Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar 20. mars 2025 08:01 Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. mars, er Alþjóðlegi hamingjudagurinn haldinn hátíðlegur. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu daginn árið 2012 til að minna á mikilvægi hamingju og vellíðanar í lífi fólks um allan heim og hvetja til aðgerða sem stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu. Máttur góðverka Góðverk eru einföld en áhrifarík leið til að stuðla að jákvæðum breytingum. Smávægilegar og hugulsamar athafnir geta lyft anda annarra og skapað bylgju jákvæðni í kringum okkur. Góðverk minna okkur á mikilvægi samkenndar og mannlegra tengsla – jafnvel lítil góðverk geta haft mikil áhrif. Rannsóknir hafa sýnt að bæði það að framkvæma og verða vitni að góðverki hefur djúpstæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. Góðverk geta aukið hamingju, dregið úr streitu og haft jákvæð áhrif á hjartaheilsu með því að lækka blóðþrýsting og auka losun vellíðanarhormóna eins og oxýtósíns. En áhrifin ná enn lengra. Góðverk efla félagsleg tengsl, auka samkennd og styrkja samfélagskennd. Þegar við sýnum góðvild gagnvart öðrum vekjum við ekki aðeins gleði hjá þeim sem njóta góðverksins heldur getur það hvatt þá til að endurgjalda góðmennskuna. Þetta kemur vel fram í meðfylgjandi myndbandi, Pay it forward, þar sem einfalt góðverk leiðir af sér keðjuverkun af hjálpsemi og samstöðu. Á sama hátt getur eitt lítið góðverk frá okkur haft áhrif langt út fyrir þann sem það beinist að og stuðlað að hlýrra, hjálpsamara og samheldnara samfélagi. Sköpum góðverkabylgju á hamingjudeginum Á þessum hamingjudegi vil ég hvetja þig til að hefja keðju góðverka með því að framkvæma að minnsta kosti eitt handahófskennt góðverk—hvort sem það er fyrir ástvin eða ókunnuga manneskju. Til að veita þér innblástur er hér listi af einföldum en kraftmiklum góðverkum sem geta dreift gleði og jákvæðni: Skrifaðu hjartnæmt bréf til kennara, vinar eða fjölskyldumeðlims. Tíndu rusl í almenningsgarði eða í götunni þinni. Leyfðu einhverjum að fara á undan þér í biðröð. Bjóddu þig fram til að sinna erindum fyrir vin eða fjölskyldumeðlim. Gefðu ókunnugum hrós fyrir fatnað, bros eða jákvæða orku. Hjálpaðu einhverjum að bera innkaupapokana út í bíl. Bjóddu nágranna að vökva blómin á meðan hann er í burtu. Skrifaðu jákvæða umsögn um fyrirtæki eða þjónustu sem þú hefur notið góðs af. Bjóddu ferðamönnum að taka hópmynd fyrir þá. Deildu fallegri tilvitnun eða skilaboðum á samfélagsmiðlum. Gefðu tíma þinn til góðgerðarstarfs eða samfélagsverkefnis. Hjálpaðu vinnufélaga óumbeðið. Verðu tíma með einhverjum sem gæti fundið fyrir einmanaleika, t.d. öldruðum nágranna. Skrifaðu bréf með jákvæðum og hvatningarorðum til einhvers. Gefðu bækur, föt eða leikföng til góðgerðarsamtaka. Styrktu góðgerðarsöfnun eða hlaupara sem tekur þátt í góðgerðarhlaupi. Taktu þátt í fjáröflunarherferð fyrir gott málefni. Keyptu litla, hugulsama gjöf handa vini eða vinnufélaga, „bara af því.“ Mundu að það skiptir ekki máli hvort góðverkið er stórt eða lítið—öll góðverk skipta máli og geta skapað keðjuverkum af jákvæðni í samfélaginu. Hvaða góðverk ætlar þú að framkvæma í dag? Höfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun