Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 11. mars 2025 08:01 Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Vilborg Ása Guðjónsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar