Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar 22. janúar 2025 13:03 Það var löngu kominn tími til að einhver tæki af skarið og opnaði á umræðuna varðandi stöðuna innan veggja menntastofnana í landinu. Takk Sigrún Ólöf skólastjóri Hörðuvallaskóla fyrir að vera sá fagaðili sem það gerði. Við vitum það öll sem störfum í þessum geira að ástandið hefur farið versnandi á undanförnum árum en ástæðurnar fyrir því eru bæði margar og fjölbreyttar sem hafa þar áhrif. Ef ekki er opnað á umræðuna og steinum velt við þá festumst við í þessum fasa og sökkvum enn dýpra þar til ekki verður ráðið neitt við neitt. Við þurfum að sjá viðhorfsbreytingu í samfélaginu okkar hvað varðar kennarastéttina. Það er alls ekki eðlilegt að eiga orðið erfitt með að segja frá því með stolti að maður sé kennari eða stjórnandi í skóla. Ég þekki það á eigin skinni hvernig það er að standa frammi fyrir nemendum sem koma illa fram við kennara og sýna ógnandi hegðun, segja og gera það sem þeim sýnist, kalla þá öllum illum nöfnum m.a. barnaníðinga, perra, helvítis tussu o.fl. Kennurum hefur verið hótað barsmíðum og jafnvel hafa nemendur leitað uppi upplýsingar um fjölskyldu þeirra og haft í hótunum við þá sem tengist börnum þeirra. Þetta er auðvitað alls ekki í lagi og við líðum ekki framkomu sem þessa en á sama tíma og við beitum þeim verkfærum sem við höfum innan skólanna, þ.e. förum eftir agaferlum, þá er úrræðaleysi að gera út af við okkur í stærri málum. Raunveruleg staða er því miður sú að það er ósköp lítið og máttlaust batterí sem grípur okkur þegar við erum að glíma við stór og flókin mál. Það má nefnilega aldrei kosta neitt! Skólinn á að vera griðastaður nemenda og þar á að ríkja friður og ró með „eðlilegum“ pústrum inn á milli. Bæði nemendum og starfsfólki á að líða vel í skólanum og finna til öryggis. Skólinn er fyrst og fremst menntastofnun, ekki uppeldis- eða meðferðastofnun. Kennarar eiga að hafa næði til að mennta börnin okkar, ýta undir vöxt þeirra og þroska og aðstoða þau við að ná persónulegum árangri. Það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur eða að finna til kvíða fyrir deginum sem framundan er í skólanum, hvorki nemendum, starfsfólki né foreldrum/forsjárfólki. Jákvætt samstarf og traust er lykillinn af farsælu og faglegu lærdómssamfélagi. Við þurfum öll að vinna saman þvert á stig og með foreldrum/forsjárfólki. Kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði og eru alla jafna vel færir til þeirra starfa sem krafist er af þeim. Foreldrar/forsjárfólk þarf að treysta því að kennarar sinni sínum skyldum gagnvart börnum þeirra eins og lög gera ráð fyrir hvað varðar menntun og daglega leiðsögn á skólatíma. Uppeldishlutverkið er að mestu leyti í höndum foreldra/forsjárfólks og það er á ábyrgð þeirra að fylgjast með námi barna sinna og halda utan um það. Það skiptir gríðarlega miklu máli í öllu þessu hvernig talað er um skólann og starfsfólk skóla heima við eldhúsborðið. Ef við höfum ekkert gott og jákvætt að segja þá skulum við frekar þegja. Öll mál sem upp geta komið eru til þess að leysa þau og til þess að það náist á farsælan hátt þarf jákvæð samvinna að vera til staðar og hlusta þarf á allar hliðar máls áður en dómur er kveðinn. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru og hætta að tala undir rós því það er svo margt sem þarf að bæta í starfsumhverfi kennara sem hefur bein áhrif á það hvernig staðan er orðin í dag. Vandinn sem við okkur blasir hvað varðar að ráða menntaða kennara til starfa í leikskólana er alls ekki nýr af nálinni, þetta hefur verið staðan í nokkuð mörg ár og nú er sama staða komin upp í grunnskólunum. Þetta er mjög dapurlegt þar sem starfið er bæði skemmtilegt og gefandi en á sama tíma krefjandi fyrir allt of lág laun þar sem menntun er ekki metin til launa. Kjarasamningsviðræður eru nú í gangi sem sér ekki fyrir endann á og eins og Sigrúnu Ólöf bendir á í grein sinni, þá er stéttin nú stödd í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út úr honum. Ég tek undir það með henni að það þurfi að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Grandaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21. janúar 2025 09:38 Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020. 21. janúar 2025 09:31 Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Það var löngu kominn tími til að einhver tæki af skarið og opnaði á umræðuna varðandi stöðuna innan veggja menntastofnana í landinu. Takk Sigrún Ólöf skólastjóri Hörðuvallaskóla fyrir að vera sá fagaðili sem það gerði. Við vitum það öll sem störfum í þessum geira að ástandið hefur farið versnandi á undanförnum árum en ástæðurnar fyrir því eru bæði margar og fjölbreyttar sem hafa þar áhrif. Ef ekki er opnað á umræðuna og steinum velt við þá festumst við í þessum fasa og sökkvum enn dýpra þar til ekki verður ráðið neitt við neitt. Við þurfum að sjá viðhorfsbreytingu í samfélaginu okkar hvað varðar kennarastéttina. Það er alls ekki eðlilegt að eiga orðið erfitt með að segja frá því með stolti að maður sé kennari eða stjórnandi í skóla. Ég þekki það á eigin skinni hvernig það er að standa frammi fyrir nemendum sem koma illa fram við kennara og sýna ógnandi hegðun, segja og gera það sem þeim sýnist, kalla þá öllum illum nöfnum m.a. barnaníðinga, perra, helvítis tussu o.fl. Kennurum hefur verið hótað barsmíðum og jafnvel hafa nemendur leitað uppi upplýsingar um fjölskyldu þeirra og haft í hótunum við þá sem tengist börnum þeirra. Þetta er auðvitað alls ekki í lagi og við líðum ekki framkomu sem þessa en á sama tíma og við beitum þeim verkfærum sem við höfum innan skólanna, þ.e. förum eftir agaferlum, þá er úrræðaleysi að gera út af við okkur í stærri málum. Raunveruleg staða er því miður sú að það er ósköp lítið og máttlaust batterí sem grípur okkur þegar við erum að glíma við stór og flókin mál. Það má nefnilega aldrei kosta neitt! Skólinn á að vera griðastaður nemenda og þar á að ríkja friður og ró með „eðlilegum“ pústrum inn á milli. Bæði nemendum og starfsfólki á að líða vel í skólanum og finna til öryggis. Skólinn er fyrst og fremst menntastofnun, ekki uppeldis- eða meðferðastofnun. Kennarar eiga að hafa næði til að mennta börnin okkar, ýta undir vöxt þeirra og þroska og aðstoða þau við að ná persónulegum árangri. Það á enginn að þurfa að hafa áhyggjur eða að finna til kvíða fyrir deginum sem framundan er í skólanum, hvorki nemendum, starfsfólki né foreldrum/forsjárfólki. Jákvætt samstarf og traust er lykillinn af farsælu og faglegu lærdómssamfélagi. Við þurfum öll að vinna saman þvert á stig og með foreldrum/forsjárfólki. Kennarar eru sérfræðingar á sínu sviði og eru alla jafna vel færir til þeirra starfa sem krafist er af þeim. Foreldrar/forsjárfólk þarf að treysta því að kennarar sinni sínum skyldum gagnvart börnum þeirra eins og lög gera ráð fyrir hvað varðar menntun og daglega leiðsögn á skólatíma. Uppeldishlutverkið er að mestu leyti í höndum foreldra/forsjárfólks og það er á ábyrgð þeirra að fylgjast með námi barna sinna og halda utan um það. Það skiptir gríðarlega miklu máli í öllu þessu hvernig talað er um skólann og starfsfólk skóla heima við eldhúsborðið. Ef við höfum ekkert gott og jákvætt að segja þá skulum við frekar þegja. Öll mál sem upp geta komið eru til þess að leysa þau og til þess að það náist á farsælan hátt þarf jákvæð samvinna að vera til staðar og hlusta þarf á allar hliðar máls áður en dómur er kveðinn. Við þurfum að segja hlutina eins og þeir eru og hætta að tala undir rós því það er svo margt sem þarf að bæta í starfsumhverfi kennara sem hefur bein áhrif á það hvernig staðan er orðin í dag. Vandinn sem við okkur blasir hvað varðar að ráða menntaða kennara til starfa í leikskólana er alls ekki nýr af nálinni, þetta hefur verið staðan í nokkuð mörg ár og nú er sama staða komin upp í grunnskólunum. Þetta er mjög dapurlegt þar sem starfið er bæði skemmtilegt og gefandi en á sama tíma krefjandi fyrir allt of lág laun þar sem menntun er ekki metin til launa. Kjarasamningsviðræður eru nú í gangi sem sér ekki fyrir endann á og eins og Sigrúnu Ólöf bendir á í grein sinni, þá er stéttin nú stödd í miðjum hvirfilbyl og það er spurning hvoru megin við komum út úr honum. Ég tek undir það með henni að það þurfi að ganga frá mannsæmandi kjarasamningi við alla kennara og skólastjórnendur landsins sem fyrst. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Grandaskóla.
Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir kjarasamningsviðræður kennara sem nú standa yfir þær dýrmætustu fyrr og síðar. Staðan í skólunum sé orðin óboðleg og álagið gífurlegt. Börn beiti miklu ofbeldi og það sé mikið agaleysi. 21. janúar 2025 09:38
Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Árið 2020 hóf ég störf í nýjum skóla, skólanum sem ég starfa við í dag. Þegar ég kom til starfa var ljótt orðbragð og ofbeldi mikið. Ég var í fæðingarorlofi þegar covid byrjaði og missti svolítið af því sem gerðist í skólastarfinu frá árinu 2019 þar til ég mætti til starfa aftur haustið 2020. 21. janúar 2025 09:31
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun