Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 3. mars 2025 12:32 Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Norðurslóðir Utanríkismál Viðreisn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þingmannaráðstefnan um norðurskautsmál er umræðuvettvangur þingmanna frá ríkjum við norðurskautið, sem og fulltrúa ríkisstjórna, háskólastofnana og félagasamtaka sem láta sig málefni norðurskautsins varða. Fyrsta ráðstefna þingmanna og fulltrúa norðurskautssvæða var haldin í Reykjavík árið 1993 og var hún undanfari þingmannanefndar um norðurskautsmál sem formlega var sett á laggirnar árið 1994. Almennt má segja að helstu verkefni í norðurskautssamstarfi lúti að sjálfbærri þróun og umhverfismálum á norðurslóðum. Einnig hefur sérstök áhersla verið lögð á varðveislu menningararfleifðar og lífshátta þeirra þjóðflokka sem byggja landsvæðin við norðurskaut, sem og aukna efnahagslega og félagslega velferð íbúa norðursins. Það sem skiptir þó orðið megin máli í dag er rík áhersla á að halda norðurslóðum sem lágspennusvæði í alþjóðasamskiptum. Mikil umræða hefur verið á alþjóðavettvangi um friðsamleg samskipti þjóða síðan Rússland réðist inn í Úkraínu og í tengslum við innrásina sendi þingmannanefndin frá sér yfirlýsingu árið 2022 þar sem kemur fram að friðsamlegt samstarf á norðurslóðum sé nauðsynleg forsenda fyrir starfi þingmannanefndar um norðurskautsmál. Á vettvangi þingmannanefndar um norðurskautsmál (SCPAR) á árinu 2024 bar hæst umræða um ólögmæta innrás Rússa í Úkraínu og starf þingmannanefndar um norðurskautsmál án þátttöku Rússa. Á þingmannaráðstefnu um norðurskautsmál (CPAR) sem haldin var í Kiruna í Svíþjóð 20.–22. mars á síðasta ári var sjónum beint að öryggi og viðbúnaði á norðurslóðum. Þar var lögð áhersla á leiðir til að tryggja að norðurslóðir verði áfram lágspennusvæði þrátt fyrir aukna hernaðaruppbyggingu og spennu á svæðinu. Í yfirlýsingu ráðstefnunnar er tilmælum beint til ríkisstjórna á norðurskautssvæðinu, Norðurskautsráðsins og stofnana Evrópusambandsins um nauðsyn þess að viðhalda sterku alþjóðlegu samstarfi á norðurslóðum til að stuðla að friði og stöðugleika á svæðinu. Ennfremur voru málefni Grænlands til umræðu á fundum nefndarinnar og greindi formaður utanríkismálanefndar Grænlands frá því að í febrúar 2024 hafi Grænland gefið út stefnu um utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Stefnunnar hafði verið beðið með eftirvæntingu í nokkur ár og miðar hún að því að tryggja stöðuga stefnu í utanríkismálum fyrir Grænland. Meginskilaboð stefnunnar koma skýrt fram í titli hennar, „Ekkert um okkur án okkar“. Málefni norðurslóða hafa verið þeim sem hér skrifar hugleikin í mörg ár og sem bæjarstjóra á Akureyri á árunum 2010-2018 gefist mörg tækifæri til að taka þátt í fundum, ráðstefnum og verkefnavinnu sem tengdust málefnum norðurslóða. Þar ber kannski helst að nefna setu mína í stjórn Northern Forum sem er samstarf borgar-, bæjar- og ríkisstjóra, sveitarfélaga og svæða á norðurslóðum þar sem sæti áttu fulltrúar frá flestum þjóðum sem hafa átt fulltrúa í Norðurskautsráðinu. Eins má nefna aðkomu mína að undirbúningi að formlegu samstarfs borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum: The Arctic Mayors’ Forum, en í því samstarfi eru í dag borgar- og bæjarstjórar frá Kanada, Grænlandi, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum. Virkt samstarf þeirra ríkja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu er mjög aðkallandi og það er mikilvægt fyrir Ísland að eiga fulltrúa við borðið. Það er að mínu mati mjög mikilvægt fyrir okkur sem fullvalda þjóð að eiga setu við öll stærri alþjóðleg borð þar sem rætt er um hagsmuni okkar og þar sem ákvarðanir um okkar mál eru teknar. Við Íslendingar höfum sýnt það í okkar störfum sem m.a. snúa að málefnum norðurslóða að við eigum erindi og á okkur er hlustað. Það þekki ég af eigin raun. Okkar rödd hefur því heilmikið vægi á alþjóðlegum vettvangi og þá stöðu þurfum við að halda áfram að styrkja. Athygli stórveldanna hefur í mörg ár verið á norðurslóðum og þá ekki síst vegna þeirra tækifæra sem felast m.a. í auknum möguleikum á siglingaleiðinni yfir norðurheimskautið. Athygli stórveldanna á norðurslóðum hefur síst minnkað að undanförnu eins og flestum er kunnugt um. Þessu verðum við ekki aðeins að fylgjast vel með heldur vera virk í öllu samstarfi sem snertir svæðið. Í málefnum norðurslóða liggja bæði hagsmunir og tækifæri fyrir okkur Íslendinga og mikilvægt að við nýtum okkur þann vettvang sem best. Höfundur er þingmaður Viðreisnar og formaður þingnefndar um málefni norðurslóða.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun