Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Kristján Már Unnarsson skrifar 24. febrúar 2025 11:39 Frá loðnuveiðum í Faxaflóa. Skipverjar á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU búnir að draga nótina upp að skipshlið. KMU Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa ákveðið að efna til nýrrar loðnuleitar, þeirrar fjórðu frá áramótum. Þetta er sérstök aukaleit í von um að finna meiri loðnu og verður lagt af stað á tveimur skipum frá Austfjarðahöfnum strax í kvöld. „Það verður farið á tveimur skipum að austan í kvöld, Polar Ammassak og Aðalsteini Jónssyni,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Tveir vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun verða um borð í hvoru skipi. Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Á siglingarferlum er Árni Friðriksson sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun „Markmiðið er að dekka í stórum dráttum sama svæði og Árni Friðriksson fór yfir fyrr í mánuðinum norðvestan til. Það á sem sagt að kanna hvort meira af hrygningarloðnu á leið til hrygningar hafi bæst við að norðan inn á svæðið. Stefnan er á að reyna að klára verkefnið áður en spáð óveður á föstudeginum skellur á,“ segir Guðmundur. Spurður hvort einkum sé verið að leita að hugsanlegri vestangöngu svarar fiskifræðingurinn: „Þetta beinist að loðnu sem mun annaðhvort ganga vestur fyrir landið eða jafnvel inn að norðurströndinni til hrygningar.“ Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.Einar Árnason Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir að hægt verði að veiða meiri loðnu áður en hún hrygnir og drepst. Sá takmarkaði kvóti, sem gefinn var út fyrir helgi, er vart nema hálfur farmur fyrir helming flotans en er samt talinn geta skilað um eins milljarðs króna útflutningstekjum. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi mátti sjá loðnu landað í Vestmannaeyjum í gærmorgun til heilfrystingar hjá Vinnslustöðinni: Íslenskar útgerðir fengu úthlutað um 4.600 tonna loðnukvóta síðastliðinn fimmtudag. Þá þegar voru útgerðarmenn farnir að þrýsta á að efnt yrði til nýrrar leitar, eins og fjallað var um í þessari frétt: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34 Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. 21. febrúar 2025 13:37 Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
„Það verður farið á tveimur skipum að austan í kvöld, Polar Ammassak og Aðalsteini Jónssyni,“ segir fiskifræðingurinn Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar. Tveir vísindamenn frá Hafrannsóknastofnun verða um borð í hvoru skipi. Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum út af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Þéttleiki loðnu, eins og hann mældist í nýafstaðinni loðnuleit dagana 8.-19. febrúar. Á siglingarferlum er Árni Friðriksson sýndur ljósblár, Polar Ammassak grænn og Heimey rauð.Hafrannsóknastofnun „Markmiðið er að dekka í stórum dráttum sama svæði og Árni Friðriksson fór yfir fyrr í mánuðinum norðvestan til. Það á sem sagt að kanna hvort meira af hrygningarloðnu á leið til hrygningar hafi bæst við að norðan inn á svæðið. Stefnan er á að reyna að klára verkefnið áður en spáð óveður á föstudeginum skellur á,“ segir Guðmundur. Spurður hvort einkum sé verið að leita að hugsanlegri vestangöngu svarar fiskifræðingurinn: „Þetta beinist að loðnu sem mun annaðhvort ganga vestur fyrir landið eða jafnvel inn að norðurströndinni til hrygningar.“ Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur er sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar.Einar Árnason Miklir fjárhagslegir hagsmunir eru undir að hægt verði að veiða meiri loðnu áður en hún hrygnir og drepst. Sá takmarkaði kvóti, sem gefinn var út fyrir helgi, er vart nema hálfur farmur fyrir helming flotans en er samt talinn geta skilað um eins milljarðs króna útflutningstekjum. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi mátti sjá loðnu landað í Vestmannaeyjum í gærmorgun til heilfrystingar hjá Vinnslustöðinni: Íslenskar útgerðir fengu úthlutað um 4.600 tonna loðnukvóta síðastliðinn fimmtudag. Þá þegar voru útgerðarmenn farnir að þrýsta á að efnt yrði til nýrrar leitar, eins og fjallað var um í þessari frétt:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Efnahagsmál Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Hafrannsóknastofnun Tengdar fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34 Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. 21. febrúar 2025 13:37 Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22 Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42 Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51 Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
„Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ „Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka,“ segir í tilkynningu Vinnslustöðvarinnar um loðnuveiðar sem hafa farið fram síðan atvinnuvegaráðherra gaf út kvóta síðastliðinn fimmtudag. 23. febrúar 2025 13:34
Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. 21. febrúar 2025 13:37
Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Hafrannsóknastofnun tilkynnti í dag að loðnustofninn hefði mælst nægilega sterkur til að óhætt væri að heimila veiðar, en þó mjög takmarkaðar. Kvótinn, sem ráðherra gaf út síðdegis, gæti skilað yfir einum milljarði króna í útflutningstekjur. 20. febrúar 2025 22:22
Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. 19. febrúar 2025 21:42
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. 19. febrúar 2025 10:51