Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 3. mars 2025 12:32 Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Norðurslóðir Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar