Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar 7. mars 2025 15:30 Samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas hefði annar hluti vopnahlés átt að hefjast 1. mars, sex vikum eftir að sá fyrsti hófst. Í þeim áfanga hefði Ísraelsher átt að yfirgefa Gazaströndina að fullu og fangaskipti Ísraels og Hamas að klárast. Síðustu sex vikur hefur Ísrael brotið þetta samkomulag ítrekað. Yfir hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir af ísraelska hernum. Einn Ísraelsmaður hefur verið drepinn, hann var myrtur af Ísraelsher. Neyðaraðstoð á Gaza hefur verið skert: þúsundir vörubíla með matvælum, hlýjum fatnaði og öðrum nauðsynjavörum hefur verið meinuð innkoma af Ísrael. Af þeim 200.000 tjöldum sem áttu að koma í kjölfar vopnahlés hafa aðeins um 10% þeirra komist inn á Gaza og ekkert af 60.000 gámahúsum sem lofað var. Aðeins nokkrar þungavinnuvélar hafa verið innfluttar, af þeim 200 sem var lofað til að hefja uppbyggingu, og til að grafa upp lík þeirra sem ennþá liggja undir húsarústunum. Afleiðingar þessa er að ungabörn frjósa nú til dauða á Gaza, enda vannærð og illa haldin eftir þjóðarmorð - börn sem hafa aldrei fengið að kynnast friði og frelsi á sinni stuttu ævi. Á sunnudaginn stöðvaði Ísrael allan innflutning á neyðaraðstoð inn á Gaza, og hefur jafnframt lokað á rafmagn og vatn til þess að kúga Gazabúa til uppgjafar. Sem hernámsaðila er Ísraelsríki skyldugt til að tryggja öryggi og velferð íbúa Gaza strandarinnar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gaf úthandtökuskipanir á hendur Netanyahu og Yoav Gallant í nóvember 2024. Dómstóllinn sakar ráðamenn Ísraels um aðbeita hungri sem stríðsvopni gegn íbúum Gaza. Þann glæp fremur Ísrael nú opinberlega og án viðbragða íslenskra ráðamanna. Aðgerðir Ísraels brjóta einnig gegn tilskipunum Alþjóðadómstólsins, sem fyrirskipaði Ísrael að tryggja óheftan aðgang að neyðaraðstoð í bráðabirgðar úrskurði vegna kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði. Markmið Ísraels eru útrýming palestínsku þjóðarinnar - ekki örugg gíslaskipti Þjóðarmorð Ísraels bjargaði ekki lífum ísraelskra gísla. Þvert á móti myrti Ísraelsher eigin borgara sem og Palestínumenn í sprengjuárásum sínum. Ísraelsher skaut einnig þrjá gísla til bana eftir að þeir höfðu flúið og kallað á hjálp á hebresku. Það sem hefur tryggt öryggi ísraelskra gísla eru friðarviðræður og samkomulag um gíslaskipti milli Ísraels og Hamas. Í fimm daga vopnahléi í nóvember 2023 voru 150 palestínskir gíslar frelsaðir í skiptum fyrir 50 ísraelska gísla og með lokum annars fasa núverandi samkomulags myndu allir ísraelskir gíslar verða frelsaðir. Brot Ísraels á vopnahlés samningnum sýna skýrt að markmið Ísraels er ekki frelsun gísla. Áframhaldandi árásir Ísraelshers á Gaza og Vesturbakkann eru ekki til þess að auka öryggi Ísraels, heldur eru þær liður í þjóðarmorði og útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Trump hótar áframhaldandi þjóðarmorði Undanfarnar vikur hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, talað um að flytja ætti alla Palestínumenn burt af Gaza og að Bandaríkin ættu að taka yfir og eignast Gazaströndina. Þessum hugmyndum Trumps um stórfelldar þjóðernishreinsanir hefur verið ákaft fagnað af ísraelsku ráðafólki. Þau taka undir og benda á að þeirra her hefur sprengt Gaza til steinaldarinnar. Í fyrradag hótaði Trump að Hamas skyldi sleppa öllum gíslum annars myndu allir á Gaza deyja. Opinskátt hótar hann þjóðarmorði, glæpi gegn mannkyni, dauða saklausra borgara. Hamas hefur nú þegar samþykkt að sleppa öllum gíslum í öðrum fasa vopnahlésins, svo ekki er hægt að túlka orð Trumps með öðrum hætti en að Trump og Ísrael séu gagngert að eyðileggja vopnahlés samkomulagið til að geta hafið árásir af fullum þunga á ný. Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Ef við ætlum að tryggja sjálfstæði og fullveldi Íslands til frambúðar þá verður Ísland að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið. Það er staðreynd. Alþjóðalög verða að eiga við um alla, og það er siðferðisleg skylda okkar að standa með öllum þjóðum heimsins gegn hernaði, nýlendustefnu, þjóðernishreinsunum og ofbeldi. Við sjáum greinilega afleiðingar þess að Bandaríkin og Ísrael verða fyrir engum refsiaðgerðum frá alþjóðasamfélaginu vegna síendurtekinna brota gegn alþjóðalögum. Brotin halda áfram, þau verða miskunnarlausari og breiða úr sér. Nú ásælist Trump Grænland og hefur gefið út að Bandaríkin munu eignast Grænland sama hvað. Þetta er bein afleiðing þess að alþjóðasamfélagið horfir framhjá glæpum þessara þjóða í Palestínu og víðar. Rússar munu aldrei finna sig knúna til að fara eftir alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri í Úkraínu ef það sama gildir ekki um glæpi og stríðsrekstur Bandaríkjanna og Ísraels. Þannig er aðgerðaleysi Íslands og annara Vesturlanda vegna þjóðarmorðsins á Gaza að hafa beinar afleiðingar á úkraínsku þjóðina, grænlensku þjóðina og á endanum mun það hafa beinar afleiðingar fyrir okkur. Tvískinnungur Vesturlanda kostar okkur öll öryggi. Hagsmunir Íslendinga og þjóðaröryggi okkar er samofið öryggi og frelsi Palestínsku þjóðarinnar. Við verðum að grípa til aðgerða og standa með Palestínu. Í liðinni viku kvikaði utanríkisráðherra hvergi undan stuðningi sínum við Úkraínu þrátt fyrir að þurfa að tala gegn Bandaríkjaforseta. Gildir það sama um Palestínu? Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Samkvæmt vopnahléssamkomulagi Ísraels og Hamas hefði annar hluti vopnahlés átt að hefjast 1. mars, sex vikum eftir að sá fyrsti hófst. Í þeim áfanga hefði Ísraelsher átt að yfirgefa Gazaströndina að fullu og fangaskipti Ísraels og Hamas að klárast. Síðustu sex vikur hefur Ísrael brotið þetta samkomulag ítrekað. Yfir hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir af ísraelska hernum. Einn Ísraelsmaður hefur verið drepinn, hann var myrtur af Ísraelsher. Neyðaraðstoð á Gaza hefur verið skert: þúsundir vörubíla með matvælum, hlýjum fatnaði og öðrum nauðsynjavörum hefur verið meinuð innkoma af Ísrael. Af þeim 200.000 tjöldum sem áttu að koma í kjölfar vopnahlés hafa aðeins um 10% þeirra komist inn á Gaza og ekkert af 60.000 gámahúsum sem lofað var. Aðeins nokkrar þungavinnuvélar hafa verið innfluttar, af þeim 200 sem var lofað til að hefja uppbyggingu, og til að grafa upp lík þeirra sem ennþá liggja undir húsarústunum. Afleiðingar þessa er að ungabörn frjósa nú til dauða á Gaza, enda vannærð og illa haldin eftir þjóðarmorð - börn sem hafa aldrei fengið að kynnast friði og frelsi á sinni stuttu ævi. Á sunnudaginn stöðvaði Ísrael allan innflutning á neyðaraðstoð inn á Gaza, og hefur jafnframt lokað á rafmagn og vatn til þess að kúga Gazabúa til uppgjafar. Sem hernámsaðila er Ísraelsríki skyldugt til að tryggja öryggi og velferð íbúa Gaza strandarinnar. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gaf úthandtökuskipanir á hendur Netanyahu og Yoav Gallant í nóvember 2024. Dómstóllinn sakar ráðamenn Ísraels um aðbeita hungri sem stríðsvopni gegn íbúum Gaza. Þann glæp fremur Ísrael nú opinberlega og án viðbragða íslenskra ráðamanna. Aðgerðir Ísraels brjóta einnig gegn tilskipunum Alþjóðadómstólsins, sem fyrirskipaði Ísrael að tryggja óheftan aðgang að neyðaraðstoð í bráðabirgðar úrskurði vegna kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði. Markmið Ísraels eru útrýming palestínsku þjóðarinnar - ekki örugg gíslaskipti Þjóðarmorð Ísraels bjargaði ekki lífum ísraelskra gísla. Þvert á móti myrti Ísraelsher eigin borgara sem og Palestínumenn í sprengjuárásum sínum. Ísraelsher skaut einnig þrjá gísla til bana eftir að þeir höfðu flúið og kallað á hjálp á hebresku. Það sem hefur tryggt öryggi ísraelskra gísla eru friðarviðræður og samkomulag um gíslaskipti milli Ísraels og Hamas. Í fimm daga vopnahléi í nóvember 2023 voru 150 palestínskir gíslar frelsaðir í skiptum fyrir 50 ísraelska gísla og með lokum annars fasa núverandi samkomulags myndu allir ísraelskir gíslar verða frelsaðir. Brot Ísraels á vopnahlés samningnum sýna skýrt að markmið Ísraels er ekki frelsun gísla. Áframhaldandi árásir Ísraelshers á Gaza og Vesturbakkann eru ekki til þess að auka öryggi Ísraels, heldur eru þær liður í þjóðarmorði og útrýmingu palestínsku þjóðarinnar. Trump hótar áframhaldandi þjóðarmorði Undanfarnar vikur hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, talað um að flytja ætti alla Palestínumenn burt af Gaza og að Bandaríkin ættu að taka yfir og eignast Gazaströndina. Þessum hugmyndum Trumps um stórfelldar þjóðernishreinsanir hefur verið ákaft fagnað af ísraelsku ráðafólki. Þau taka undir og benda á að þeirra her hefur sprengt Gaza til steinaldarinnar. Í fyrradag hótaði Trump að Hamas skyldi sleppa öllum gíslum annars myndu allir á Gaza deyja. Opinskátt hótar hann þjóðarmorði, glæpi gegn mannkyni, dauða saklausra borgara. Hamas hefur nú þegar samþykkt að sleppa öllum gíslum í öðrum fasa vopnahlésins, svo ekki er hægt að túlka orð Trumps með öðrum hætti en að Trump og Ísrael séu gagngert að eyðileggja vopnahlés samkomulagið til að geta hafið árásir af fullum þunga á ný. Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Ef við ætlum að tryggja sjálfstæði og fullveldi Íslands til frambúðar þá verður Ísland að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið. Það er staðreynd. Alþjóðalög verða að eiga við um alla, og það er siðferðisleg skylda okkar að standa með öllum þjóðum heimsins gegn hernaði, nýlendustefnu, þjóðernishreinsunum og ofbeldi. Við sjáum greinilega afleiðingar þess að Bandaríkin og Ísrael verða fyrir engum refsiaðgerðum frá alþjóðasamfélaginu vegna síendurtekinna brota gegn alþjóðalögum. Brotin halda áfram, þau verða miskunnarlausari og breiða úr sér. Nú ásælist Trump Grænland og hefur gefið út að Bandaríkin munu eignast Grænland sama hvað. Þetta er bein afleiðing þess að alþjóðasamfélagið horfir framhjá glæpum þessara þjóða í Palestínu og víðar. Rússar munu aldrei finna sig knúna til að fara eftir alþjóðalögum og láta af stríðsrekstri í Úkraínu ef það sama gildir ekki um glæpi og stríðsrekstur Bandaríkjanna og Ísraels. Þannig er aðgerðaleysi Íslands og annara Vesturlanda vegna þjóðarmorðsins á Gaza að hafa beinar afleiðingar á úkraínsku þjóðina, grænlensku þjóðina og á endanum mun það hafa beinar afleiðingar fyrir okkur. Tvískinnungur Vesturlanda kostar okkur öll öryggi. Hagsmunir Íslendinga og þjóðaröryggi okkar er samofið öryggi og frelsi Palestínsku þjóðarinnar. Við verðum að grípa til aðgerða og standa með Palestínu. Í liðinni viku kvikaði utanríkisráðherra hvergi undan stuðningi sínum við Úkraínu þrátt fyrir að þurfa að tala gegn Bandaríkjaforseta. Gildir það sama um Palestínu? Höfundur er stjórnarmeðlimur í Félaginu Ísland-Palestína.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar