Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar 8. mars 2025 23:30 Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu. Undirritaður telur skynsamlegt að stofna íslenskt varnarlið með stöðu hers og til að efla greiningargetu á sviði öryggis- og varnarmála er nærtækast að stofna leyniþjónustu með getu til gagnnjósna. Slíkt virðist þó vera tabú í íslenskri umræðu, og þess í stað er iðulega talað um að efla Landhelgisgæsluna og lögregluna. Þótt það sé skynsamlegt út frá frumskyldu ríkisins um vernd borgaranna, þá orkar það tvímælis ef þessar stofnanir eiga að taka að sér hernaðarlegra hlutverk í meira mæli en nú og jafnvel að geta tekið þátt í vörnum landsins. Afleiðingar beinnar þátttöku í hernaði Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, eins og hann er settur fram í Genfarsamningunum frá 1949 og viðbótarbókunum frá 1977, geta lögreglusveitir (þar með talið íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan) við ákveðnar aðstæður tekið þátt í hernaðaraðgerðum, bæði alþjóðlegum og í innanlandsátökum. Slík aðkoma hefur þó alvarleg lagaleg áhrif, þar sem alþjóðlegur mannúðarréttur gerir skýran greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðandi aðilum (combatants). Venjulegir lögreglumenn teljast óbreyttir borgarar nema þeir séu formlega kallaðir í herinn eða taki beinan þátt í hernaðarátökum. Í slíkum tilfellum glata þeir réttarstöðu sinni sem óbreyttir borgarar og verða lögmæt skotmörk, rétt eins og hermenn. Þetta á sérstaklega við um lögreglusveitir sem gegna bæði borgaralegu og hernaðarlegu hlutverki, líkt og þjóðvarðlið í sumum ríkjum. Slíkar sveitir geta verið kallaðar til herþjónustu ef á reynir. Ef það er gert hvílir ákveðin tilkynningarskylda á ríki, sbr. 2. mgr. 43. gr. viðbótarbókunar I frá 1977. Ef Ísland myndi ákveða að fela lögreglunni eða Landhelgisgæslunni aukið hernaðarlegt hlutverk, gæti það því leitt til þess að starfsmenn þessara stofnana yrðu skotmörk í vopnuðum átökum. Lögmæt skotmörk í átökum Samkvæmt 51. gr. umræddrar viðbótarbókunar missa óbreyttir borgarar, þar á meðal lögreglumenn, vernd sína gegn árásum ef þeir taka beinan þátt í hernaði. Þetta getur falið í sér þátttöku í bardögum, upplýsingaöflun í þágu hers eða annan hernaðarlegan stuðning, hvort sem er fyrir innlent eða erlent herlið. Þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum njóta réttarstöðu stríðsfanga ef þeir eru teknir höndum og verða að fara eftir alþjóðlegum mannúðarrétti, þar á meðal þeim reglum sem gilda um hernað. Sama lögmál gildir um lögreglusveitir í staðbundnum vopnuðum átökum, eins og borgarastríðum, Í slíkum tilvikum gæti lögreglan verið talin stríðandi aðili og sætt sömu meðferð og hermenn af hálfu óvina. Heiðarleg umræða Ef Ísland vill efla eigin varnir í gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna, verður að útskýra mjög nákvæmlega hver hugmyndin með því er. Slík stefna kallar á skýra afmörkun hlutverka þessara stofnana og þarf að vera byggð á raunhæfu mati á því hvort þær geti sinnt auknu hernaðarlegu hlutverki og hvort það sé æskilegt. Ef markmiðið er að auka varnir gegn ytri ógnum, verður jafnframt að vera hægt að ræða af hreinskilni kosti og galla þess að stofna her. Það virðist hins vegar ríkja almenn hræðsla við slíka umræðu, eins og hugmyndin um íslenskan her sé svo ógnvænleg að hún komi ekki einu sinni til greina. Fyrir utan það að nokkurs misskilnings gætir hjá mörgum um hlutverk og starfsemi herja í nútímanum. Þessi viðhorf setja íslenska ráðamenn í erfiða stöðu. Þeir sem reyna að ræða þessi mál af yfirvegun eiga á hættu að verða atyrtir. Afleiðingin er sú að öryggismálin festast í óljósum málamiðlunum, þar sem stefna er mótuð án þess að viðurkenna raunverulega þörf eða mögulegar afleiðingar. Ef Ísland telur sig þurfa raunverulegan varnarviðbúnað, er ekkert rökrétt við að reyna að koma honum fyrir innan borgaralegra stofnana sem hafa allt annað hlutverk og njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Það er bæði heiðarlegra og skynsamlegra að taka þessa umræðu af festu og ræða kosti og galla þess að stofna her fremur en að forðast hana með ómarkvissum tilraunum til varnaruppbyggingar. Þegar á reynir, gæti komið í ljós að allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Bjarni Már Magnússon Lögreglan Landhelgisgæslan Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um varnar- og öryggismál orðið háværari, af ástæðum sem óþarfi er að rekja hér. Í því samhengi hefur verið rætt um hvernig Ísland geti styrkt eigin varnir. Utanríkisráðherra hefur ekki útilokað varanlega viðveru varnarliðs og vill efla innlenda greiningargetu. Undirritaður telur skynsamlegt að stofna íslenskt varnarlið með stöðu hers og til að efla greiningargetu á sviði öryggis- og varnarmála er nærtækast að stofna leyniþjónustu með getu til gagnnjósna. Slíkt virðist þó vera tabú í íslenskri umræðu, og þess í stað er iðulega talað um að efla Landhelgisgæsluna og lögregluna. Þótt það sé skynsamlegt út frá frumskyldu ríkisins um vernd borgaranna, þá orkar það tvímælis ef þessar stofnanir eiga að taka að sér hernaðarlegra hlutverk í meira mæli en nú og jafnvel að geta tekið þátt í vörnum landsins. Afleiðingar beinnar þátttöku í hernaði Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti, eins og hann er settur fram í Genfarsamningunum frá 1949 og viðbótarbókunum frá 1977, geta lögreglusveitir (þar með talið íslenska lögreglan og Landhelgisgæslan) við ákveðnar aðstæður tekið þátt í hernaðaraðgerðum, bæði alþjóðlegum og í innanlandsátökum. Slík aðkoma hefur þó alvarleg lagaleg áhrif, þar sem alþjóðlegur mannúðarréttur gerir skýran greinarmun á óbreyttum borgurum og stríðandi aðilum (combatants). Venjulegir lögreglumenn teljast óbreyttir borgarar nema þeir séu formlega kallaðir í herinn eða taki beinan þátt í hernaðarátökum. Í slíkum tilfellum glata þeir réttarstöðu sinni sem óbreyttir borgarar og verða lögmæt skotmörk, rétt eins og hermenn. Þetta á sérstaklega við um lögreglusveitir sem gegna bæði borgaralegu og hernaðarlegu hlutverki, líkt og þjóðvarðlið í sumum ríkjum. Slíkar sveitir geta verið kallaðar til herþjónustu ef á reynir. Ef það er gert hvílir ákveðin tilkynningarskylda á ríki, sbr. 2. mgr. 43. gr. viðbótarbókunar I frá 1977. Ef Ísland myndi ákveða að fela lögreglunni eða Landhelgisgæslunni aukið hernaðarlegt hlutverk, gæti það því leitt til þess að starfsmenn þessara stofnana yrðu skotmörk í vopnuðum átökum. Lögmæt skotmörk í átökum Samkvæmt 51. gr. umræddrar viðbótarbókunar missa óbreyttir borgarar, þar á meðal lögreglumenn, vernd sína gegn árásum ef þeir taka beinan þátt í hernaði. Þetta getur falið í sér þátttöku í bardögum, upplýsingaöflun í þágu hers eða annan hernaðarlegan stuðning, hvort sem er fyrir innlent eða erlent herlið. Þeir sem taka þátt í slíkum aðgerðum njóta réttarstöðu stríðsfanga ef þeir eru teknir höndum og verða að fara eftir alþjóðlegum mannúðarrétti, þar á meðal þeim reglum sem gilda um hernað. Sama lögmál gildir um lögreglusveitir í staðbundnum vopnuðum átökum, eins og borgarastríðum, Í slíkum tilvikum gæti lögreglan verið talin stríðandi aðili og sætt sömu meðferð og hermenn af hálfu óvina. Heiðarleg umræða Ef Ísland vill efla eigin varnir í gegnum Landhelgisgæsluna og lögregluna, verður að útskýra mjög nákvæmlega hver hugmyndin með því er. Slík stefna kallar á skýra afmörkun hlutverka þessara stofnana og þarf að vera byggð á raunhæfu mati á því hvort þær geti sinnt auknu hernaðarlegu hlutverki og hvort það sé æskilegt. Ef markmiðið er að auka varnir gegn ytri ógnum, verður jafnframt að vera hægt að ræða af hreinskilni kosti og galla þess að stofna her. Það virðist hins vegar ríkja almenn hræðsla við slíka umræðu, eins og hugmyndin um íslenskan her sé svo ógnvænleg að hún komi ekki einu sinni til greina. Fyrir utan það að nokkurs misskilnings gætir hjá mörgum um hlutverk og starfsemi herja í nútímanum. Þessi viðhorf setja íslenska ráðamenn í erfiða stöðu. Þeir sem reyna að ræða þessi mál af yfirvegun eiga á hættu að verða atyrtir. Afleiðingin er sú að öryggismálin festast í óljósum málamiðlunum, þar sem stefna er mótuð án þess að viðurkenna raunverulega þörf eða mögulegar afleiðingar. Ef Ísland telur sig þurfa raunverulegan varnarviðbúnað, er ekkert rökrétt við að reyna að koma honum fyrir innan borgaralegra stofnana sem hafa allt annað hlutverk og njóta sérstakrar verndar samkvæmt alþjóðlegum mannúðarrétti. Það er bæði heiðarlegra og skynsamlegra að taka þessa umræðu af festu og ræða kosti og galla þess að stofna her fremur en að forðast hana með ómarkvissum tilraunum til varnaruppbyggingar. Þegar á reynir, gæti komið í ljós að allt hálfkák reyndist okkur gagnslaust. Höfundur er prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun