Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson og Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifa 4. mars 2025 17:31 Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Eftir að hafa kynnst Kolbrúnu Pálsdóttur í gegnum okkar eigin náms- og starfsár í Háskóla Íslands, erum við sannfærð um að hún sé rétti leiðtoginn til að stýra skólanum inn í framtíðina. Hún hefur verið námsbrautarformaður tómstunda- og félagsmálafræði og einnig sviðsforseti Menntavísindasviðs. Á báðum þessum vettvöngum höfum við upplifað hana sem metnaðarfulla, framsækna og góðan stjórnanda. Kolbrún er leiðtogi sem leggur sig fram um að hlusta og skapa vettvang fyrir ólíka hópa innan háskólasamfélagsins. Á fundum þar sem stjórn Menntavísindasviðs kemur saman hefur hún tryggt að fulltrúar nemenda hafi greiðan aðgang að fundunum og að þeirra rödd og skoðanir séu teknar með þegar ákvarðanir á sviðinu hafa verið teknar. Þegar við störfuðum sem fulltrúar og starfsmenn innan HÍ fundum við skýrt fyrir því að hún var bandamaður og talskona þess að háskólasamfélagið væri opið og aðgengilegt fyrir alla. Hún skilur mikilvægi fjölbreytileika í menntun og hefur sýnt í verki að hún vinnur af heilindum að því að gera háskólann að betri stað fyrir nemendur og starfsfólk. Kolbrún er öflugur kennari og hefur lagt mikið upp úr því að leyfa nemendum að njóta sín. Hún er stjórnandi sem skilur nemendalýðræði og virðir það. Framtíð Háskóla Íslands kallar á forystu sem sameinar stefnumótandi hugsun, réttlætiskennd og raunverulega skuldbindingu við framfarir í kennslu og rannsóknum. Kolbrún Pálsdóttir býr yfir öllum þessum eiginleikum. Hún hefur skýra framtíðarsýn og dýrmæta reynslu sem mun nýtast vel í embætti rektors. Við styðjum Kolbrúnu Pálsdóttur eindregið til rektors og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama. Með hana við stjórnvölin mun Háskóli Íslands þróast í átt að enn sterkari, réttlátari og framsæknari stofnun sem þjónar samfélaginu af krafti. Ágúst Arnar Þráinsson er meistaranemi á Menntavísindasviði Kolbrún Lára Kjartansdóttir er meistaranemi og fyrrum sviðsráðsforseti á Menntavísindasviði
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar