Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar 10. janúar 2025 10:30 Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Áform Donalds Trump um að gera Grænland að fylki í Bandaríkjunum hafa fengið mikla umfjöllun. Það er greinilegt að Trump sér staðsetningu Grænlands sem mikilvægan þátt í varnarmálum Bandaríkjanna og er ekki ólíklegt að Ísland sé líka á óskalistanum. Í stjórnarsáttmála Valkyrjana er tekið fram að þjóðaratkvæðagreiðsla muni fara fram fyrir lok ársins 2027 um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þær treysta þjóðinni og segja að það saki ekki að skoða „hvað sé í pakkanum“. Í ljósi aðstæðna liggur í augum uppi að nú er annar „pakki“ sem býðst okkur Íslendingum og hljótum við að fá að kjósa um hann líka? Við vitum öll að það er allt betra í Bandaríkjunum: Dollarinn, lægri vextir, lægri skattar, George Clooney, McDonald’s og Disney. Þjóðsöngurinn fjallar um land hinna frjálsu, ekki eitthvað grátandi blóm, fáninn er miklu flottari og svo eru þau auðvitað með miklu betri mælieiningar. Við gætum loksins losnað við þennan blessaða celsíus-kvarða sem dregur hitastig á Íslandi niður fyrir allar hellur. Ímyndið ykkur að ræsa bílinn á janúar morgni og í stað þess að horfa á -1°C á mælaborðinu stæði 30°F. Veturinn yrði mun bærilegri og myndum við öll keyra í vinnuna með hlýju í hjarta. Valkyrjurnar hljóta að standa við stóru orðin og leyfa þjóðinni að kjósa um aðildarviðræður við Bandaríkin ekki seinna en fyrir lok ársins 2027! Aðildarviðræður við Bandaríkin væru auðvitað rugl. Staðreyndin er sú að við yrðum bara peð í stærra tafli og veltir maður fyrir sér hversu spenntir ESB-sinnar væru fyrir aðildarviðræðum við ESB ef Trump væri þar við stjórn. Ríkisstjórnin talar mikið um að treysta þjóðinni en kannski ættu ríkisstjórnarflokkarnir að byrja á því að treysta kjósendum sínum fyrir sannleikanum, sem þau földu í kosningabaráttunni. Flokkur Fólksins hefðu getað sagt kjósendum sínum að þau séu í raun ekki á móti Bókun 35 eða ESB ef ráðherrastólar eru í boði. Viðreisn hefði getað frætt kjósendur sína um Maastricht-skilyrðin varðandi Evruna eða að flokkurinn hafi verið stofnaður bókstaflega í því skyni að ganga í Evrópusambandið. Samfylkingin hefði getað sagt kjósendum sínum að þau eru í raun flokkur Evrópusinna, eins og „gamla“ Samfylkingin var stofnuð út frá. Tíminn mun svo leiða í ljós hvaða fleiri upplýsingum okkur var ekki treystandi fyrir áður en við kusum. Sannleikurinn er sá að aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið, Bandaríkin eða annað slíkt eru í grunninn bara spurning um einn hlut: Hversu langt erum við tilbúin að ganga í afsali á fullveldi og sjálfstæði Íslands? Svarið hjá Miðflokknum er einfalt: Við trúum að framtíð Íslands sé best borgið í höndum Íslands. Grasið verður alltaf grænna hinum megin á meðan við vanrækjum það okkar megin. Við erum fullfær um að stýra landinu okkar sjálf, erum rík af auðlindum og eigum því ekkert erindi í Evrópusambandið eða sem fylki í Bandaríkjunum. Það eina sem vantar er alvöru skynsemi í ákvarðanatöku, ekki afsal á ákvarðanatökunni. Höfundur er 3. varaþingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun