St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar 3. mars 2025 17:02 Thomas Aquinas (1225 - 1274, frá Aquino á Ítalíu) var ítalskur heimspekingur og guðfræðingur, þekktur m.a. sem læknir englanna fyrir máttugar bænir. Thomas Aquinas var tekinn í tölu dýrlinga af Jóhannesi páfa XXII þann 18. júlí 1323, tæpum 50 árum eftir andlátið. Ritverk hans afmarka honum virðingu sem eins áhrifamesta dýrlings kirkjunnar fyrir framlag hans til guðfræði og heimspeki. Dagur honum til heiðurs er 28. janúar ár hvert. Thomas var talsmaður náttúruguðfræði og einskonar faðir ‘akademíu’ hugsunarinnar, fyrirbæris betur þekkt sem Thomism, sem þekur svið guðfræði, rökfræði og heimspeki til jafns í hugsun mannsins. Í umfangsmiklu ritverki hans, Summa Theologica (1267-1273), sem aflaði honum virðingar sem áhrifamikills hugsuðar, heimspekings og guðfræðings, rannsakaði hann m.a. skynsemina í samþættingu hugarorku manns og Guðs. Síðar, árið 1567, lýsti páfi Píus V hann sem ‘Doctor of the Church’, sem er sérstök viðurkenning fyrir fræðilegt framlag til Kristinnar trúar. Um trú og trúleysi sagði Thomas: “Fyrir Þann sem hefur trú er skýring ekki nauðsynleg. Fyrir þann sem er án trúar er engin skýring möguleg.” Thomas Aquinas útskýrði muninn á Kristni og Islam með því að benda á hvernig hvor trú fyrir sig hafi breiðst út. Hann gagnrýndi Múhameð fyrir að dreifa Islam með ofbeldi sverðsins og blekkingum á meðan Kristnin dreifðist með kærleika, miskunnsemi og trúarlegri sannfæringu. Aquinas lagði réttilega áherslu á að Kristin trú væri grundvölluð á kraftaverkum guðdómlegs innblásturs og visku Jesú Krists undir heilögum anda á sama tíma og kenningar Múhameðs væru byggðar á holdlegum ástríðum og loforðum um veraldlega umbun, sem höfðuðu til þeirra sem aðhylltust holdlegar fýsnir. Thomas sagði eftirfarandi: „Hann (Múhameð) tældi fólkið með loforðum um holdlega ánægju sem hneigð holdsins hvetur fólk til. Kenningar hans grundvölluðust á fyrirheit um umbun í formi holdlegra nautna. Eins og við var að búast laðaði hann að sér fylgjendur holdlegra fýsna. Hann rökstuddi kenningar sínar með þeim hætti sem menn af meðalgreind skyldu. Inntak margra kenninga hans áttu hvorki við rök né sannleika að styðjast. Kenningar hans grundvölluðust ekki á óútskýranlegum kraftaverkum eða yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem myndi teljast eðlilegur vitnisburður um guðlega nánd eða innblástur þar sem hið sýnilega þarf að eiga sér óútskýrðan uppruna hins ósýnilega til að teljast kraftaverk. Þvert á móti sagði Múhameð að hann væri sendur í krafti vopna sinna sem er merkingarmál ræningja og harðstjóra. Frá upphafi trúðu honum (Múhameð) engir hugsuðir eða andans menn. Þeir sem trúðu á hann voru grimmir menn og eyðimerkur flakkarar, algerlega fáfróðir um alla guðlega kenningu. Menn sem Múhameð notaði til að þvinga aðra til fylgis honum með ofbeldi og vopnavaldi. Í spádómum Biblíunnar ber engin Múhameð vitni. En hann hins vegar býr til og snýr út úr vitnisburði Gömlu og Nýju Testamentanna og gerir þau, með ósannleika, að sínum eigin eins og sjá má af hverjum þeim sem ber saman kenningar hans við ritningar Biblíunnar. Það var því viðeigandi ákvörðun af hans (Múhameðs) hálfu að banna fylgjendum sínum að lesa Gamla og Nýja testamentið, svo að þær bækur dæmdu hann ekki og opinberuðu fyrir fals og ranglæti. Það er því ljóst að þeir sem trúa á orð hans trúa heimskulega.” (Summa Contra Gentiles/Summa Theologia). Hver sem kynnir sér ritningu Islam og sögu veit að varnaðarorð Aquinas eru í senn hógvær og sönn eins og öll hans fræðirit vitna um. Seinustu orð Thomas Aquinas á banasænginni voru: „Slíkan leyndardóm hefur mér nú verið opinberaður að allt sem ég hef skrifað virðist nú (sem blaktandi) strá (í vindi tímans).” Lokaorð þessa djúpvitra hugsuðar og fræðimanns kirkjunnar hafa verið túlkuð á ýmsa vegu, m.a. að varnarorð hans um Islam og hinn falska spámann verði að engu höfð í tímans rás meðal fræðimanna Kristinnar kirkju. „Fyrir Þann sem hefur trú er skýring ekki nauðsynleg. Fyrir þann sem er án trúar er engin skýring möguleg.” Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálsa hugsun, lýðræði, kristna trú og gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Thomas Aquinas (1225 - 1274, frá Aquino á Ítalíu) var ítalskur heimspekingur og guðfræðingur, þekktur m.a. sem læknir englanna fyrir máttugar bænir. Thomas Aquinas var tekinn í tölu dýrlinga af Jóhannesi páfa XXII þann 18. júlí 1323, tæpum 50 árum eftir andlátið. Ritverk hans afmarka honum virðingu sem eins áhrifamesta dýrlings kirkjunnar fyrir framlag hans til guðfræði og heimspeki. Dagur honum til heiðurs er 28. janúar ár hvert. Thomas var talsmaður náttúruguðfræði og einskonar faðir ‘akademíu’ hugsunarinnar, fyrirbæris betur þekkt sem Thomism, sem þekur svið guðfræði, rökfræði og heimspeki til jafns í hugsun mannsins. Í umfangsmiklu ritverki hans, Summa Theologica (1267-1273), sem aflaði honum virðingar sem áhrifamikills hugsuðar, heimspekings og guðfræðings, rannsakaði hann m.a. skynsemina í samþættingu hugarorku manns og Guðs. Síðar, árið 1567, lýsti páfi Píus V hann sem ‘Doctor of the Church’, sem er sérstök viðurkenning fyrir fræðilegt framlag til Kristinnar trúar. Um trú og trúleysi sagði Thomas: “Fyrir Þann sem hefur trú er skýring ekki nauðsynleg. Fyrir þann sem er án trúar er engin skýring möguleg.” Thomas Aquinas útskýrði muninn á Kristni og Islam með því að benda á hvernig hvor trú fyrir sig hafi breiðst út. Hann gagnrýndi Múhameð fyrir að dreifa Islam með ofbeldi sverðsins og blekkingum á meðan Kristnin dreifðist með kærleika, miskunnsemi og trúarlegri sannfæringu. Aquinas lagði réttilega áherslu á að Kristin trú væri grundvölluð á kraftaverkum guðdómlegs innblásturs og visku Jesú Krists undir heilögum anda á sama tíma og kenningar Múhameðs væru byggðar á holdlegum ástríðum og loforðum um veraldlega umbun, sem höfðuðu til þeirra sem aðhylltust holdlegar fýsnir. Thomas sagði eftirfarandi: „Hann (Múhameð) tældi fólkið með loforðum um holdlega ánægju sem hneigð holdsins hvetur fólk til. Kenningar hans grundvölluðust á fyrirheit um umbun í formi holdlegra nautna. Eins og við var að búast laðaði hann að sér fylgjendur holdlegra fýsna. Hann rökstuddi kenningar sínar með þeim hætti sem menn af meðalgreind skyldu. Inntak margra kenninga hans áttu hvorki við rök né sannleika að styðjast. Kenningar hans grundvölluðust ekki á óútskýranlegum kraftaverkum eða yfirnáttúrulegum fyrirbærum sem myndi teljast eðlilegur vitnisburður um guðlega nánd eða innblástur þar sem hið sýnilega þarf að eiga sér óútskýrðan uppruna hins ósýnilega til að teljast kraftaverk. Þvert á móti sagði Múhameð að hann væri sendur í krafti vopna sinna sem er merkingarmál ræningja og harðstjóra. Frá upphafi trúðu honum (Múhameð) engir hugsuðir eða andans menn. Þeir sem trúðu á hann voru grimmir menn og eyðimerkur flakkarar, algerlega fáfróðir um alla guðlega kenningu. Menn sem Múhameð notaði til að þvinga aðra til fylgis honum með ofbeldi og vopnavaldi. Í spádómum Biblíunnar ber engin Múhameð vitni. En hann hins vegar býr til og snýr út úr vitnisburði Gömlu og Nýju Testamentanna og gerir þau, með ósannleika, að sínum eigin eins og sjá má af hverjum þeim sem ber saman kenningar hans við ritningar Biblíunnar. Það var því viðeigandi ákvörðun af hans (Múhameðs) hálfu að banna fylgjendum sínum að lesa Gamla og Nýja testamentið, svo að þær bækur dæmdu hann ekki og opinberuðu fyrir fals og ranglæti. Það er því ljóst að þeir sem trúa á orð hans trúa heimskulega.” (Summa Contra Gentiles/Summa Theologia). Hver sem kynnir sér ritningu Islam og sögu veit að varnaðarorð Aquinas eru í senn hógvær og sönn eins og öll hans fræðirit vitna um. Seinustu orð Thomas Aquinas á banasænginni voru: „Slíkan leyndardóm hefur mér nú verið opinberaður að allt sem ég hef skrifað virðist nú (sem blaktandi) strá (í vindi tímans).” Lokaorð þessa djúpvitra hugsuðar og fræðimanns kirkjunnar hafa verið túlkuð á ýmsa vegu, m.a. að varnarorð hans um Islam og hinn falska spámann verði að engu höfð í tímans rás meðal fræðimanna Kristinnar kirkju. „Fyrir Þann sem hefur trú er skýring ekki nauðsynleg. Fyrir þann sem er án trúar er engin skýring möguleg.” Höfundur er frumkvöðull og áhugamaður um frjálsa hugsun, lýðræði, kristna trú og gildi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar