Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar 17. janúar 2025 08:30 Eftir japl og jaml og fuður hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að keyra á snjódekkjum á landsfund og þar verður kosinn nýr formaður. Þá segir fólk ekki lengur Bjarni er, heldur Bjarni var. Stórir atburðir móta gjarnan tímatal trúarhreyfinga. Fyrir eða eftir flótta Múhameðs frá Mekka, fyrir eða eftir Kristsburð, fyrir eða eftir Bjarna Ben. Verður gott að minnast hans? Þeir sem eiga stóra bankabók eða fiska í sjónum munu hugsa til hans með hlýju. Eigi maður hvorugt, er gott að minnast Bjarna fyrir það að hann var skýr maður, las heima, mætti undirbúinn í sjónvarpsfréttirnar og skildi umræðuefnin. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hans. Til hvers ætlaðist flokkurinn af Bjarna? Sjálfstæðisflokkurinn er valdafíkill. Til valda var flokkurinn borinn og barnfæddur og á völdum nærist hann. Hinir innmúruðu eigendur hans ætlast til að fulltrúar þeirra sitji alltaf við borðið, helst borðsendann. Það er skiljanlegt, því í áratugi hafa ítök hans í íslensku þjóðlífi verið allt um grípandi. Hann hefur haft húsvarðarlykil að öllum kontórum ríkisvaldsins, stærstu fyrirtækjum og samtökum atvinnuveganna. Í stjórnarandstöðu verða þingmenn hans því eirðarlausir eins og villidýr í búri, grimmir eins og tígrisdýr á amfetamíni, og ráðast á allt sem hreyfist. Dagskipanin er að sýna að án þeirra í valdastólum fari allt í vaskinn. Stóð Bjarni undir væntingum? Bjarni varð formaður í mars 2009 og í kosningum mánuði síðar fékk flokkurinn aðeins 24%. Síðan var kosið 2013 og þá komst flokkurinn að stjórnarborðinu og var þar óslitið þar til í desember sl, rúm 11 ár. Við borðsendann var Bjarni þó ekki lengi. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna átti sér ekki bjarta framtíð. Hún entist aðeins í 10 mánuði. Aftur settist hann við endann í apríl sl og þar var hann í tæpa níu mánuði. En þótt glæsilegt sé að vera forsætisráðherra, er það líka óttalegt amstur. Fjármálaráðuneytið nýttist honum miklu betur til hagsmunagæslunnar, enda var hann þar lengst af. En hvað með fylgið? Fyrir Bjarna var sú tíðin að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningum mældist yfirleitt í námunda við líkamshita spendýra. Eftir Bjarna fór það hins vegar aldrei yfir 30 og nú síðast undir 20. Undir Davíð Oddssyni fékk flokkurinn stundum sótthita og fór upp í 41 gráðu í kosningunum 1999. Davíð dreymir gjarnan um þessa gömlu, góðu daga og vaknar þá upp í svitakófi og rekur hornin leynt og ljóst í Bjarna. Í kosningunum 2007 lék allt í lyndi. Flokkurinn fékk 37% undir stjórn Geirs Haarde en þegar kosið var næst 2009 fékk hann aðeins 24% undir stjórn Bjarna. En var fylgishrunið Bjarna að kenna? Fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki það eina sem hrundi á þessu tímabili. Bankarnir hrundu haustið 2008, krónan hrundi og traustið hrundi. Sjálfstæðisflokkurinn var á kafi í hrunadansinum með forsætis- og fjármálaráðherra. Bjarni dansaði líka með vafningana sína. Í október 2008 reyndi Geir að fá Guð til að blessa Ísland en það gekk ekki og heilög Jóhanna tók við stjórninni í febrúar 2009. í mars tók Bjarni svo við flokknum. Tæpum mánuði síðar voru kosningar og Bjarni lenti í kaldri sturtu, 24%. Rótarslit. Hrapið úr 40% fylgi í 20% á tveimur áratugum er ekki Bjarna einum að kenna. Hann hann var starfsmaður á plani, að gera það sem flokkurinn ætlaðist til. Tapið er flokknum að kenna. Hann kallaði sig eitt sinn „flokk allra stétta“. Fátækt fólk kaus flokkinn og hófsemdarmenn innan hans reyndu sumir að gæta hagsmuna þess. Talsmenn hans gátu talað á bylgjulengd sem náði eyrum fjöldans eins og 40 prósentin bera vott um. Þar voru verkalýðsforingjar eins og Pétur sjómaður og Magnús L. Sveinsson og löng stjórnarsambúð við Alþýðuflokkinn mýkti ásýnd hans. Þessar rætur hafa löngu slitnað. Ein helsta uppspretta pólitískra hugmynda flokksins er Viðskiptaráð Íslands. Þegar Morgunblaðið spurði nýráðinn framkvæmdastjóra þess rétt fyrir áramót hvaða lögum hann myndi breyta ef hann væri einráður í einn dag, svaraði hann: “Fjárlögum. Ég myndi vilja lækka opinber útgjöld um hundruð milljarða.” Þegar flokksmenn voru um líkt leyti að bollaleggja um hugsanlega arftaka Bjarna voru fyrrverandi og núverandi talsmenn samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í sjávarútvegi í efstu sætum, en þeim nægja tæpast fingur annarrar handar til að telja milljónirnar í launaumslaginu. Til að verða fjöldahreyfing aftur þyrfti flokkurinn annars konar hugmyndafræði og annars konar forystu. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna og Alþýðuflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir japl og jaml og fuður hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að keyra á snjódekkjum á landsfund og þar verður kosinn nýr formaður. Þá segir fólk ekki lengur Bjarni er, heldur Bjarni var. Stórir atburðir móta gjarnan tímatal trúarhreyfinga. Fyrir eða eftir flótta Múhameðs frá Mekka, fyrir eða eftir Kristsburð, fyrir eða eftir Bjarna Ben. Verður gott að minnast hans? Þeir sem eiga stóra bankabók eða fiska í sjónum munu hugsa til hans með hlýju. Eigi maður hvorugt, er gott að minnast Bjarna fyrir það að hann var skýr maður, las heima, mætti undirbúinn í sjónvarpsfréttirnar og skildi umræðuefnin. Það er meira en hægt er að segja um ýmsa kollega hans. Til hvers ætlaðist flokkurinn af Bjarna? Sjálfstæðisflokkurinn er valdafíkill. Til valda var flokkurinn borinn og barnfæddur og á völdum nærist hann. Hinir innmúruðu eigendur hans ætlast til að fulltrúar þeirra sitji alltaf við borðið, helst borðsendann. Það er skiljanlegt, því í áratugi hafa ítök hans í íslensku þjóðlífi verið allt um grípandi. Hann hefur haft húsvarðarlykil að öllum kontórum ríkisvaldsins, stærstu fyrirtækjum og samtökum atvinnuveganna. Í stjórnarandstöðu verða þingmenn hans því eirðarlausir eins og villidýr í búri, grimmir eins og tígrisdýr á amfetamíni, og ráðast á allt sem hreyfist. Dagskipanin er að sýna að án þeirra í valdastólum fari allt í vaskinn. Stóð Bjarni undir væntingum? Bjarni varð formaður í mars 2009 og í kosningum mánuði síðar fékk flokkurinn aðeins 24%. Síðan var kosið 2013 og þá komst flokkurinn að stjórnarborðinu og var þar óslitið þar til í desember sl, rúm 11 ár. Við borðsendann var Bjarni þó ekki lengi. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna átti sér ekki bjarta framtíð. Hún entist aðeins í 10 mánuði. Aftur settist hann við endann í apríl sl og þar var hann í tæpa níu mánuði. En þótt glæsilegt sé að vera forsætisráðherra, er það líka óttalegt amstur. Fjármálaráðuneytið nýttist honum miklu betur til hagsmunagæslunnar, enda var hann þar lengst af. En hvað með fylgið? Fyrir Bjarna var sú tíðin að fylgi Sjálfstæðisflokksins í kosningum mældist yfirleitt í námunda við líkamshita spendýra. Eftir Bjarna fór það hins vegar aldrei yfir 30 og nú síðast undir 20. Undir Davíð Oddssyni fékk flokkurinn stundum sótthita og fór upp í 41 gráðu í kosningunum 1999. Davíð dreymir gjarnan um þessa gömlu, góðu daga og vaknar þá upp í svitakófi og rekur hornin leynt og ljóst í Bjarna. Í kosningunum 2007 lék allt í lyndi. Flokkurinn fékk 37% undir stjórn Geirs Haarde en þegar kosið var næst 2009 fékk hann aðeins 24% undir stjórn Bjarna. En var fylgishrunið Bjarna að kenna? Fylgi Sjálfstæðisflokksins er ekki það eina sem hrundi á þessu tímabili. Bankarnir hrundu haustið 2008, krónan hrundi og traustið hrundi. Sjálfstæðisflokkurinn var á kafi í hrunadansinum með forsætis- og fjármálaráðherra. Bjarni dansaði líka með vafningana sína. Í október 2008 reyndi Geir að fá Guð til að blessa Ísland en það gekk ekki og heilög Jóhanna tók við stjórninni í febrúar 2009. í mars tók Bjarni svo við flokknum. Tæpum mánuði síðar voru kosningar og Bjarni lenti í kaldri sturtu, 24%. Rótarslit. Hrapið úr 40% fylgi í 20% á tveimur áratugum er ekki Bjarna einum að kenna. Hann hann var starfsmaður á plani, að gera það sem flokkurinn ætlaðist til. Tapið er flokknum að kenna. Hann kallaði sig eitt sinn „flokk allra stétta“. Fátækt fólk kaus flokkinn og hófsemdarmenn innan hans reyndu sumir að gæta hagsmuna þess. Talsmenn hans gátu talað á bylgjulengd sem náði eyrum fjöldans eins og 40 prósentin bera vott um. Þar voru verkalýðsforingjar eins og Pétur sjómaður og Magnús L. Sveinsson og löng stjórnarsambúð við Alþýðuflokkinn mýkti ásýnd hans. Þessar rætur hafa löngu slitnað. Ein helsta uppspretta pólitískra hugmynda flokksins er Viðskiptaráð Íslands. Þegar Morgunblaðið spurði nýráðinn framkvæmdastjóra þess rétt fyrir áramót hvaða lögum hann myndi breyta ef hann væri einráður í einn dag, svaraði hann: “Fjárlögum. Ég myndi vilja lækka opinber útgjöld um hundruð milljarða.” Þegar flokksmenn voru um líkt leyti að bollaleggja um hugsanlega arftaka Bjarna voru fyrrverandi og núverandi talsmenn samtaka atvinnulífsins og fyrirtækja í sjávarútvegi í efstu sætum, en þeim nægja tæpast fingur annarrar handar til að telja milljónirnar í launaumslaginu. Til að verða fjöldahreyfing aftur þyrfti flokkurinn annars konar hugmyndafræði og annars konar forystu. Höfundur er lífeðlisfræðingur og fyrrverandi alþingismaður í Bandalagi jafnaðarmanna og Alþýðuflokki.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun