Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 8. mars 2025 07:00 Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun