Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel Gunnar H. Garðarsson skrifar 17. febrúar 2025 14:30 Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið EFTA Bókun 35 Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Sjá meira
Bókun 35 tryggir að EES-lög hafi forgang í löggjöf EFTA-ríkjanna og er ætlað að tryggja samræmingu á sameiginlegum réttindum íbúa innan Evrópu. Bókun 38 kveður á um fjárframlög EFTA-ríkjanna til að draga úr efnahagslegum og félagslegum ójöfnuði í Evrópu, þessum fjárframlögum er stýrt í gegnum Uppbyggingarsjóð EES (e. EEA and Norway Grants). Þessar bókanir eru hluti af samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) sem tryggir Íslendingum ferða- og viðskipafrelsi innan Evrópu. Á nýju þingi lagði utanríkisráðherra Íslands fram frumvarp um innleiðingu á bókun 35 EES -samningsins, en aðrar bókanir samningsins hafa ekki verið eins umdeildar á Íslandi og hafa í raun lengi verið tryggar stoðir Evrópusamstarfs Íslands. Ef ofangreindur texti er ekki búinn að drepa þig úr leiðindum þegar hér er komið við sögu þá eru ágætis líkur á að þú sért einstaklingur sem gæti haft áhuga á starfsnámi þeirra stofnana sem sinna ólíkum hliðum framkvæmdar EES - samningins fyrir hönd Íslands í Brussel. Á hverju ári eru auglýstur þónokkur fjöldi launaðra starfsnámsstaða í ‘EFTA húsinu’ í Brussel hjá Uppbyggingarsjóði EES, Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) og eftirlitsstofnun EFTA(ESA). Ungum íslendingum býðst almennt ekki mikið úrval af starfsnámsstöðum við stofnanir Evrópsambandsins, enda eru þær að miklu leyti ætlaðar fyrir fólk frá meðlimaríkjum ESB. Þessar fágætu EFTA stöður eru því frábært tækifæri og góður stökkpallur inn í starfsferil tengdan Evrópu og alþjóðasamvinnu. Verið er að leita að nýlega útskrifuðum einstaklingum úr lögfræði, stjórnmálafræði, hagfræði og upplýsingamiðlun til dæmis. Ég get sjálfur mælt heilshugar með starfsnámi hjá þessum stofnunum út frá eigin reynslu. Þegar ég var starfsnemi hjá eftirlitsstofnun EFTA fékk ég tækifæri til þess að vinna með hópi af ótrúlega hæfileikaríku fólki og var mér treyst fyrir krefjandi verkefnum. Þetta er reynsla sem lagði grunninn að mínum starfsferli en síðan þá hef ég starfað fyrir þingflokk Samfylkingarinnar á Alþingi og gengt stöðu samskiptastjóra embættis Ríkislögreglustjóra á fordæmalausum tímum. Fjöldi annarra fyrrverandi starfsnema hjá þessum stofnunum hafa sambærilega sögu að segja og þau hafa síðan fundið sér starfsvettvang bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera, á Íslandi og víðar. Nú er ég sjálfur að leita að starfsnema í samskiptateymið mitt hjá Uppbyggingarsjóði EES. Hjá okkur fá starfsnemar raunverulega ábyrgð og vinna að mikilvægum verkefnum undir leiðsögn. Þar sem ég held ég hafi náð að gera vigt starfsnámsins ágætlega skil er vert að nefna kostina við það að búa í Brussel. Borgin er miðpunktur evrópskra stjórnmála og alþjóðasamstarfs, uppfull af líflegri og fjölbreyttri menningu og mörgum tækifærum til að kynnast nýju fólki. Hvort sem þú hefur áhuga á sögulegri byggingarlist, teiknimyndum, súkkulaði, frábærum mat eða Evrópusamvinnu, þá hefur Brussel eitthvað fyrir þig. Þá er auðvelt og ódýrt að skreppa í dags - eða helgarferðir til nærliggjandi landa og kanna Evrópu meðfram starfsnáminu. Ef þú hefur áhuga eða þekkir einhvern sem þú heldur að gæti smellpassað í þessar stöður skaltu kynna þér málið betur. Fyrsti umsóknarfresturinn rennur út 23. febrúar, starfsnámið hefst 1. september 2025. Nánari upplýsingar um starfsnám og lausar stöður hjá stofnunum má finna hér: Uppbyggingarsjóður EES Eftirlitsstofnun EFTA(ESA) Fríverslunarsamtök Evrópu(EFTA) Höfundur er upplýsingafulltrúi hjá Uppbyggingarsjóði EES.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun