Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar 5. mars 2025 09:01 Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum öll starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ) og Landspítala og styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Við treystum engum betur en honum til að efla HÍ til að sinna tveimur meginhlutverkum sínum: að vera framúrskarandi kennslustofnun og leiðandi vísindastofnun sem stuðlar að framþróun vísinda samhliða þjálfun nemenda í vísindavinnu. Sum okkar voru nemendur hans þegar hann hóf kennslu við HÍ fyrir liðlega 20 árum. Hann hefur verið öflugur kennari frá upphafi en eftirtektarvert er hversu vel hann hefur fylgst með þróun kennsluhátta á háskólastigi og aðlagað kennslu sína. Hann hefur sömuleiðis mikla reynslu af vísindastarfi og fjármögnun þess og þekkir vel hvar skóinn kreppir og hvar leggja þarf áherslur til að styðja við þetta lykilhlutverk HÍ. Þriðja hlutverk háskólans er einnig afar mikilvægt – samfélagslegt hlutverk hans. Það felur í sér miðlun þekkingar og samstarf við stofnanir samfélagsins. Þetta hlutverk nýtist samfélaginu með því að gefa því aðgang að sérfræðingum háskólans. Einnig verður til mikilvægt samstarf milli háskólans og stofnana samfélagsins, sem stuðlar að nýliðun og styrkir nýsköpun. Magnús Karl er einkar laginn við að miðla þekkingu til samfélagsins á breiðum vettvangi. Hann hefur tekið virkan þátt í þjóðfélagsumræðu um vísindaleg málefni sem og miðlað mikilvægi þess að hafa öfluga háskóla hér á landi – hvoru tveggja afar mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu. Hann hefur rætt mikilvægi þess að fjárfesta í ungu kynslóðinni og efla forystuhlutverk Háskóla Íslands. Magnús Karl var farsæll í störfum sínum sem forseti Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs (HVS) HÍ og sýndi þar metnað sinn til að rækta þriðja hlutverk háskólans. Einn stærsti samstarfsaðili HÍ er Landspítali, en þar fer fram þjálfun allflestra nemenda HVS auk margra nemenda af öðrum sviðum til að tryggja mikilvæga nýliðun heilbrigðisstarfsmanna. Magnús Karl vann sleitulaust að því að styðja við margþætt samstarf HÍ og Landspítala og laða að hæft starfsfólk sem hafði aflað sér frekari sérfræðiþekkingar og vísindareynslu erlendis, báðum stofnunum til góða. Landspítali, sem stundum þarf að troða marvaðann til að sinna verkefnum dagsins, mun með Magnúsi njóta trausts bandamanns í forystu HÍ til að sinna heilbrigðisþjónustu og öðrum hlutverkum sínum til lengri tíma. Það er því mikið ánægjuefni fyrir HÍ að Magnús Karl gefi kost á sér til rektors, og við hvetjum alla atkvæðabæra til að kynna sér vandlega feril og stefnu hans og veita honum atkvæði sitt. Höfundar eru starfsmenn Háskóla Íslands og Landspítala Freyja Jónsdóttir, klínískur lyfjafræðingur og lektor við Lyfjafræðideild Gunnar Tómasson, sérfræðilæknir og dósent við Læknadeild Hans Tómas Björnsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor við Læknadeild Sigurdís Haraldsdóttir, yfirlæknir og dósent við Læknadeild Sædís Sævarsdóttir, sérfræðilæknir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar Þorvarður Jón Löve, sérfræðilæknir og prófessor við Læknadeild
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar