Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar 19. desember 2024 08:33 Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er þó ekkert í íslenskri löggjöf sem tryggir það að orka úr nýjum virkjunum, né þeim sem fyrir eru, rati til almennings. Því er alls ekki fast í hendi að nýjar virkjanir auki raforkuöryggi almennings. Hvað er þá til ráða? Tillagan að lausn, sem hvarf? Í júní 2022 lagði starfshópur, sem samanstóð af öllum helstu hagaðilum í orkumálum, fram tillögu að reglugerð sem átti að tryggja raforkuöryggi almennings. Tillagan byggði á framboðsskyldu raforkuframleiðenda, þar sem ábyrgðin dreifðist sanngjarnt í hlutfalli við framleiðslu þeirra árið áður. Þessi lausn hefði tryggt að grunnþarfir almennings væru ávallt í forgangi, óháð sveiflum í framboði og eftirspurn. Nánari umfjöllun um þessa tillögu má finna í greininni: Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar, þar sem hún er rakin ítarlega. Þrátt fyrir þessa skýru og sanngjörnu nálgun hefur tillagan horfið í ráðuneytinu án frekari umfjöllunar eða umræðu á Alþingi. Það vekur furðu að tillaga, sem byggð var á víðtækri samvinnu hagaðila, hafi ekki enn hlotið frekari umræðu eða meðferð. Lausnin er til staðar og er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir tveimur árum. Með því að taka málið til skoðunar og fylgja tillögunni eftir gæti raforkuöryggi almennings verið tryggt til framtíðar á sanngjarnan og skynsamlegan hátt. Hlutverk Landsvirkjunar á almennum markaði Landsvirkjun hefur bent á að þeirra hlutdeild af framleiðslu fyrir almenning hafi aukist töluvert frá árinu 2021 og sé nú komin yfir 50% og látið í ljósi liggja að það sé óeðlileg hækkun. Það sem kemur ekki fram, er að sú aukning helgast að hluta til af því að hlutdeild fyrirtækisins var í sögulegu lágmarki árið 2021. Eins og sést á grafinu[1] þá hefur hlutdeild Landsvirkjunar verið milli 50% og 60% fram til ársins 2020. Á Covid-árunum, 2020 og 2021, var raforkumarkaður á Íslandi ekki í eðlilegu ástandi frekar en aðrir heimsmarkaðir, þannig þýðir aukning frá 2021 ekki endilega að aukning umfram eðlilegt ástand hafi átt sér stað. Ekki sátt um hver eigi að bera ábyrgð Flest, ef ekki öll, fyrirtæki á raforkumarkaði eru sammála um að tryggja þurfi framboð á raforku til almennings og að vænlegasta leiðin sé að leggja á einhvers konar framboðsskyldu á raforkuframleiðendur. Það eru þó ekki öll fyrirtækin sammála um hvernig sú skylda eða ábyrgð skuli ákvörðuð. Orka náttúrunnar telur að lausnin sem starfshópurinn lagði til sumarið 2022 sé best til þess fallin að leysa málið, sé hægt að finna henni lagalega stoð. Samkeppniseftirlitið hefur einnig tekið undir þau sjónarmið með umsögn sinni fyrir rétt rúmu ári síðan[2]. Sú lausn tryggir bæði að allar núverandi virkjanir taki þátt í þessari skyldu ásamt því að tryggja aðkomu nýrra virkjana. Með þessari lausn ber öllum raforkuframleiðendum að huga að almenningi í öllum sínum viðskiptum. Einnig að þeim beri, að sama skapi, að haga sínum samningum við aðra þannig að raforkuframleiðendur geti staðið vörð um raforkuþörf almennings þegar þörf er á. Aðrar leiðir til að ákvarða framboðsskyldu hafa ýmsa vankanta. Ein slík leið, sem hefur komið fram, felst í að taka ákveðna punktstöðu, þ.e. horfa til núverandi markaðshlutdeildar fyrirtækja fyrir þennan markað. Þá myndi t.d. Landsvirkjun, sem framleiðir um 73% af raforku landsins, aðeins þurfa að sinna 40-55% af raforkuþörf almennings; Orka náttúrunnar, sem framleiðir um 17%, að sinna 20-30%; og HS Orka, sem framleiðir um 7%, að sinna 5-15%. Slíkt fyrirkomulag tryggir hvorki þátttöku nýrra framleiðenda í þessari ábyrgð né hvetur til aukinnar áherslu á almenning. Þvert á móti gæti sú lausn leitt til þess að framleiðendur forðist að sinna þessum markaði, af ótta við að missa stjórn á hluta framleiðslu sinnar til framtíðar. Af hverju finnst einhverjum það eðlilegra að skipta framboðsskyldu til almennings frá núverandi markaðshlutdeild? Einfalda svarið er að einhverjir raforkuframleiðendur geta mögulega ekki staðið við sína skyldu ef hún færi eftir framleiðsluhlutfalli. Það væri þá líklega vegna þess að búið er að selja orku sem myndi falla undir skylduna í aðra langtímasamninga. Við skulum þó ekki taka upp fyrirkomulag sem leggur skyldur á önnur fyrirtæki með ósanngjarnri skiptingu bara vegna þessa. Hvernig er hægt að leysa hnútinn? Til að mynda væri hægt að vera með einhvers konar aðlögunartímabil þar sem raforkuframleiðendur fengju tól til að tryggja sinn hlut án þess að það væri mjög kostnaðarsamt, hér væri t.d. hægt að gera framboðsskylduna framseljanlega. Þannig gætu raforkuframleiðendur samið við aðra framleiðendur um að taka á sig hluta af sínum skyldum tímabundið og í fösum. Þetta myndi tryggja það að almenningur byggi við raforkuöryggi nú og til framtíðar. Önnur leið væri að „orkufyrirtæki þjóðarinnar“ myndi fá tækifæri til að standa undir þeim titli og þannig verði Landsvirkjun gert að tryggja alla raforku fyrir þjóðina. Landsvirkjun býr yfir nánast allri sveigjanlegri framleiðslu á landinu sem þarf einmitt töluvert af, til að mæta sveiflum í raforkunotkun almennings. Það er löngu kominn tími til að grípa til aðgerða. Raforkuöryggi almennings er ekki bara skynsamlegt - það er nauðsynlegt. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar [1] Graf fengið með því að sameina upplýsingar frá: a) greinaskrifum Landsvirkjunar síðastliðin ár; b) nýjustu útgáfu raforkuvísa Orkustofnunar, sem sýnir framleiðsluhlutdeild allra raforkuframleiðenda til almennings, heildsölu og flutningstapa aftur til 2018; c) skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Öryggi á almennum markaði með rafmagn. [2] Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til breytinga á raforkulögum (forgangsraforka) 11.12.2023: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1153.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðin ár hefur raforkuöryggi verið mikið í umræðunni. Lág lónstaða, umframeftirspurn og hækkandi verð á heildsölumarkaði gefa skýr merki um að það sé raforkuskortur. Kallað hefur verið eftir því að hér þurfi að virkja meira til að tryggja raforkuöryggi til framtíðar. Það er þó ekkert í íslenskri löggjöf sem tryggir það að orka úr nýjum virkjunum, né þeim sem fyrir eru, rati til almennings. Því er alls ekki fast í hendi að nýjar virkjanir auki raforkuöryggi almennings. Hvað er þá til ráða? Tillagan að lausn, sem hvarf? Í júní 2022 lagði starfshópur, sem samanstóð af öllum helstu hagaðilum í orkumálum, fram tillögu að reglugerð sem átti að tryggja raforkuöryggi almennings. Tillagan byggði á framboðsskyldu raforkuframleiðenda, þar sem ábyrgðin dreifðist sanngjarnt í hlutfalli við framleiðslu þeirra árið áður. Þessi lausn hefði tryggt að grunnþarfir almennings væru ávallt í forgangi, óháð sveiflum í framboði og eftirspurn. Nánari umfjöllun um þessa tillögu má finna í greininni: Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar, þar sem hún er rakin ítarlega. Þrátt fyrir þessa skýru og sanngjörnu nálgun hefur tillagan horfið í ráðuneytinu án frekari umfjöllunar eða umræðu á Alþingi. Það vekur furðu að tillaga, sem byggð var á víðtækri samvinnu hagaðila, hafi ekki enn hlotið frekari umræðu eða meðferð. Lausnin er til staðar og er jafn mikilvæg í dag og hún var fyrir tveimur árum. Með því að taka málið til skoðunar og fylgja tillögunni eftir gæti raforkuöryggi almennings verið tryggt til framtíðar á sanngjarnan og skynsamlegan hátt. Hlutverk Landsvirkjunar á almennum markaði Landsvirkjun hefur bent á að þeirra hlutdeild af framleiðslu fyrir almenning hafi aukist töluvert frá árinu 2021 og sé nú komin yfir 50% og látið í ljósi liggja að það sé óeðlileg hækkun. Það sem kemur ekki fram, er að sú aukning helgast að hluta til af því að hlutdeild fyrirtækisins var í sögulegu lágmarki árið 2021. Eins og sést á grafinu[1] þá hefur hlutdeild Landsvirkjunar verið milli 50% og 60% fram til ársins 2020. Á Covid-árunum, 2020 og 2021, var raforkumarkaður á Íslandi ekki í eðlilegu ástandi frekar en aðrir heimsmarkaðir, þannig þýðir aukning frá 2021 ekki endilega að aukning umfram eðlilegt ástand hafi átt sér stað. Ekki sátt um hver eigi að bera ábyrgð Flest, ef ekki öll, fyrirtæki á raforkumarkaði eru sammála um að tryggja þurfi framboð á raforku til almennings og að vænlegasta leiðin sé að leggja á einhvers konar framboðsskyldu á raforkuframleiðendur. Það eru þó ekki öll fyrirtækin sammála um hvernig sú skylda eða ábyrgð skuli ákvörðuð. Orka náttúrunnar telur að lausnin sem starfshópurinn lagði til sumarið 2022 sé best til þess fallin að leysa málið, sé hægt að finna henni lagalega stoð. Samkeppniseftirlitið hefur einnig tekið undir þau sjónarmið með umsögn sinni fyrir rétt rúmu ári síðan[2]. Sú lausn tryggir bæði að allar núverandi virkjanir taki þátt í þessari skyldu ásamt því að tryggja aðkomu nýrra virkjana. Með þessari lausn ber öllum raforkuframleiðendum að huga að almenningi í öllum sínum viðskiptum. Einnig að þeim beri, að sama skapi, að haga sínum samningum við aðra þannig að raforkuframleiðendur geti staðið vörð um raforkuþörf almennings þegar þörf er á. Aðrar leiðir til að ákvarða framboðsskyldu hafa ýmsa vankanta. Ein slík leið, sem hefur komið fram, felst í að taka ákveðna punktstöðu, þ.e. horfa til núverandi markaðshlutdeildar fyrirtækja fyrir þennan markað. Þá myndi t.d. Landsvirkjun, sem framleiðir um 73% af raforku landsins, aðeins þurfa að sinna 40-55% af raforkuþörf almennings; Orka náttúrunnar, sem framleiðir um 17%, að sinna 20-30%; og HS Orka, sem framleiðir um 7%, að sinna 5-15%. Slíkt fyrirkomulag tryggir hvorki þátttöku nýrra framleiðenda í þessari ábyrgð né hvetur til aukinnar áherslu á almenning. Þvert á móti gæti sú lausn leitt til þess að framleiðendur forðist að sinna þessum markaði, af ótta við að missa stjórn á hluta framleiðslu sinnar til framtíðar. Af hverju finnst einhverjum það eðlilegra að skipta framboðsskyldu til almennings frá núverandi markaðshlutdeild? Einfalda svarið er að einhverjir raforkuframleiðendur geta mögulega ekki staðið við sína skyldu ef hún færi eftir framleiðsluhlutfalli. Það væri þá líklega vegna þess að búið er að selja orku sem myndi falla undir skylduna í aðra langtímasamninga. Við skulum þó ekki taka upp fyrirkomulag sem leggur skyldur á önnur fyrirtæki með ósanngjarnri skiptingu bara vegna þessa. Hvernig er hægt að leysa hnútinn? Til að mynda væri hægt að vera með einhvers konar aðlögunartímabil þar sem raforkuframleiðendur fengju tól til að tryggja sinn hlut án þess að það væri mjög kostnaðarsamt, hér væri t.d. hægt að gera framboðsskylduna framseljanlega. Þannig gætu raforkuframleiðendur samið við aðra framleiðendur um að taka á sig hluta af sínum skyldum tímabundið og í fösum. Þetta myndi tryggja það að almenningur byggi við raforkuöryggi nú og til framtíðar. Önnur leið væri að „orkufyrirtæki þjóðarinnar“ myndi fá tækifæri til að standa undir þeim titli og þannig verði Landsvirkjun gert að tryggja alla raforku fyrir þjóðina. Landsvirkjun býr yfir nánast allri sveigjanlegri framleiðslu á landinu sem þarf einmitt töluvert af, til að mæta sveiflum í raforkunotkun almennings. Það er löngu kominn tími til að grípa til aðgerða. Raforkuöryggi almennings er ekki bara skynsamlegt - það er nauðsynlegt. Höfundur er forstöðumaður Viðskiptaþróunar og orkumiðlunar hjá Orku náttúrunnar [1] Graf fengið með því að sameina upplýsingar frá: a) greinaskrifum Landsvirkjunar síðastliðin ár; b) nýjustu útgáfu raforkuvísa Orkustofnunar, sem sýnir framleiðsluhlutdeild allra raforkuframleiðenda til almennings, heildsölu og flutningstapa aftur til 2018; c) skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um Öryggi á almennum markaði með rafmagn. [2] Umsögn Samkeppniseftirlitsins um frumvarp til breytinga á raforkulögum (forgangsraforka) 11.12.2023: https://www.althingi.is/altext/erindi/154/154-1153.pdf
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun