Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar 26. nóvember 2024 15:01 Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Leifsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Ég hef kennt samningatækni í meistaranámi í stjórnun í Háskólanum í Reykjavík í meira en áratug. Góð samningatækni gengur út á það að hlusta og skilja og leita að lausnum sem þjóna hagsmunum allra. Samningamenn koma yfirleitt að borðinu sannfærð um eigin málstað og við höfum innbyggða tilhneigingu til að dragast inn á átök. Þessi sama tilhneiging er áberandi í umræðunni fyrir Alþingiskosningar. Annað hvort byggjum við upp efnhagslífið eða björgum umhverfinu, annað hvort lækkum við matvælaverð eða fórnum hagsmunum bænda, annað hvort tökum við þátt í alþjóðlegri samvinnu eða verndum hagsmuni Íslands, annað hvort hækkum við skatta eða náum jafnvægi í ríkisfjármálum. Sú hugmynd að ávinningur á einu sviði sé fórn á öðru er rótgróin hugsanavilla. Töfrarnir verða þegar við áttum okkur á því að það þarf ekki að vera annað hvort eða, heldur getum við oft leyst fleiri en eitt vandamál og náð fleiri en einu markmiði í einu. Hagsmunir okkar allra Gott dæmi um lausn þar sem allir vinna er skynsamleg nýting grænnar orku til orkuskipta, sem gerir okkur fært að spara milljarða í olíukostnað, minnkar losun gróðurhúsaloftegunda, bætir loftgæði og þar með heilsu fólks og eykur öryggi Íslands í hverfulum heimi. Hófleg kolefnisgjöld, þar sem sá sem mengar greiðir fyrir mengunina, eru jafnframt skynsamleg efnhagsleg ráðstöfun sem ýtir undir þróun grænna lausna, eykur orkusparnað og skynsamlega nýtingu orku, eykur störf í umhverfisvænni atvinnustarfsemi, jafnar samkeppni þar sem mengandi iðnaður greiðir raunverulegan kostnað af framleiðslunni, bætir heilsu með minni mengun, eykur samkeppnishæfni í heimi sem kallar eftir umhverfisvænum vörum, minnkar losun gróðurhúsalofttegunda, sparar kolefniskvóta og getur stutt við íslenskt atvinnulíf - sérstaklega ef tekjurnar af gjaldinu eru notaðar til að lækka álögur á atvinnulífið eins og Viðreisn boðar. Hlustum til að skilja Viðreisn hefur lagt áherslu á það í kosningabaráttunni að hlusta og eiga virkt samtal við fólk um allt land í stofnunum, fyrirtækjum og verslunarmiðstöðvum. Það hefur verið gefandi og skemmtilegt, ekki síst þegar ólík sjónarmið koma fram. Við lærum mest af þeim sem við erum ósammála, þegar við hlustum til að skilja. Ef við vörumst að dragast inn í átök þá finnum við sameiningu lausnir sem gagnast fólki um allt land, bæði atvinnulífi og umhverfi, styrkir efnhagslíf og veitir stuðnings við betri líðan fólks. Til þess þarf breytt hugarfar og örlitla jákvæðni. Breytum þessu saman. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun