Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar 5. mars 2025 15:30 Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun