Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 10. mars 2025 11:32 Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun