Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2025 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Þórður Gunnarsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann. Flokkurinn þarf leiðtoga sem býr yfir skýrri sýn, öflugri leiðtogahæfni og getu til að ná til breiðra hópa. Ekki síst og einna helst þeirra kjósenda sem snúið hafa baki við flokknum á undanförnum árum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er rétti einstaklingurinn til að leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í nýja tíma og styrkja stöðu hans sem burðarás íslenskra stjórnmála. Hún er ein af þessum manneskjum sem virðist hafa töluvert fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir – slík hamhleypa er hún til verka. Áslaug Arna hefur sýnt af sér mikla forystuhæfileika á sviði stjórnmálanna um margra ára skeið, þrátt fyrir ungan aldur. Hún var kosin á þing árið 2016 og hefur síðan þá gegnt mikilvægum embættum, þar á meðal starfi dómsmálaráðherra. Í því embætti sýndi hún festu, fagmennsku og framsýni, meðal annars með umbótum á sviði löggæslumála. Hún hefur einnig sem ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarmála unnið ötullega að því að efla nýsköpunarumhverfi á Íslandi og með því lagt sín lóð á vogarskálarnar svo samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verði sem mest. Einn mikilvægra styrkleika Áslaugar Örnu felst í hæfni hennar til að tala til ungra kjósenda og miðla stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á nýstárlegan hátt. Það er sífellt verkefni forystumanna Sjálfstæðisflokksins að laða ungt fólk til fylgis við flokkinn. Áslaug Arna hefur skýra sýn um hvernig hægt er að byggja upp nýja kynslóð sjálfstæðismanna. Hún er talskona frjálslyndis, einstaklingsfrelsis, viðskiptafrelsis og framfara; gildi sem eru kjarninn í stefnu flokksins en þarfnast nútímalegrar nálgunar hverju sinni, svo að sem flestir sjái ljósið í sjálfstæðisstefnunni. Formennska í Sjálfstæðisflokknum krefst styrkleika í samskiptum og hæfni til að sameina ólíkar fylkingar innan flokks. Áslaug Arna hefur sýnt að hún getur unnið með breiðum hópi fólks, hlustað á ólík sjónarmið og fundið lausnir sem henta sem flestum. Hún hefur sterka rödd og stendur fast á sínum skoðunum, en er um leið tilbúin að vinna að sáttum svo raunverulegar breytingar nái fram að ganga. Sjálfstæðisflokkurinn þarfnast leiðtoga sem getur endurnýjað traust flokksmanna og fært málflutning og miðlun flokksins í takt við breytta tíma. Sjálfstæðisstefnan hefur staðið fyrir sínu hér eftir sem hingað til og það veit Áslaug Arna. Með reynslu sinni, metnaði og skýrri framtíðarsýn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir rétti einstaklingurinn til að leiða flokkinn til nýrra sigra. Hún sameinar hugrekki, framkvæmdagleði og skýra stefnu. Nái Áslaug Arna kjöri sem formaður mun Sjálfstæðisflokkurinn styrkjast til framtíðar og verða áfram drifkraftur efnahags- og samfélagslegra framfara á Íslandi, líkt og hann hefur verið síðastliðna tæpa öldina. Höfundur er hagfræðingur
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun