Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir, Ingunn Erla Ingvarsdóttir og Erna Petersen skrifa 6. mars 2025 21:02 Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Fram undan eru kosningar til rektors Háskóla Íslands. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskólann, vann með okkur að rannsóknum í meistaranámi okkar og var yfirmaður okkar sem deildarstjóri Næringarstofu Landspítala. Okkur langar að staldra aðeins við áherslur Ingibjargar sem snúa að samvinnu og mannauði en á vef framboðsins segir hún meðal annars: Háskóli Íslands er fjölbreytt samfélag nemenda og starfsfólks með mismunandi þarfir, áhuga, færni, bakgrunn og reynslu. Öll eiga það sameiginlegt að þurfa jákvæða hvatningu, virðingu, stuðning og umburðarlyndi. Tækifæri Háskóla Íslands til að halda áfram að vaxa sem alþjóðlegur rannsóknaháskóli felst ekki síst í aukinni samvinnu. Aukin samvinna þarf að byggja á trausti, heiðarleika og umfram allt góðum samskiptum. Árið 2023 hlaut Ingibjörg nafnbótina heiðursvísindamaður Landspítala fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum og hélt að því tilefni tölu eins og venja er. Okkur og öðrum viðstöddum þótti þessi yfirferð hennar lýsandi fyrir það hvers konar leiðtogi Ingibjörg er því hún dró þar upp myndir af fjölmörgu samstarfsfólki sínu í gegnum tíðina og lýsti þar farsælli og gefandi samvinnu í stað þess að dvelja einungis við vörður á eigin ferli. Skein þar í gegn hversu mikilvægt samstarfsfólk er henni, allt frá nemendum að prófessorum. Í störfum okkar á Næringarstofu höfum við kynnst stjórnandanum Ingibjörgu sem veit að meiri árangur næst þegar fólki eru fengin hlutverk sem gera því kleift að nýta styrkleika sína og vaxa í þá átt sem það hefur burði til. Jafnframt treystir hún fólki og færir því frelsi til að skipuleggja störf sín. Hún kann að leggja áherslu á gæði umfram magn og hvetur samstarfsfólk sitt til hins sama. Ingibjörg er ekki aðeins framúrskarandi vísindamaður og stjórnandi heldur er hún einnig eftirminnilegur kennari og fyrirmynd frá námsárum okkar. Hún er hvetjandi, sanngjörn og ber virðingu fyrir framlagi allra. Hún gefur sér tíma til að hlusta og kemur ávallt með góða endurgjöf. Með þessa reynslu af samstarfi við Ingibjörgu erum við fullvissar um að hún vinni ötullega að ofangreindum áherslum sínum nái hún kjöri. Við höfum líka trú á því að starfsreynsla hennar og sú innsýn sem hún hefur fengið m.a. í embætti aðstoðarrektors vísinda og samfélags og með setu í Vísindaráði Landspítala og Vísindanefnd háskólaráðs, geri henni kleift að vinna að fjármögnun skólans og farsælli útdeilingu þeirra fjármuna sem skólanum eru úthlutaðir. Við hvetjum nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands til að kynna sér áherslur Ingibjargar og nýta atkvæðisrétt sinn https://ingibjorg.hi.is/ Höfundar eru næringarfræðingar á LSH.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar