„Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar 27. nóvember 2024 12:10 Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnmálafólk sem er tvöfalt í roðinu er hættulegt framtíð þjóðarinnar. Sumir frambjóðendur til alþingis telja það sitt einkamál hvar þeir standa í stórum ákvarðanatökum sem hafa veruleg áhrif á framtíð og velferð þjóðarinnar. Einn slíkur reyndi að banna Friði 2000 að birta svar sitt um milljarða vopnakaup ríkisstjórnarinnar sem send verða í stríð við Rússland. Ísland hentugt skotmark Á síðustu vikum og dögum hefur Rússland hótað að ráðast á þau ríki sem senda vopn til árása á Rússland. Ísland liggur vel við höggi. Einangruð eyja í miðju Atlantshafinu, langt frá fjölbýlum borgum Evrópu og bandaríkjanna og eina herlausa þjóðin í NATO. Í Rússlandi eru uppi raddir að senda kjarnorkusprengju á NATO ríki sem viðvörunarskot. Um leið og árásir á landið aukast verður aukinn þrýstingur á forsetann að nota kjarnorkusprengju til að stöðva árásir með vopnum frá NATO þjóðum á Rússland. Það mun enginn heilvita stjórnmálamaður skjóta kjarnorkusprengju á Rússland og eiga á hættu að fá aðra til baka á stórborg sína í Evrópu þar sem milljónatugir gætu látist. Í stóra samhenginu væri slík aðgerð sem myndi ógna framtíð viðkomandi þjóðar ekki þess virði til að svara fyrir útrýmingu smáþjóðar í miðju Atlantshafi sem fylltist oflæti á alþjóðavettvangi. Þrjú hundruð áttatíu og þrjú þúsund hræður á einangraðri eyju er eins og lítið þorp í Evrópu. Enginn NATO þjóð mun svara með kjarnorkusprengjum og hætta milljóna tugum eða framtíð mannkyns. Þeir munu hinsvegar verða fljótir til svara með friðarumleitunum til að stöðva átökin. Það er auðvitað það sem Íslensk stjórnvöld ættu að vera að gera núna í stað þess að senda vopn til árásar á þjóð sem hefur hótað að svara fyrir sig með kjarnorkuvopnum. Þjóðinni til skammar Það kom illa við kauninn á frambjóðendum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þegar ég hringdi og krafði þá svara um hver afstaða þeirra væri til vopnakaupa, en nú liggur fyrir forseta Íslands frumvarp til fjárlaga með um 7 milljarða krónum til vopnakaupa og hernaðar gegn Rússlandi sem samþykkt var af þessum flokkum á meðan stjórnarandstaðan sat hjá. “Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga” sagði Dagný Finnbjörnsdóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi um leið og hún ítrekaði að Friður 2000 hefði enga heimild til að birta svar hennar við spurningunni hvort hún styður vopnakaup eða ekki. Við þurfum enga heimild til að birta slíkt svar. Ekki tók við betra hjá Höllu Signý Kristjánsdóttur frambjóðanda Framsóknarflokksins í sama kjördæmi. Hún vildi ekki svara spurningunni. Konurnar eru í framboði til alþingis Íslendinga og því er það ekki þeirra einkamál hvar þær standa í svo mikilvægu máli sem ógnar allri framtíð þjóðarinnar. Fólk sem ekki getur komið heiðarlega fram við kjósendur á ekkert erindi á Alþingi. Moðreykur Samtaka herstöðvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga láta stjórnmálamenn komast upp með algeran moðreyk í svörum við spurningum um vopnakaup. Án nokkurra athugasemda birta samtökin fagurgala lygasvör sem ganga þvert á það sem hermangsliðið í Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki gerðu á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Forseta Íslands var sent frumvarp með sjö milljarða króna stuðningi við vopnakaup og hernaði gegn Rússlandi. Mun forseti Íslands egna til árásar á landið? Hvorki friðarsamtök né aðrir eiga að láta stjórnmálafólk komast upp með að blinda kjósendur með fagurgala sem er stórhættulegur þegar á reynir. Það sama á við forseta Íslands. Samþykki Halla Tómasdóttir þetta ráðabrugg er hún að egna til árásar með kjarnorkuvopnum á landið og útrýmingu smáþjóðarinnar sem byggir Ísland. Nánari upplýsingar á austurvollur.is Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun