Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar 29. nóvember 2024 07:43 Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Evrópusambandið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur dálítill hópur fólks kveðið sér hljóðs og beðið um að að vald verði fært frá íslenskum stjórnvöldum til Evrópusambandsins. Að öðrum ólöstuðum hefur Ole Anton Bieltvedt verið öðrum duglegri við skriftir og tímabært að gera honum þann sóma að skrifa til baka. Af mörgu er að taka, en sérstök ástæða er til að staldra við grein Ole Antons í DV sem dagsett er 24. ágúst 2024 og fjallar m.a. um ríki sem hanga milli vonar og ótta á húni Evrópusambandsins. Þar er nefnilega kjarni sem ástæða er að ræða betur. Kynþáttahyggjan Í tengslum við Úkraínu er í fyrrnefndri grein Ole Antons fjallað um grunngildi og þar segir m.a.: „en það er greinilega eitt grundgilda Úkraínumanna, að teljast til evrópskra þjóða, mannfræðilega og menningarlega.“ Ekki fer á milli mála að höfundur telur að Íslendingar deili, eða eigi að deila, þessum mannfræðilegu og menningarlegu grunngildum, og eigi þess vegna að ganga í bandalag með ríkjunum á meginlandi Evrópu, eða færa gömlu nýlenduveldunum stjórnvald á Íslandi, svo skýrar sé að orði komist. Það er eflaust rétt að mannfræðilega séu Íslendingar skyldari íbúum Evrópusambandsins en t.d. íbúum Afríku eða Austur-Asíu, en ekki sjálfgefið og raunar mjög varhugaverð hugmynd að slíkt kalli á bandalagsmyndun. Það er alls ekki líklegt til farsældar fyrir mannkyn að til verði bandalög þeirra sem eru mannfræðilega skyldir og það er full ástæða til að hafa efasemdir um hvers kyns mannfræðilega flokkun mannsins í tilgangi sem tengist stjórn og skipulagi samfélagsins. Kynþáttahyggja af því tagi kann að vera útbreidd í Evrópusambandinu, og hún er eflaust meiri undir yfirborðinu, en í opinberri umræðu. Það fer best á því að Íslendingar óhreinki sig ekki í þeim drullupolli. Einangrunarhyggjan Allir sem eitthvað þekkja til sögu Íslands átta sig á mikilvægi utanríkisverslunar. Utanríkisverslun er einfaldlega forsenda byggðar á Íslandi. Því er augljóst að það væri óðs manns æði að afhenda utanaðkomandi vald yfir versluninni, jafnvel þótt um væri að ræða besta ríki allra tíma, en ekki samband aðeins 5% jarðarbúa sem ætti í sífelldum vandræðum vegna innri sundrungar, viðvarandi kreppu og fátæktar, og á nú í blóðugu stríði í eigin túnfæti. Svoleiðis valdaframsal er ávísun á vandræði í viðskiptum við þau 95% heimsins sem ekki eru í Evrópusambandinu, sem eru m.a. Bretland, N-Ameríka og efnahagsveldi Asíu. Í því valdaframsali sem heitir líka „aðild að Evrópusambandinu“ býr hin sanna einangrunarhyggja. Af óskiljanlegum ástæðum hefur Evrópusambandssinnum tekist að kynna sína eigin einangrunarhyggju sem víðsýni og alþjóðahyggju. Fátt er fráleitara, en það er vissulega áróðursafrek að hafa sannfært fjölda fólks um þá undarlegu heimsmynd. Færi nú vel á því að þú, lesandi góður, útskýrðir fyrir þeim sem ekki nenna að lesa svona pistla að farsælast sé fyrir Íslendinga að ráða sínum málum sjálfir og forðast að láta erlend ríki eða ríkjasambönd stjórna viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Höfundur er formaður Heimssýnar, félags um fullveldi Íslands.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun