Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar 18. mars 2025 09:31 „...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Innflytjendamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„...ég hef sjálf gengið í gegnum rasisma og það er bara mjög óþægilegt og ógeðslegt. Mér finnst að það eigi að koma fram við öll börn alveg eins, sama hvaðan þau koma.“ Þetta er hluti af svari unglingsstúlku við spurningunni „hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli?“ Haustið 2024 auglýsti Reykjavíkurborg eftir ungmennum af erlendum uppruna sem vildu verða leiðtogar framtíðarinnar. Verkefnið kallaðist Ungir leiðtogar og hlaut styrk frá Evrópuráðinu. Hugmyndin fólst í því að skapa vettvang fyrir nokkra áhugasama krakka til hittast vikulega, læra um mannréttindi og lýðræði og öðlast aukið sjálfstraust. Við báðum unglingana um að svara því hvers vegna skoðanir þeirra skipta máli. Svörin voru jafn ólík og krakkarnir sjálfir, en eitt voru þau öll sammála um: börn og unglingar af erlendum uppruna mæta miklum fordómum og við verðum öll að leggjast á eitt til að bregðast við því. Yfir 20% íbúa í Reykjavík eru af erlendum uppruna. Fjölmenningarlegt samfélag kallar á breyttar áherslur, m.a. í skólakerfinu og í skipulögðu frístundastarfi. Ungu leiðtogarnir okkar eru mjög fjölbreyttur hópur. Sum þeirra hafa aðeins búið á Íslandi í nokkra mánuði á meðan önnur eru fædd hér á landi en eiga foreldra sem komu hingað sem innflytjendur fyrir að verða tveimur áratugum síðan. Þrátt fyrir að hafa alist upp á Íslandi upplifa þau sig oft utanveltu. Þau mæta öðrum áskorunum í daglegu lífi en jafnaldrar þeirra sem eiga ekki annað móðurmál, siði og menningu. Ungmenni af erlendum uppruna eru stór partur af íslensku samfélagi. Þau búa yfir fjölbreyttum hæfileikum og frjóu hugmyndaflugi, en þurfa tækifæri til að láta ljós sitt skína, líkt og öll börn. Ein þeirra fjölmörgu hugmynda sem komu upp á fundum hópsins var að árlega verði haldin mannréttindavika í grunnskólum borgarinnar þar sem nemendur kynnist alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og læri um fordóma og hatursorðræðu. Það er mikilvægt að hafa þennan hóp með í ráðum og hvetja þau til að tjá sig um málefni sem þau snerta. Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti er 21. mars og hefur vikan í kringum daginn verið nefnd Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti. Í þessari viku koma þúsundir manns saman víða um álfuna og sameinast í baráttunni gegn kynþáttafordómum. Við erum að upplifa ákveðið bakslag í réttindabaráttunni hér á landi líkt og víða í heiminum. Nú er því kjörið tækifæri til að minna öll á að taka afstöðu gegn fordómum. Höfundur er lögfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Greinin er birt í tilefni af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar