Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2025 09:01 „Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Öll viljum við lifa lengi, en ekkert okkar vill verða gamalt.“ - Benjamin Franklin Alzheimer sjúkdómurinn er algengasta orsök heilabilunar en heilabilunarsjúkdómar eru þó fleiri, til dæmis Lewy sjúkdómur, æðakölkun og framheilabilun. Megin áhættuþáttur heilabilunar er hækkandi aldur og með öldrun þjóða valda heilabilunarsjúkdómar mikilli sjúkdómsbyrði. Það er því til mikils að vinna ef tekst að fækka eða seinka tilfellum því þetta eru erfiðir, langvinnir og ólæknandi sjúkdómar. Mögulegar forvarnir heilabilunar komust í fréttir hérlendis sumarið 2024 þegar læknatímaritið Lancet birti yfirlit um áhættuþætti heilabilunar. Þetta var ekki fyrsta fræðilega yfirlitið sinnar tegundar, en í því kom fram að koma megi í veg fyrir, eða seinka, meira en 45% heilabilunartilfella með því að huga meðal annars að menntun, reglulegri hreyfingu, félagslegum tengslum og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Umræða um þessa áhættuþætti mætti vera mun meiri og ætti að beinast að fólki á öllum aldri því einn veigamesti verndandi áhættuþátturinn, menntun, kemur til sögunnar snemma á ævinni. Heilsufarsþættir eins og hár blóðþrýstingur valda ekki usla fyrr en mun síðar. Svo vitnað sé beint í grein Barnett o.fl. frá 2013: “Hin síðari ár hefur vísindalegur skilningur breyst úr því að telja heilabilun öldrunarsjúkdóm sem ekki er hægt að koma í veg fyrir, í að líta á hana sem ævilangt sjúkdómsferli þar sem þættir eins og næring og menntun hafa áhrif,frá allra fyrsta æviskeiði.” Höfundar segja með réttu að hugræn heilsa, og þar með forvarnir heilabilunar, hefjist við getnað! Það er sennilega ekki ofarlega í huga ungs fólks að hugsa um heilabilun. En það er sannarlega lífstíðarverkefni að efla heilann og auka þannig það sem við köllum hugrænan forða og heilaforða. Þannig getum við best tekist á við þær áskoranir sem við mætum á lífsleiðinni, hvort sem er á formi heilabilunarsjúkdóma eða öðru. Menn hafa verið misjafnlega bjartsýnir á það, í gegnum tíðina, hvers sé að vænta þegar við eldumst og lengi vel efuðust sumir um að heilinn væri breytanlegur og að hægt væri að efla hann og styrkja. Því miður heyrist enn það viðhorf að það sé næsta eðilegt að missa minnið þegar aldurinn færist yfir. Í rannsókn sem undirrituð gerði hérlendis ásamt öðrum árið 2022 á þekkingu almennings á heilabilun kom í ljós að þótt fólk þekkti ágætlega einkenni heilabilunar vissi það mun minna um mikilvægi þess að sinna forvörnum. Einungis 50% þeirra rúmlega 800 Íslendinga sem tóku þátt í rannsókninni töldu að hægt væri að hafa áhrif á líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóm. Þarna kemur því fram það viðhorf að það sé kannski ekki við elli kellingu ráðið og hugræn skerðing sé óhjákvæmileg. Einungis 8% þekktu mikilvægi menntunar sem vernandi þáttar þótt rannsóknir hafi sýnt að hann er einna mikilvægasti þátturinn. Enda leggur góð menntun grunninn að mörgu öðru sem tengist heilbrigðum lífsstíl. Í ljósi þeirrar byrði sem heilabilun er fyrir einstaklinga og samfélög ætti það að vera forgangsmál að almenningur þekki mikilvægi þess að hlúa að heilahreysti frá bernsku. Til þess þarf samfélagslegt átak og fræðslu til að breyta viðhorfi til þess hvað felst í eðlilegri öldrun og að allir verði meðvitaðir um að menntun fyrir alla, nærandi félagsleg samskipti og almenn hreysti alla ævi efli heilahreysti. Þessi grein er hluti af greinaröð vísindamanna við Háskólann í Reykjavík í tilefni af Alþjóðlegri heilaviku 2025. Höfundur er prófessor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á Minnismóttöku LSH-Landakoti.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun