„Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar 11. mars 2025 07:48 Bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhanns Páls Jóhannssonar Þann 4.3. var haldinn fundur um orkumál á Hótel Reykjavík Natura, þar sem KPMG og Orkusalan kynntu vindorkuna. Þetta var lofsöngur um vindorkuver sem átti að hrífa alla með sér. Sérstaklega stjórnvöld, sem sýndu mikla hrifningu svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Engum efasemdarmönnum var boðið sæti við pallborðið. Í streymi af fundinum hlustaði ég á hvernig hraða ætti framkvæmdum, tryggja verðmætasköpun og efla samvinnu. Rætt var um sveigjanleika í orkusköpun og að skapa sátt um vindorkuna. Í salnum voru margir á vegum erlendra vindorkufyrirtækja sem hyggja sér gott til glóðarinnar. Þeir hanga víst allir á hurðarhún ráðherra til að ota sínum áformum áfram enda engu að tapa. Þessi fyrirtæki fá styrki frá EB til að setja upp vindorkuverin og eru svo á spena hjá ríkinu hvernig sem viðrar. Samkvæmt heimildum (sjá linka) fá fyrirtækin 43% af arði sínum úr vasa ríkisins, þ.e. skattborgurum, sem í staðinn fá dýra raforku. Vindorkuver er góð tekjulind fyrir fyrirtækin, sem flest eða öll eru með móðurfyrirtæki erlendis og borga litla eða enga skatta af því sem þeir þéna í landinu. Ráðherra sagðist vera staðráðinn í því að ýta burt hindrunum í vegi vindorkufyrirtækja og að algjör samstaða væri innan ríkistjórnarinnar um þessi mál. Það sem ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir er að meirihluti landsmanna er mótfallinn vindorkunni í þeirri mynd sem verið er að kynna hér og nú. Við í Mótvind Ísland, Orkunni okkar-baráttuhóp og Landvernd, ásamt samtökum í ferðaþjónustu og mörgum bændum, viljum stoppa þessi áform um vindtúrbínur á Íslandi. Það er ekki hægt að hleypa fjárfestum fram án þess að landsmenn sér sáttir og það erum við alls ekki. Ég hef heyrt svo oft þá staðhæfingu hve lítið almenningur viti um vindorku og þurfi að kynna sér hana betur. Það vill svo til að samtökin eru sérfróð á mörgum sviðum sem einmitt tengjast orkunýtingu og vindorku. Ég hjó eftir ýmsu á fundinum og sendi inn fyrirspurnir sem ekki var svarað. Reikna með að kunnáttan hafi ekki verið til staðar til að svara óþægilegum spurningum. Í pallborði var því haldið fram að í löndum Evrópu þar sem vindorka væri ríkjandi, væri verðið á raforku að lækka! Ég sendi inn fyrirspurn til að fá að vita hvaða land þetta gæti verið enda búin að fylgjast með orkukostnaði á meginlandinu og á Norðurlöndum í fjölda ára. Ekki var svarað. Þessi staðhæfing á sem sagt ekki við rök að styðjast. Önnur staðhæfing kom frá Bjarna Pálssyni sem sagði að rask á náttúru væri afturkræft þegar vindtúrbínur eru fjarlægðar. Hvað átti hann eiginlega við? Það er vitað mál að undirstöður mastranna eru ekki grafnar upp, vegakerfi uppi á heiði stendur eftir sem ör í náttúrunni og eiturefni sitja eftir í jarðlögum og grunnvatni. 1MW túrbína ásamt mastri og undirstöðum vegur 133 tonn. Þar af er epoxy um 4 tonn og Bisphenol A um 1,3 tonn á túrbínu. 20 möstur af minnstu gerð (1MW), vega því um 5127 tonn. Öllu þessu þarf að koma með tilheyrandi vegaframkvæmdum, skurðum og greftri í annars heillegri eða óspiltri náttúru. Jarðraskið hefur töluverð áhrif á losun C02 út í andrúmsloftið. Á meðan önnur Norðurlönd eru að vakna upp við vondan draum, eftir tilraunir með vindmyllur í mörg ár, og vara okkur við þá fer allt af stað hér á landi til að apa eftir mistökunum. Við erum á rangri braut. Mótstaða landsmanna í Noregi við vindorkuverin hefur aukist mikið síðustu ár. Í Svíþjóð hefur verið hætt við öll áform um ný vindorkuver. Þau borga sig ekki, eru of dýr og munu aldrei ná að endurgreiða lán frá ríkinu. Ástæðan fyrir umsnúningi á Norðurlöndum í þessum málum er margþætt: Óörugg og dýr raforkuframleiðsla (sjá glærur 1 og 2) Óvistvænir spaðar úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 15-20 ár Mikil hávaðamengun (sjá glærur 6 og 7) Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á allt vistkerfið Lækkandi verð á fasteignum í sveitarfélaginu (sjá glærur 6, 7 og 8) Dreifing á plastögnum, Bisphenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Breyting á staðbundnu veðurfari Uppblástur og landeyðing Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, leynt eignarhald Engin græn atvinnusköpun (sjá glæru 9) Flótti dýra á svæðum þar sem vindorkuver rísa (sjá glæru 7) Notkun frostlagar á spaða við ísingu Sveitarfélög sem hafa vindorkuver í bakgarðinum hafa misst tekjur vegna fólksflótta (Noregur og Svíþjóð). Svefntruflanir og heilsubrestur eru dæmi um kvilla sem hljótast af því að búa í nánd við vindorkuver og hljóðin berast margar mílur, eftir því hvernig vindurinn blæs. Sumir fá ekki lán á húsin sín ef vindorkuver er í sveitarfélaginu (sjá glæru). Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að að hámarki næst um 24% nýtni á landi (Noregur). Hámarksafköst spaðanna nást þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Varúðarbjöllur fóru að glymja þegar ég las skýrsluna „Leading edge erosion and pollution from wind turbines blades“, eftir A. Solberg, B.E. Rimereit og J.E. Weinbach frá Tækniháskólanum í Þrándheimi, gefin út 2021. Þessi skýrsla er opin á netinu og fróðleg fyrir ráðherra að kynna sér. Þar koma fram upplýsingar um tæringu á spöðum. Um 130 m langur spaði tærist við rigningu, ísingu, vind og frost. Blöðin eru þakin epoxy, sem er eitruð málning, og 33% efnis er Bisphenol A. Samkvæmt skýrslunni er 62 kílóum af plastögnum, sem innihalda m.a. bisphenol, dreift frá hverri túrbínu yfir stórt landflæmi á hverju ári (mælingar frá Vestur-Noregi). Bisphenol A drepur gróður, skordýr og fugla og sígur í jarðlögin og grunnvatnið með óafturkræfum afleiðingum. Beitihagar í margra kílómetra fjarlægð verða ónothæfir til beitar og heytöku. Íslenska lambið mun líklega missa sinn góða stimpil sem vistvæn afurð. Hvað gera bændur þá? Hver ber ábyrgðina? Það er mörgum spurningum ósvarað áður en nokkur sátt er í sjónmáli. Sænska ríkið stöðvar uppsetningu vindorkuvirkjana Sérfræðingur í hagfræði, Christian Steinbeck, kynnti „Vindkraftens gigantiske förluster“ fyrir sænska þinginu 23. janúar 2025. Ég leyfi mér að birta nokkrar glærur sem þar voru kynntar. Eins og fram kemur á fyrstu glærunni eykst kostnaðurinn með aukningu vindorkuvera. Það gleymist oft að það skiptir engu máli 20 eða 200 túrbínur eru á tilteknu svæði ef ekki blæs eða blæs of mikið. Kostnaðurinn fyrir íslensk stjórnvöld og almenning fer vaxandi í takt við virkjanir. Ríkið lánar peninga en fær þá aldrei endurgreidda þar sem vindkrafturinn borgar sig ekki (sjá glæru 1). Mörg vindorkufyrirtæki verða gjaldþrota og geta ekki borgað lánin. Enginn ber ábyrgð á að taka vindtúrbínurnar niður og hreinsa upp eftir gjaldþrotið (sjá glæru 2 og 3). Á glæru 4 kemur fram tap vegna vindorkuvera sem ekki hefur verið rætt um hér á landi. Þetta er kostnaður sem fellur á sveitarfélögin. Þetta eru sænskar tölur og þyrftum við að eiga sambærilega útreikninga hér á landi. Á glæru 5 er sýnd mynd þar sem spaðar túrbínanna standa kyrrir þótt vindur blási. Framleiðslan má nefnilega ekki fara yfir tiltekin mörk til að flutningskerfið hrynji ekki. Því er slökkt á kerfinu. Þegar við sjáum tölur um afkastagetu er það því miður aðeins fræðileg útkoma. Reynslan er allt önnur. Á glærum 6, 7 og 8 er fjallað um byggð nálægt vindorkuverum. Þar lækkar fasteignaverð umtalsvert. Fasteignir seljast ekki innan sveitarfélaga sem eru með vinorkuver í sýnilegri/heyranlegri fjarlægð. Bankar eru tregir að útvega húsnæðislán ef húsnæðið er í sveitarfélagi sem er með vindorkuver í bakgarðinum. Margir kvarta yfir svefnleysi og höfuðverk og íbúar neyðast til að flytja frá heimkynnum sínum. Þetta hefur áhrif á tekjur sveitarfélagsins. Kyrrlát náttúra og útivistarsvæði breytast í snauð hávaðasvæði með óvæntu ískasti á veturna. Það er þekkt í Noregi, Danmörku og Svíþjóð að dýr forðast hljóðin frá vindtúrbínunum (sjá glæru 7). Það hefur líka ruglað flug farfugla. Dýralífið hverfur, fuglasöngur þagnar, aðeins suðið í spöðunum berst inn í hús. Það kemur einnig fram að sveitarfélögin sjá eftir „grænum“ atvinnutækifærum þar sem engin þörf er á föstum mannafla að þjóna vindorkuverunum, þvert á staðhæfingar vindorkufyrirtækja (sjá glæru 8). Glæra 1 Glæra 2 Glæra 3 Glæra 4 Glæra 5 Glæra 6 Glæra 7 Glæra 8 Glæra 9 Spurningar til ráðherra Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við Tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á virkjunum. Hverjir og hvernig verður bændum bættur skaðinn af ónothæfri bújörð? Hver mun borga fyrir að „hreinsa upp“ eftir að vindorkuver eru úr sér gengin eða gjaldþrota? Hvar verða spaðarnir urðaðir? Hefur ráðherra kynnt sér hver borgar vegaframkvæmdirnar og undirstöðurnar undir möstrin? Gera sveitarfélögin sér grein fyrir að fasteignaverð mun lækka og flótti fólks úr sveitarfélaginu getur kostað miklar tekjur? Hefur KPMG reiknað rýrnun á spöðum miðað við aðstæður hér á landi, s.s. áhrif frosts, þýðu, rigningar, ísingar, sandfoks og vinds? Hvaða land í Evrópu er með lægra orkuverð vegna notkunar á vindorku? Að lokum langar mig til að minna ráðherra á að orka er mikilvægur innviður og ætti ekki að vera seld eins og hver önnur söluvara á markaði. Norðmenn eru svo sannarlega búnir að brenna sig á sveiflukenndu orkuverði og orkusmiti frá Evrópu eftir að þeir tengdust markaðinum þar. Flótti fyrirtækja frá Evrópu til Asíu og Bandaríkjanna er mikill. Eftir stendur Evrópa með hagrýrnun og ónothæfa orkustefnu. Við getum nýtt okkur neitunarvaldið sem fylgir orkupökkunum. Núna er tímabært að standa í lappirnar. Lesefni og áhorf fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Vindkraftens gigantiska förluster - Christian Steinbecks föredrag i Riksdagen Alternativet till kärnkraft: Så mycket kostar vindkraften egentligen Höfundur er meðlimur í Mótvind Ísland, Motvind Norge, Orkunni okkar – baráttuhópur og Lýðræðisflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Jóhanns Páls Jóhannssonar Þann 4.3. var haldinn fundur um orkumál á Hótel Reykjavík Natura, þar sem KPMG og Orkusalan kynntu vindorkuna. Þetta var lofsöngur um vindorkuver sem átti að hrífa alla með sér. Sérstaklega stjórnvöld, sem sýndu mikla hrifningu svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Engum efasemdarmönnum var boðið sæti við pallborðið. Í streymi af fundinum hlustaði ég á hvernig hraða ætti framkvæmdum, tryggja verðmætasköpun og efla samvinnu. Rætt var um sveigjanleika í orkusköpun og að skapa sátt um vindorkuna. Í salnum voru margir á vegum erlendra vindorkufyrirtækja sem hyggja sér gott til glóðarinnar. Þeir hanga víst allir á hurðarhún ráðherra til að ota sínum áformum áfram enda engu að tapa. Þessi fyrirtæki fá styrki frá EB til að setja upp vindorkuverin og eru svo á spena hjá ríkinu hvernig sem viðrar. Samkvæmt heimildum (sjá linka) fá fyrirtækin 43% af arði sínum úr vasa ríkisins, þ.e. skattborgurum, sem í staðinn fá dýra raforku. Vindorkuver er góð tekjulind fyrir fyrirtækin, sem flest eða öll eru með móðurfyrirtæki erlendis og borga litla eða enga skatta af því sem þeir þéna í landinu. Ráðherra sagðist vera staðráðinn í því að ýta burt hindrunum í vegi vindorkufyrirtækja og að algjör samstaða væri innan ríkistjórnarinnar um þessi mál. Það sem ríkisstjórnin gerir sér ekki grein fyrir er að meirihluti landsmanna er mótfallinn vindorkunni í þeirri mynd sem verið er að kynna hér og nú. Við í Mótvind Ísland, Orkunni okkar-baráttuhóp og Landvernd, ásamt samtökum í ferðaþjónustu og mörgum bændum, viljum stoppa þessi áform um vindtúrbínur á Íslandi. Það er ekki hægt að hleypa fjárfestum fram án þess að landsmenn sér sáttir og það erum við alls ekki. Ég hef heyrt svo oft þá staðhæfingu hve lítið almenningur viti um vindorku og þurfi að kynna sér hana betur. Það vill svo til að samtökin eru sérfróð á mörgum sviðum sem einmitt tengjast orkunýtingu og vindorku. Ég hjó eftir ýmsu á fundinum og sendi inn fyrirspurnir sem ekki var svarað. Reikna með að kunnáttan hafi ekki verið til staðar til að svara óþægilegum spurningum. Í pallborði var því haldið fram að í löndum Evrópu þar sem vindorka væri ríkjandi, væri verðið á raforku að lækka! Ég sendi inn fyrirspurn til að fá að vita hvaða land þetta gæti verið enda búin að fylgjast með orkukostnaði á meginlandinu og á Norðurlöndum í fjölda ára. Ekki var svarað. Þessi staðhæfing á sem sagt ekki við rök að styðjast. Önnur staðhæfing kom frá Bjarna Pálssyni sem sagði að rask á náttúru væri afturkræft þegar vindtúrbínur eru fjarlægðar. Hvað átti hann eiginlega við? Það er vitað mál að undirstöður mastranna eru ekki grafnar upp, vegakerfi uppi á heiði stendur eftir sem ör í náttúrunni og eiturefni sitja eftir í jarðlögum og grunnvatni. 1MW túrbína ásamt mastri og undirstöðum vegur 133 tonn. Þar af er epoxy um 4 tonn og Bisphenol A um 1,3 tonn á túrbínu. 20 möstur af minnstu gerð (1MW), vega því um 5127 tonn. Öllu þessu þarf að koma með tilheyrandi vegaframkvæmdum, skurðum og greftri í annars heillegri eða óspiltri náttúru. Jarðraskið hefur töluverð áhrif á losun C02 út í andrúmsloftið. Á meðan önnur Norðurlönd eru að vakna upp við vondan draum, eftir tilraunir með vindmyllur í mörg ár, og vara okkur við þá fer allt af stað hér á landi til að apa eftir mistökunum. Við erum á rangri braut. Mótstaða landsmanna í Noregi við vindorkuverin hefur aukist mikið síðustu ár. Í Svíþjóð hefur verið hætt við öll áform um ný vindorkuver. Þau borga sig ekki, eru of dýr og munu aldrei ná að endurgreiða lán frá ríkinu. Ástæðan fyrir umsnúningi á Norðurlöndum í þessum málum er margþætt: Óörugg og dýr raforkuframleiðsla (sjá glærur 1 og 2) Óvistvænir spaðar úr plastefni sem ekki er hægt að endurnýta Endingartími aðeins um 15-20 ár Mikil hávaðamengun (sjá glærur 6 og 7) Mikil sjónmengun Hafa neikvæð áhrif á allt vistkerfið Lækkandi verð á fasteignum í sveitarfélaginu (sjá glærur 6, 7 og 8) Dreifing á plastögnum, Bisphenol-A og PFAS efnum (s.s. flúor) yfir stórt svæði Breyting á staðbundnu veðurfari Uppblástur og landeyðing Erlend fyrirtæki, sem reynast vera skúffufyrirtæki í skattaskjólum, leynt eignarhald Engin græn atvinnusköpun (sjá glæru 9) Flótti dýra á svæðum þar sem vindorkuver rísa (sjá glæru 7) Notkun frostlagar á spaða við ísingu Sveitarfélög sem hafa vindorkuver í bakgarðinum hafa misst tekjur vegna fólksflótta (Noregur og Svíþjóð). Svefntruflanir og heilsubrestur eru dæmi um kvilla sem hljótast af því að búa í nánd við vindorkuver og hljóðin berast margar mílur, eftir því hvernig vindurinn blæs. Sumir fá ekki lán á húsin sín ef vindorkuver er í sveitarfélaginu (sjá glæru). Ísing, vindhraði, skemmdir o.fl. á spöðum leiða til þess að að hámarki næst um 24% nýtni á landi (Noregur). Hámarksafköst spaðanna nást þegar vindhraði er um 15 m/s. Ef vindhraði er undir 5 m/s eða yfir 20 m/s þá stoppa spaðarnir. Varúðarbjöllur fóru að glymja þegar ég las skýrsluna „Leading edge erosion and pollution from wind turbines blades“, eftir A. Solberg, B.E. Rimereit og J.E. Weinbach frá Tækniháskólanum í Þrándheimi, gefin út 2021. Þessi skýrsla er opin á netinu og fróðleg fyrir ráðherra að kynna sér. Þar koma fram upplýsingar um tæringu á spöðum. Um 130 m langur spaði tærist við rigningu, ísingu, vind og frost. Blöðin eru þakin epoxy, sem er eitruð málning, og 33% efnis er Bisphenol A. Samkvæmt skýrslunni er 62 kílóum af plastögnum, sem innihalda m.a. bisphenol, dreift frá hverri túrbínu yfir stórt landflæmi á hverju ári (mælingar frá Vestur-Noregi). Bisphenol A drepur gróður, skordýr og fugla og sígur í jarðlögin og grunnvatnið með óafturkræfum afleiðingum. Beitihagar í margra kílómetra fjarlægð verða ónothæfir til beitar og heytöku. Íslenska lambið mun líklega missa sinn góða stimpil sem vistvæn afurð. Hvað gera bændur þá? Hver ber ábyrgðina? Það er mörgum spurningum ósvarað áður en nokkur sátt er í sjónmáli. Sænska ríkið stöðvar uppsetningu vindorkuvirkjana Sérfræðingur í hagfræði, Christian Steinbeck, kynnti „Vindkraftens gigantiske förluster“ fyrir sænska þinginu 23. janúar 2025. Ég leyfi mér að birta nokkrar glærur sem þar voru kynntar. Eins og fram kemur á fyrstu glærunni eykst kostnaðurinn með aukningu vindorkuvera. Það gleymist oft að það skiptir engu máli 20 eða 200 túrbínur eru á tilteknu svæði ef ekki blæs eða blæs of mikið. Kostnaðurinn fyrir íslensk stjórnvöld og almenning fer vaxandi í takt við virkjanir. Ríkið lánar peninga en fær þá aldrei endurgreidda þar sem vindkrafturinn borgar sig ekki (sjá glæru 1). Mörg vindorkufyrirtæki verða gjaldþrota og geta ekki borgað lánin. Enginn ber ábyrgð á að taka vindtúrbínurnar niður og hreinsa upp eftir gjaldþrotið (sjá glæru 2 og 3). Á glæru 4 kemur fram tap vegna vindorkuvera sem ekki hefur verið rætt um hér á landi. Þetta er kostnaður sem fellur á sveitarfélögin. Þetta eru sænskar tölur og þyrftum við að eiga sambærilega útreikninga hér á landi. Á glæru 5 er sýnd mynd þar sem spaðar túrbínanna standa kyrrir þótt vindur blási. Framleiðslan má nefnilega ekki fara yfir tiltekin mörk til að flutningskerfið hrynji ekki. Því er slökkt á kerfinu. Þegar við sjáum tölur um afkastagetu er það því miður aðeins fræðileg útkoma. Reynslan er allt önnur. Á glærum 6, 7 og 8 er fjallað um byggð nálægt vindorkuverum. Þar lækkar fasteignaverð umtalsvert. Fasteignir seljast ekki innan sveitarfélaga sem eru með vinorkuver í sýnilegri/heyranlegri fjarlægð. Bankar eru tregir að útvega húsnæðislán ef húsnæðið er í sveitarfélagi sem er með vindorkuver í bakgarðinum. Margir kvarta yfir svefnleysi og höfuðverk og íbúar neyðast til að flytja frá heimkynnum sínum. Þetta hefur áhrif á tekjur sveitarfélagsins. Kyrrlát náttúra og útivistarsvæði breytast í snauð hávaðasvæði með óvæntu ískasti á veturna. Það er þekkt í Noregi, Danmörku og Svíþjóð að dýr forðast hljóðin frá vindtúrbínunum (sjá glæru 7). Það hefur líka ruglað flug farfugla. Dýralífið hverfur, fuglasöngur þagnar, aðeins suðið í spöðunum berst inn í hús. Það kemur einnig fram að sveitarfélögin sjá eftir „grænum“ atvinnutækifærum þar sem engin þörf er á föstum mannafla að þjóna vindorkuverunum, þvert á staðhæfingar vindorkufyrirtækja (sjá glæru 8). Glæra 1 Glæra 2 Glæra 3 Glæra 4 Glæra 5 Glæra 6 Glæra 7 Glæra 8 Glæra 9 Spurningar til ráðherra Hvers vegna er ekki verið að bæta gömlu vatnstúrbínurnar? Það er þegar búið að beisla vatnsaflið svo kosturinn ætti frekar að vera að uppfæra vatnsaflsvirkjanir. Vísindamenn við Tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU) og Aker Solution Hydropower benda á að það er auðvelt að auka nýtingu eldri vatnsaflsvirkjana þar í landi um 10-15 TWh pr. virkjun án stórvægilegra breytinga á virkjunum. Hverjir og hvernig verður bændum bættur skaðinn af ónothæfri bújörð? Hver mun borga fyrir að „hreinsa upp“ eftir að vindorkuver eru úr sér gengin eða gjaldþrota? Hvar verða spaðarnir urðaðir? Hefur ráðherra kynnt sér hver borgar vegaframkvæmdirnar og undirstöðurnar undir möstrin? Gera sveitarfélögin sér grein fyrir að fasteignaverð mun lækka og flótti fólks úr sveitarfélaginu getur kostað miklar tekjur? Hefur KPMG reiknað rýrnun á spöðum miðað við aðstæður hér á landi, s.s. áhrif frosts, þýðu, rigningar, ísingar, sandfoks og vinds? Hvaða land í Evrópu er með lægra orkuverð vegna notkunar á vindorku? Að lokum langar mig til að minna ráðherra á að orka er mikilvægur innviður og ætti ekki að vera seld eins og hver önnur söluvara á markaði. Norðmenn eru svo sannarlega búnir að brenna sig á sveiflukenndu orkuverði og orkusmiti frá Evrópu eftir að þeir tengdust markaðinum þar. Flótti fyrirtækja frá Evrópu til Asíu og Bandaríkjanna er mikill. Eftir stendur Evrópa með hagrýrnun og ónothæfa orkustefnu. Við getum nýtt okkur neitunarvaldið sem fylgir orkupökkunum. Núna er tímabært að standa í lappirnar. Lesefni og áhorf fyrir áhugasama: Hvorfor skjer det ikke noe med vannkraften? (aftenbladet.no) Nödslakt på grund av vindkraft? – Falköpings Tidning (falkopingstidning.se) Havvind, Energipolitikk | Flere må få opp øynene for hvor forferdelig dårlig idé denne satsingen er (nettavisen.no) Vindkraftens gigantiska förluster - Christian Steinbecks föredrag i Riksdagen Alternativet till kärnkraft: Så mycket kostar vindkraften egentligen Höfundur er meðlimur í Mótvind Ísland, Motvind Norge, Orkunni okkar – baráttuhópur og Lýðræðisflokknum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun