Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2025 09:32 Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Stundum missum við sjón þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir alla þá sjónrænu kvilla sem koma til vegna skaða á sjónúrvinnslustöðvum heilans. Þegar ekkert bjátar á greina augun ljós og senda boð aftur til heila sem vinnur úr uppýsingunum. Þessi úrvinnsla heilans framkallar meðvitaða upplifun okkar á því sem við horfum á, eða sjón í daglegu tali. Þegar skaði verður á heilastöðvum sem sjá um sjónúrvinnslu verður til sjónskerðing, jafnvel þó ekkert sé að augunum. Heilatengd sjónskerðing getur verið meðfædd eða komið í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Birtingamyndir hennar eru margvíslegar, allt frá algerri blindu eða skertu sjónsviði að annarskonar vanda, til dæmis erfiðleikum við að skilja hvað horft er á, að greina í sundur og þekkja hluti, eða að greina hluti frá bakgrunninum, að fókusera á og fylgja hlutum eftir með augunum og að sjá eða skynja fleiri en einn hlut í einu. Sumir hafa það sem kallast blindrasýn, en þá geta þeir t.d. rétt út höndina og gripið það sem að þeim er rétt, jafnvel þó þeir hafi enga meðvitaða upplifun af því að sjá hvað er að gerast. Annað dæmi um heilatengda sjónskerðingu er andlitsblinda, en það er það þegar fólk á erfitt með að greina í sundur og þekkja andlit. Þegar andlitsblinda er mikil getur fólk átt erfitt með að þekkja börnin sín í sjón eða jafnvel eigin spegilmynd. Þrátt fyrir heitið andlitsblinda þá sjá andlitsblindir alveg andlit, erfiðleikar þeirra felast í að greina á milli mismunandi andlita. Upplifun andlitsblindra og erfiðleikar við að greina á milli fólks út frá andlitinu einu saman hefur verið líkt við það að reyna að þekkja fólk í sundur með því að horfa aðeins á olnboga þess eða hné. Heilatengd sjónskerðing getur verið afar dulið vandamál og oft getur reynst erfitt að greina hana. Erfiðleikar eins og að rekast mikið utan í hluti og hrasa eru þá oft skrifaðir á klaufaskap og vandamál við lestur, stærðfræði eða annað nám skrifuð á lesblindu eða almenna námsörðugleika. Þar sem börn með heilatengda sjónskerðingu eiga mörg hver erfitt með að þekkja andlit, halda augnsambandi og skilja látbragð eru þau jafnframt oft ranglega talin vera einhverf. Margvíslegar birtingarmyndir hennar auka svo flækjustig við greiningu enn frekar og greining fæst því oft seint. Dagbjört Andrésdóttir fæddist með heilatengda sjónskerðingu og er sjón hennar í dag metin um 4%. Hún fékk þó ekki greiningu fyrr en hún var orðin 26 ára gömul. Af tilefni Alþjóðlegu heilavikunnar (e. International Brain Awareness Week) sem í ár er haldin dagana 10.-16. mars, mun Dagbjört fræða gesti í Háskólanum í Reykjavík stuttlega um heilatengda sjónskerðingu. Í kjölfarið verður sýnd heimildamynd um líf hennar, Acting Normal with CVI, eftir Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Elínu Sigurðardóttur. Viðburðurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. mars klukkan 16:15-17:45, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Heimildir: Dutton, G.N. & Bax, M. (2010). Visual impairment in children due to damage to the brain. Clinics in Developmental Medicine No 186. MacKeith Press, London. Fazzi E., Signorini S.G., Bova, S.M., La Piana, R., Ondei, P., Bertone, C., Misefari, W., Bianchi, P.E., (2007). Spectrum of visual disorders in children with cerebral visual impairment. Journal of Child Neurology, 22, 294-301 Good, W. V., Jan, J. E., DeSa, L., Barkovich, A. J., & Groenveld, M. (1994). Cortical visual impairment in children. Survey of ophthalmology, 38(4), 351-364. Hoyt, C. S. (2003). Visual function in the brain-damaged child. Eye, 17(3), 369-384.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun