Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 19. desember 2024 12:01 Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaramál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Íslensk fyrirtæki og félög halda áfram sérkennilegri baráttu sinni fyrir skerðingu kjara kvennastétta og annarra opinberra starfsmanna í gegnum Viðskiptaráð. Aðild að Viðskiptaráði eiga meðal annars fyrirtæki sem eru með tekjuhæstu forstjóra landsins í stafni og nokkrir þeirra sitja í stjórn Viðskiptaráðs. Forstjóri Kerecis, sem situr í stjórninni var með liðlega 74 milljónir í mánaðarlegar tekjur á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. Marel á aðild að Viðskiptaráði en forstjórinn þar var með 17,5 milljónir á mánuði á síðasta ári. Hagar og Festi eiga sömuleiðis aðild að Viðskiptaráði, forstjórar þeirra voru bæði með um 5,7 milljónir á mánuði, og forstjóri Festis situr í stjórn Viðskiptaráðs eins og forstjóri Icelandair en hann var með rétt tæpar fimm milljónir á mánuði á síðasta ári. Þau og fjöldi annarra fyrirtækja eru að fjármagna áróður gegn stórum kvennastéttum á opinberum markaði. Það myndu líklega flest taka það óstinnt upp ef einhver talaði fjálglega um að það mætti bara skerða kjarasamningsbundin eða lögbundin réttindi þeirra sí svona. Það brennur því enn á mér sú spurning af hverju fyrirtæki og félög í atvinnulífinu vilji skerða sjálfsögð réttindi og kjör kvennastétta á borð við sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, leikskólaliða, leikskólakennara, stuðningsfulltrúa í grunnskólum, grunnskólakennara og þeirra sem starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum? Af hverju vilja þau fjármagna þennan áróður? Þar fyrir utan er framsetning Viðskiptaráðs á kjörum þessa fólks röng og felur í sér samanburð á eplum og appelsínum. Mér er það til efs að nokkur sem hefur þekkingu á vinnumarkaði myndi reyna að tala fyrir slíkri „greiningu.“ Þetta eru einmitt þau störf sem hvað erfiðast er að manna vegna skorts á starfsfólki. Mannekla er ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir þegar kemur að félagslegu kerfunum en þær áskoranir eru ekki fyrir hendi í vel launuðum störfum. Í allri umræðu um opinbera vinnumarkaðinn er mikilvægt að hafa í huga að rúmlega 70% þeirra sem þar starfa eru konur. Við vitum að kvennastéttirnar eru ekki ofaldar af kjörum sínum heldur búa þær þvert á móti við launamisrétti þar sem hið opinbera veitir sér afslátt af störfum þeirra. Áróður Viðskiptaráðs endurspeglar með skýrum hætti skakkt verðmætamat samfélagsins og vanmat á störfum kvenna. Er það réttlátt og sanngjarnt að viðskiptafræðingur sé með að meðaltali um 50% hærri árslaun en leikskólakennari? Leikskólakennarinn kann að vera með 36 stunda vinnuviku en viðskiptafræðingurinn býr líklega við sveigjanleika í starfi svo hann ræður hvenær og hvar hann stundar vinnu sína og vinnustundirnar eru því ekki taldar. Styttingu vinnuvikunnar hjá hinu opinbera, og þar með stóru kvennastéttunum, var ekki síst ætlað að vera skref í átt að því að jafna leikinn á milli þeirra sem njóta sveigjanleika í störfum og þeirra sem gera það ekki. Sömuleiðis til að stemma stigu við álaginu sem einkennir störf þeirra sem starfa í nánum persónulegum samskiptum við börn, sjúklinga og aldraða. Jöfnun launa milli markaða Þær stéttir á opinberum vinnumarkaði sem almennt búa við mun lægri laun en stéttir á almennum vinnumarkaði (að teknu tilliti til heildarkjara) eru stéttir sem eiga það sameiginlegt að störfin sem starfsfólk hefur sérhæft sig til eru nær eingöngu á opinberum vinnumarkaði. Þannig hefur ítarleg og áralöng greiningarvinna í starfshópi um jöfnun launa milli markaða leitt í ljós að meginástæða launamunar milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins á rót sína í vanmati á virði kvennastétta sem endurspeglast í lægri launum, sérstaklega í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og félagsþjónustu. Þar eru störfin sem minnst munu breytast í framtíðinni. Í flestum þeirra er mannekla nú þegar og til framtíðar mun þurfa fleiri til að sinna þeim vegna m.a. breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar. Ekki síst af þeirri ástæðu er löngu komið gott af því að strákarnir hjá Viðskiptaráði og forstjórar aðildarfyrirtækja þeirra – sem eru með mánaðarlaun sem samsvara nánast árslaunum fjölda kvennastétta - beri á torg gamaldags, karllæg og óupplýst viðhorf sín til starfa og launa kvennastétta. Höfundur er formaður BSRB.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun