Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 16:32 Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun