hjúkrunarheimila. Nú er fjöldi hjúkrunarheimila í byggingu og má þar nefna í Boðaþingi og í Reykjanesbæ. Bæði opna á næsta ári. Rétt er líka að benda á að á heilbrigðisþingi fyrir örfáum árum kom hér sérfræðingur frá Kanada og gaf út yfirlýsingu um að við værum með of mörg hjúkrunarheimili? Var það til að hægja á? Margir vita ekki að þetta er samspil ríkis- og sveitarfélaga og að byggja er aðeins upphafið. Reksturinn til framtíðar er dýr og hann þarf að tryggja samhliða frekari uppbyggingu. Höfundur er fyrrverandi formaður Landssambands eldri borgara.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun