Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar 26. janúar 2025 12:01 Í dag erum við leikskólafólk að horfa upp á hnignun leikskólakerfisins í beinni útsendingu. Við getum lítið gert til að sporna við þessari þróun og það er sorglegt. Við syndum á móti straumnum og reynum að útskýra, reynum að fræða og reynum að réttlæta það að okkar nám og bakgrunnur skiptir máli! Þetta eru afar sorglegir tímar fyrir stétt leikskólakennara, sorglegt fyrir börnin og sorglegt fyrir fjölskyldurnar í landinu. Kennarar eru nú á leið í áframhaldandi verkfall ef ekki verður komist að samkomulagi á næstu dögum og samfélagið virðist skiptast í tvær fylkingar út frá því sem einkennir umræðuna um leikskólastigið. Þar er annars vegar hópurinn sem telur að í leikskólanum þarf nú bara að vera gott fólk. Hlýtt fólk sem gefur góð knús. Sem betur fer er þó enn hópur sem gerir kröfur, kröfur um gæði náms börnunum og fjölskyldunum til heilla. En af hverju er þetta svona mikilvægt? Hvað er það sem við erum að gera sem er svona mikilvægt? Í stuttu innleggi sem þessu er ekki hægt að ná til allra anganna en ég er búin að vera í marga daga að sjóða saman þessa litlu setningu: „Sá sem fær öll þau tól sem fræðin bjóða upp á í námi í frumbernsku fær aukin tækifæri í lífinu“. Þetta er svona einfalt. Nám snýst um að ná fram því sem þú átt inni, því sem þú átt til. Stundum þarf að framkalla það, stundum kemur það af sjálfu sér. Stundum þarf ofurlítið til að kveikja á einhverju sem annars hefði verið falið um aldur og ævi. Þetta eru nánast eins og töfrabrögð. Rétt viðbrögð fagfólks eru gulls ígildi fyrir einstaklingana og samfélagið allt. Hér mætti fjalla um börn af erlendum uppruna sérstaklega, um að gefa þeim aukna möguleika – bara ef þau fengju sama forskot tungumálalega séð og íslensk börn. Til þess þarf fagfólk, það er svo einfalt. Við viljum grípa inn í sem fyrst. Við viljum koma auga á og sjá það sem má þjálfa sem fyrst til heilla fyrir einstaklinginn út lífið. Við viljum gæta þess að hver og einn einstaklingur verði besta útgáfan af sjálfum sér. Það er svo ótrúlega margt hægt að gera og vinna með þegar börn eru á leikskólaaldri, taugakerfið er enn að mótast og við getum með réttum aðferðum endurforritað kerfið. Ekki til að búa til gallalausa einstaklinga heldur til að auðvelda einstaklingum nám í framtíðinni, þjálfa seiglu og trú á eigin getu. Það er ekki nóg að vera góður, hlýr og gefa góð knús. Það er vissulega mikilvægt en við þurfum réttu blönduna í „starfsmanna-kokteilinn“ til að hann bragðist vel og hafi þau áhrif sem við viljum hverju sinni. Samkvæmt íslenskum lögum eiga leikskólakennarar að vera í hlutfallinu 2/3 í leikskólum landsins. Svo er ekki og fer versnandi með hverju árinu. Við erum í raun og veru að brjóta lög á hverjum einasta degi. Leikskólar standa misvel hvað varðar menntun síns starfsfólks og leikskólar í Reykjavík státa sig af hlutfallinu ¼ stöðugildum með leikskólakennurum. Þess má geta að starf leikskólaliða er sömuleiðis gríðarlega mikilvægt og styður við faglegt nám í leikskólum en sú starfsstétt vex ekki á trjánum heldur. Það er staðreynd að leikskólakennarastéttin er deyjandi stétt og í staðinn virðist „trendið“ vera að það sé rosalega sniðugt að nýta leikskólann sem starfsstað fyrir fólk sem er að læra íslensku. Það er staðan í dag. Umsóknir um störf í leikskóla landsins eru fullar af fólki sem vill vinna í leikskóla til að læra íslensku. Gott og vel, það má alveg með en það gefur auga leið að við getum ekki fyllt leikskólana af erlendu ómenntuðu starfsfólki sem talar ekki íslensku. Hvert erum við kominn? Í stöðu sem þessari flýr það fagfólk sem fyrir er. Það getur ekki meir. Það getur ekki haldið áfram eins og hamstur í hjóli að reyna að gera sitt besta en gerir svo lítið annað en að segja öðru fólki til, útskýra og reyna sem best það getur að búa til faglegt námsumhverfi fyrir gullmolana okkar í leikskólanum. Fyrir nokkrum árum þýddi ég þetta ljóð eftir norska konu sem heitir Janne Terese Gausel og er leikskólakennari í Noregi. Ljóðið birti hún árið 2018 með grein sem hún birti á vefsíðunni barnahage.no. Inn í leikskólana viljum við fólkið sem brennur fyrir börnin og þeirra þörfum. Þeir starfsmenn leikskóla sem sjá sjálfan sig í síðara ljóðinu þurfa líklega að huga að því að leita sér að annarri vinnu. Það skiptir máli að vera til staðar í alvörunni – ekki bara í rýminu. Ljóðið Orkan geislar, ég hoppa og hlæ. Þú ert til staðar fyrir mig þegar ég meiddi fæ. Þú lyftir mér upp og gefur mér knús. Þú ert í huga mínum þegar ég er komin heim í mömmu og pabba hús. Þú leikur við mig og gerir mér gott. Þú lest og spilar og mér finnst þú flott. Þú þurrkar tárin og talar við mig – það er þitt fag. Þú fyllir dagana mína af hlátri og syngur lag. Við berjumst við ljón, nornir og tröll. Við förum í sjóræningjaleik og hlæjum öll. En umfram allt ertu besti fullorðins-vinur minn. Ég hlakka til að morgun – því í leikskólanum ÞIG ég finn. Hinn hlutinn: Þú sérð mig ekki, þú ert hátt uppi í geim. Þú ert fullorðinn og ég vil fara heim. Þú heyrir ekki í mér – þú hefur svo mikið að gera. Þú þarft að gera aðra hluti en með mér að vera. Þú ert hér en samt svo lúinn. Þú biður mig að taka saman og segir: „Ertu ekki búinn?“ Það er brjálað að gera og þú lest ekki í bók. Ég get ekki lesið sjálf þessa bók sem ég tók. Viltu spila við mig? Þú andvarpar og segir „jæja“. Ég finn það á mér – öldunum er ekki að lægja. Ég sé þig. Ég heyri í þér. Ég finn hvernig þér líður. Ég vildi bara að þú sæir mig – æ það líður bara og bíður. Ætli vandamálið sé kannski að það góða fólk sem brennur fyrir þörfum barna, menntun og gæði náms treysti sér ekki inn í þá ringulreið sem nú einkennir starf í leikskólum? Getur verið að launin séu ekki eftirsóknarverð í samanburði við önnur störf á markaði? Getur jafnvel verið að fagfólkið í leikskólanum sé að tapa gleðinni? Ég bið ykkur um að tala um þetta og standa með kennurum og ekki gleyma að leikskólastigið er alveg jafn mikilvægt og hin skólastigin. Við leggjum grunninn og getum með réttum aðferðum gert gæfumuninn. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í dag erum við leikskólafólk að horfa upp á hnignun leikskólakerfisins í beinni útsendingu. Við getum lítið gert til að sporna við þessari þróun og það er sorglegt. Við syndum á móti straumnum og reynum að útskýra, reynum að fræða og reynum að réttlæta það að okkar nám og bakgrunnur skiptir máli! Þetta eru afar sorglegir tímar fyrir stétt leikskólakennara, sorglegt fyrir börnin og sorglegt fyrir fjölskyldurnar í landinu. Kennarar eru nú á leið í áframhaldandi verkfall ef ekki verður komist að samkomulagi á næstu dögum og samfélagið virðist skiptast í tvær fylkingar út frá því sem einkennir umræðuna um leikskólastigið. Þar er annars vegar hópurinn sem telur að í leikskólanum þarf nú bara að vera gott fólk. Hlýtt fólk sem gefur góð knús. Sem betur fer er þó enn hópur sem gerir kröfur, kröfur um gæði náms börnunum og fjölskyldunum til heilla. En af hverju er þetta svona mikilvægt? Hvað er það sem við erum að gera sem er svona mikilvægt? Í stuttu innleggi sem þessu er ekki hægt að ná til allra anganna en ég er búin að vera í marga daga að sjóða saman þessa litlu setningu: „Sá sem fær öll þau tól sem fræðin bjóða upp á í námi í frumbernsku fær aukin tækifæri í lífinu“. Þetta er svona einfalt. Nám snýst um að ná fram því sem þú átt inni, því sem þú átt til. Stundum þarf að framkalla það, stundum kemur það af sjálfu sér. Stundum þarf ofurlítið til að kveikja á einhverju sem annars hefði verið falið um aldur og ævi. Þetta eru nánast eins og töfrabrögð. Rétt viðbrögð fagfólks eru gulls ígildi fyrir einstaklingana og samfélagið allt. Hér mætti fjalla um börn af erlendum uppruna sérstaklega, um að gefa þeim aukna möguleika – bara ef þau fengju sama forskot tungumálalega séð og íslensk börn. Til þess þarf fagfólk, það er svo einfalt. Við viljum grípa inn í sem fyrst. Við viljum koma auga á og sjá það sem má þjálfa sem fyrst til heilla fyrir einstaklinginn út lífið. Við viljum gæta þess að hver og einn einstaklingur verði besta útgáfan af sjálfum sér. Það er svo ótrúlega margt hægt að gera og vinna með þegar börn eru á leikskólaaldri, taugakerfið er enn að mótast og við getum með réttum aðferðum endurforritað kerfið. Ekki til að búa til gallalausa einstaklinga heldur til að auðvelda einstaklingum nám í framtíðinni, þjálfa seiglu og trú á eigin getu. Það er ekki nóg að vera góður, hlýr og gefa góð knús. Það er vissulega mikilvægt en við þurfum réttu blönduna í „starfsmanna-kokteilinn“ til að hann bragðist vel og hafi þau áhrif sem við viljum hverju sinni. Samkvæmt íslenskum lögum eiga leikskólakennarar að vera í hlutfallinu 2/3 í leikskólum landsins. Svo er ekki og fer versnandi með hverju árinu. Við erum í raun og veru að brjóta lög á hverjum einasta degi. Leikskólar standa misvel hvað varðar menntun síns starfsfólks og leikskólar í Reykjavík státa sig af hlutfallinu ¼ stöðugildum með leikskólakennurum. Þess má geta að starf leikskólaliða er sömuleiðis gríðarlega mikilvægt og styður við faglegt nám í leikskólum en sú starfsstétt vex ekki á trjánum heldur. Það er staðreynd að leikskólakennarastéttin er deyjandi stétt og í staðinn virðist „trendið“ vera að það sé rosalega sniðugt að nýta leikskólann sem starfsstað fyrir fólk sem er að læra íslensku. Það er staðan í dag. Umsóknir um störf í leikskóla landsins eru fullar af fólki sem vill vinna í leikskóla til að læra íslensku. Gott og vel, það má alveg með en það gefur auga leið að við getum ekki fyllt leikskólana af erlendu ómenntuðu starfsfólki sem talar ekki íslensku. Hvert erum við kominn? Í stöðu sem þessari flýr það fagfólk sem fyrir er. Það getur ekki meir. Það getur ekki haldið áfram eins og hamstur í hjóli að reyna að gera sitt besta en gerir svo lítið annað en að segja öðru fólki til, útskýra og reyna sem best það getur að búa til faglegt námsumhverfi fyrir gullmolana okkar í leikskólanum. Fyrir nokkrum árum þýddi ég þetta ljóð eftir norska konu sem heitir Janne Terese Gausel og er leikskólakennari í Noregi. Ljóðið birti hún árið 2018 með grein sem hún birti á vefsíðunni barnahage.no. Inn í leikskólana viljum við fólkið sem brennur fyrir börnin og þeirra þörfum. Þeir starfsmenn leikskóla sem sjá sjálfan sig í síðara ljóðinu þurfa líklega að huga að því að leita sér að annarri vinnu. Það skiptir máli að vera til staðar í alvörunni – ekki bara í rýminu. Ljóðið Orkan geislar, ég hoppa og hlæ. Þú ert til staðar fyrir mig þegar ég meiddi fæ. Þú lyftir mér upp og gefur mér knús. Þú ert í huga mínum þegar ég er komin heim í mömmu og pabba hús. Þú leikur við mig og gerir mér gott. Þú lest og spilar og mér finnst þú flott. Þú þurrkar tárin og talar við mig – það er þitt fag. Þú fyllir dagana mína af hlátri og syngur lag. Við berjumst við ljón, nornir og tröll. Við förum í sjóræningjaleik og hlæjum öll. En umfram allt ertu besti fullorðins-vinur minn. Ég hlakka til að morgun – því í leikskólanum ÞIG ég finn. Hinn hlutinn: Þú sérð mig ekki, þú ert hátt uppi í geim. Þú ert fullorðinn og ég vil fara heim. Þú heyrir ekki í mér – þú hefur svo mikið að gera. Þú þarft að gera aðra hluti en með mér að vera. Þú ert hér en samt svo lúinn. Þú biður mig að taka saman og segir: „Ertu ekki búinn?“ Það er brjálað að gera og þú lest ekki í bók. Ég get ekki lesið sjálf þessa bók sem ég tók. Viltu spila við mig? Þú andvarpar og segir „jæja“. Ég finn það á mér – öldunum er ekki að lægja. Ég sé þig. Ég heyri í þér. Ég finn hvernig þér líður. Ég vildi bara að þú sæir mig – æ það líður bara og bíður. Ætli vandamálið sé kannski að það góða fólk sem brennur fyrir þörfum barna, menntun og gæði náms treysti sér ekki inn í þá ringulreið sem nú einkennir starf í leikskólum? Getur verið að launin séu ekki eftirsóknarverð í samanburði við önnur störf á markaði? Getur jafnvel verið að fagfólkið í leikskólanum sé að tapa gleðinni? Ég bið ykkur um að tala um þetta og standa með kennurum og ekki gleyma að leikskólastigið er alveg jafn mikilvægt og hin skólastigin. Við leggjum grunninn og getum með réttum aðferðum gert gæfumuninn. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun