Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar 9. mars 2025 20:32 Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Högni Elfar Gylfason Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið gengið á í fjölmiðlum hérlendis varðandi tollflokkun osta sem fluttir eru til landsins. Mörg orð úr ýmsum áttum hafa verið látin falla og oft á tíðum hefur sannleikurinn verið látinn víkja fyrir skoðunum og hagsmunum skrifara eða hagsmunaaðila að baki skrifunum. Undirritaður á það til að lesa fréttir og greinar sem skrifaðar eru um málefni íslenskrar matvælaframleiðslu, væntingar og áskoranir sem að greininni steðja. Á vegi mínum varð kraftmikill ritstjórnarpistill í Viðskiptablaðinu þar sem fram á ritvöllinn geystist andlitslaus pistlahöfundur undir dulnefninu Týr. Nafn pistla og greina eru oftast lýsandi fyrir innihald þeirra, en í þessu tilfelli var þó farin sú leið að snúa innihaldinu á hvolf, en fyrirsögnin gerð til að vekja upp hughrif hjá lesendum sem hentuðu fyrirframgefinni niðurstöðu skáldsins. Umræddur ritstjórnarpistill var nefndur “Sérhagsmunir Hönnu Katrínar” og ber hann öll merki pantaðra skrifa frá hagsmunaaðilum í innflutningi. Þannig er látið að því liggja að stjórnmálaflokkurinn Viðreisn sé fremur hlynntur innlendri framleiðslu en hagsmunum innflytjenda landbúnaðarvara þegar allir vita að því er öfugt farið. Hverjir aðrir en Viðreisn settu það fremst á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar að breyta tollflokkun mjólkurosts með örlitlu af íblandaðri pálmaolíu í þeim tilgangi að engir tollar yrðu lagðir á við innflutning þeirra? Auðvitað er fráleitt að 10% af innihaldi vöru breyti raunverulegu innihaldi og heiti hennar í þeim eina tilgangi að komast hjá umsömdum og eðlilegum tollum. Mjólkurostur með 10% íblandaðri pálmaolíu er ekki jurtaostur frekar en að lambalæri í jurtaolíukryddlegi sé jurtalæri. Ef svo væri gæti næsta krafan verið sú að allt kjöt af grasbítum yrði kallað jurtakjöt vegna þeirrar staðreyndar að grasbítar éta jú fyrst og fremst gras. Það þarf ekki hámenntaðan ritstjóra til að sjá það. Í skáldverkinu er því haldið fram að um sé að ræða sérhagsmuni Mjólkursamsölunnar. Þetta fyrirtæki bænda ber ábyrgð á söfnun og úrvinnslu allrar kúamjólkur í landinu og hefur ekkert um verðlag unninna vara þess að segja í mörgum tilfellum. MS er ekki rekið í því skyni að hámarka arðsemi til að geta greitt út háar arðgreiðslur til eigenda líkt og mörg einkafyrirtæki, enda getur hver sem er séð að þannig hefur reksturinn ekki verið. Sérhagsmunirnir í málinu liggja hjá innflytjanda umrædds mjólkurosts sem ekki kemst upp með að fara í kringum tollalög, bindandi álit Skattsins og margítrekaða dóma dómsstóla í málinu. Almannahagsmunir eru hinsvegar þeir að í landinu sé rekin blómleg framleiðsla matvæla eftir háum gæðastöðlum og um leið að sú framleiðsla sé ekki drepin niður vegna sérhagsmuna fáeinna innflytjenda. Ef sá sem skrifaði títtnefnda ævintýraskáldsögu í Viðskiptablaðinu hefði haft fyrir því að miða fremur við staðreyndir málsins en að snúa sannleikanum á hvolf í þágu innflytjanda mjólkurosts hefði trúverðugleiki hans ekki beðið þá hnekki sem nú blasa við líkt og opið beinbrot. Þá má bæta við að sóðaleg árás miðilsins á gæði íslenskrar framleiðslu osta ásamt myndbirtingu af viðbrenndri flatböku máli sínu til stuðnings ber ekki vott um mikinn sjálfsaga þegar geyst er fram á ritvöllinn með sinn vonda málstað. Fullyrðingar um að að íslenskir veitingamenn vilji ekki nota íslenskan ost vegna þess að hann sé myglaður, stökkur og þvíumlíkt er auðvitað ekki svaravert, enda þekkja allir íslendingar gæði íslenskra osta sem og annarra íslenskra landbúnaðarafurða. Þá má velta fyrir sér hver tilgangurinn sé með rangfærslum ritstjórnar Viðskiptablaðsins um að gengið sé gegn alþjóðasamningum og Evrópusambandinu með því að framfylgja gildandi og margstaðfestri tollflokkun umrædds pítsaosts. Það er von undirritaðs að pistlar og greinar í annars áhugaverðu og skemmtilegu Viðskiptablaði muni í framtíðinni byggjast meira á staðreyndum og minna á blindri hagsmunagæslu sérhagsmunaafla með möguleg ítök eða kunningsskap að baki. Það yki vegsemd og virðingu miðilsins sem væri vel. Höfundur er sauðfjárbóndi og varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun