Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 18. mars 2025 12:00 Það er ótalmargt heillandi við níunda áratuginn og litagleðina sem honum fylgdi. Við sjáum enn áhrifin af tónlistinni og tískunni. Oft minnir hann okkur á tíma gleði og áhyggjuleysis. En þessum áratug fylgja líka staðreyndir sem okkur þykja jafnvel óhugsandi í dag. Hætturnar voru nefnilega miklu fleiri en eldfimt hár í nálægð við reykingar. Þegar VÍS réð forvarnafulltrúa til starfa fyrst tryggingarfélaga á Íslandi um miðjan níunda áratuginn mátti sjá auglýsingar þar sem foreldrar voru minntir á að tæma öskubakka um helgar vegna þess að þá daga voru eitranir hjá börnum algengastar. Árið 1985 sýndi könnun að 79% barna voru laus í bílum og talan var enn 30% árið 1994 þegar VÍS hóf að bjóða útleigu á barnabílstólum. Þegar þeirri þjónustu var hætt 25 árum síðar heyrði slíkt til undantekninga. Það sem þótti eðlilegt þá þykir galið í dag Forvarnir eru sjaldnast vinsælasta umræðuefnið í fermingarveislum og sumum finnst þær jafnvel óþarfar. Þannig var það t.a.m. með bílbeltanotkun þegar hún var gerð að skyldu fyrir rúmum 40 árum. Sumum þóttu bílbeltin óþörf, óþægileg og tímaþjófur. Einhverjir voru á því að þau gerðu lítið gagn og gætu jafnvel verið hættuleg ef fólk væri lengur að forða sér úr bílnum. Tölfræðin sýnir okkur að alvarlegum slysum og dauðsföllum fækkaði með tilkomu bílbeltaskyldunnar. Forvarnir hafa nefnilega þann eiginleika að eftir á erum við oftast þakklát og gætum ekki hugsað okkur hlutina öðruvísi, jafnvel þótt breytingarnar hafi ekki geðjast öllum á sínum tíma. Forvarnir spara samfélaginu mikið Það er þess vegna verulega ánægjulegt að sjá hvað við sem samfélag höfum stigið mörg skref fram á við í átt að auknu öryggi. Dæmin eru ótalmörg; notkun barnabílstóla, bílbelta, hjálma á vinnustöðum, hjálma barna á reiðhjólum, reykingar í almenningsrýmum og svo má endalaust telja. Allt eru þetta hlutir sem þykja algjörlega sjálfsagðir í dag og engum dettur í hug að snúa til baka. Nýjar áskoranir verða hins vegar til nánast á hverjum degi og við viljum stíga jöfn skref í átt að bættu öryggi. Við viljum öll að við sjálf og ástvinir okkar komum heil heim að degi loknum. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að fækka slysum og óhöppum. Sýnt hefur verið fram á að hver króna sem sett er í forvarnir getur skilað sér allt að áttfalt til baka í samfélagslegum sparnaði. Slys sem hægt er að koma í veg fyrir geta haft gríðarlegan kostnað í för með sér. Undanfarinn áratug höfum við t.a.m. séð alvarlega bruna verða þegar verið er að leggja þakpappa. Skemmst er að minnast brunans í Kringlunni sem varð á síðasta ári og truflaði starfsemi fjölda verslana vikum og mánuðum saman. Þar urðu blessunarlega ekki slys á fólki en tjón geta engu að síður haft veruleg áhrif á líf fólks. Í kjölfarið hefur orðið umræða um að bæta þjálfun og upplýsingagjöf vegna slíkrar vinnu en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setti á síðasta ári, með aðstoð starfshóps sem innihélt fulltrúa helstu hagsmunaaðila, af stað vinnu við gerð svokallaðs Rb blaðs með leiðbeiningum vegna lagningu þakpappa. Vegna mikilla umsvifa í mannvirkjagerð, flutningum og samgöngum hefur störfum í þessum greinum fjölgað verulega. Slysatíðni virðist um leið fara hækkandi við þessi störf. Þarna er rík ástæða til að staldra við og skoða ástæðurnar. Stofnun Öryggisskóla iðnaðarins er mikilvægt skref til að bregðast við þessu og sýnir að stöðugt þarf að vera vakandi yfir því hvar aukinna forvarna er þörf. Færri rafskútuslys með hjálp forvarna Annað dæmi um nýjar áskoranir eru svo slys á rafskútum sem hafa orðið til sem alveg ný vá á fáum árum. Samgöngustofa var í samstarfi við VÍS fyrir herferð þar sem vakin var athygli á hættunni á óvarlegri notkun rafhlaupahjóla árin 2023 og ’24 undir yfirskriftinni „Ekki skúta upp á bak”. Með árveknisátaki, aukinni umræðu og strangari reglum hefur tekist að snúa þróuninni við. Slysum hefur fækkað um 26% milli ára og alvarlegum slysum um 35%. Tölur sýna sömuleiðis að mun færri stíga upp á rafskútur undir áhrifum. Þetta skiptir verulegu máli því þarna á bak við tölfræðina er fólk og við megum aldrei gleyma því. Forvarnaráðstefna VÍS haldin í 15. sinn Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin nk. fimmtudag, þann 20. mars kl. 13-16 í Hörpu. Þetta er í 15. sinn sem ráðstefnan er haldin en á henni hafa öryggismál fyrirtækja verið rædd frá ýmsum hliðum í gegnum árin. Þar á sér stað samtal sem hefur hjálpað fjölda fyrirtækja að auka öryggi starfsmanna og viðskiptavina og koma þannig í veg fyrir slys og tjón. Við hvetjum öll sem brenna fyrir öryggismálum að skrá sig, gefa sér tíma til að mæta og hlusta á erindi um mikilvægi þess að vinna að öryggi alla daga, hvernig við náum öllum um borð á öryggisvagninn og hvernig mæta má því óvænta í lífi og störfum á vinnustöðum landsins. Ég hvet okkur líka öll til að gefa forvörnum gaum þegar þær ber á góma. Þær geta jafnvel bjargað einhverjum sem okkur þykir vænt um. Höfundur er forstjóri VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Slysavarnir Börn og uppeldi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er ótalmargt heillandi við níunda áratuginn og litagleðina sem honum fylgdi. Við sjáum enn áhrifin af tónlistinni og tískunni. Oft minnir hann okkur á tíma gleði og áhyggjuleysis. En þessum áratug fylgja líka staðreyndir sem okkur þykja jafnvel óhugsandi í dag. Hætturnar voru nefnilega miklu fleiri en eldfimt hár í nálægð við reykingar. Þegar VÍS réð forvarnafulltrúa til starfa fyrst tryggingarfélaga á Íslandi um miðjan níunda áratuginn mátti sjá auglýsingar þar sem foreldrar voru minntir á að tæma öskubakka um helgar vegna þess að þá daga voru eitranir hjá börnum algengastar. Árið 1985 sýndi könnun að 79% barna voru laus í bílum og talan var enn 30% árið 1994 þegar VÍS hóf að bjóða útleigu á barnabílstólum. Þegar þeirri þjónustu var hætt 25 árum síðar heyrði slíkt til undantekninga. Það sem þótti eðlilegt þá þykir galið í dag Forvarnir eru sjaldnast vinsælasta umræðuefnið í fermingarveislum og sumum finnst þær jafnvel óþarfar. Þannig var það t.a.m. með bílbeltanotkun þegar hún var gerð að skyldu fyrir rúmum 40 árum. Sumum þóttu bílbeltin óþörf, óþægileg og tímaþjófur. Einhverjir voru á því að þau gerðu lítið gagn og gætu jafnvel verið hættuleg ef fólk væri lengur að forða sér úr bílnum. Tölfræðin sýnir okkur að alvarlegum slysum og dauðsföllum fækkaði með tilkomu bílbeltaskyldunnar. Forvarnir hafa nefnilega þann eiginleika að eftir á erum við oftast þakklát og gætum ekki hugsað okkur hlutina öðruvísi, jafnvel þótt breytingarnar hafi ekki geðjast öllum á sínum tíma. Forvarnir spara samfélaginu mikið Það er þess vegna verulega ánægjulegt að sjá hvað við sem samfélag höfum stigið mörg skref fram á við í átt að auknu öryggi. Dæmin eru ótalmörg; notkun barnabílstóla, bílbelta, hjálma á vinnustöðum, hjálma barna á reiðhjólum, reykingar í almenningsrýmum og svo má endalaust telja. Allt eru þetta hlutir sem þykja algjörlega sjálfsagðir í dag og engum dettur í hug að snúa til baka. Nýjar áskoranir verða hins vegar til nánast á hverjum degi og við viljum stíga jöfn skref í átt að bættu öryggi. Við viljum öll að við sjálf og ástvinir okkar komum heil heim að degi loknum. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar allra að fækka slysum og óhöppum. Sýnt hefur verið fram á að hver króna sem sett er í forvarnir getur skilað sér allt að áttfalt til baka í samfélagslegum sparnaði. Slys sem hægt er að koma í veg fyrir geta haft gríðarlegan kostnað í för með sér. Undanfarinn áratug höfum við t.a.m. séð alvarlega bruna verða þegar verið er að leggja þakpappa. Skemmst er að minnast brunans í Kringlunni sem varð á síðasta ári og truflaði starfsemi fjölda verslana vikum og mánuðum saman. Þar urðu blessunarlega ekki slys á fólki en tjón geta engu að síður haft veruleg áhrif á líf fólks. Í kjölfarið hefur orðið umræða um að bæta þjálfun og upplýsingagjöf vegna slíkrar vinnu en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun setti á síðasta ári, með aðstoð starfshóps sem innihélt fulltrúa helstu hagsmunaaðila, af stað vinnu við gerð svokallaðs Rb blaðs með leiðbeiningum vegna lagningu þakpappa. Vegna mikilla umsvifa í mannvirkjagerð, flutningum og samgöngum hefur störfum í þessum greinum fjölgað verulega. Slysatíðni virðist um leið fara hækkandi við þessi störf. Þarna er rík ástæða til að staldra við og skoða ástæðurnar. Stofnun Öryggisskóla iðnaðarins er mikilvægt skref til að bregðast við þessu og sýnir að stöðugt þarf að vera vakandi yfir því hvar aukinna forvarna er þörf. Færri rafskútuslys með hjálp forvarna Annað dæmi um nýjar áskoranir eru svo slys á rafskútum sem hafa orðið til sem alveg ný vá á fáum árum. Samgöngustofa var í samstarfi við VÍS fyrir herferð þar sem vakin var athygli á hættunni á óvarlegri notkun rafhlaupahjóla árin 2023 og ’24 undir yfirskriftinni „Ekki skúta upp á bak”. Með árveknisátaki, aukinni umræðu og strangari reglum hefur tekist að snúa þróuninni við. Slysum hefur fækkað um 26% milli ára og alvarlegum slysum um 35%. Tölur sýna sömuleiðis að mun færri stíga upp á rafskútur undir áhrifum. Þetta skiptir verulegu máli því þarna á bak við tölfræðina er fólk og við megum aldrei gleyma því. Forvarnaráðstefna VÍS haldin í 15. sinn Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin nk. fimmtudag, þann 20. mars kl. 13-16 í Hörpu. Þetta er í 15. sinn sem ráðstefnan er haldin en á henni hafa öryggismál fyrirtækja verið rædd frá ýmsum hliðum í gegnum árin. Þar á sér stað samtal sem hefur hjálpað fjölda fyrirtækja að auka öryggi starfsmanna og viðskiptavina og koma þannig í veg fyrir slys og tjón. Við hvetjum öll sem brenna fyrir öryggismálum að skrá sig, gefa sér tíma til að mæta og hlusta á erindi um mikilvægi þess að vinna að öryggi alla daga, hvernig við náum öllum um borð á öryggisvagninn og hvernig mæta má því óvænta í lífi og störfum á vinnustöðum landsins. Ég hvet okkur líka öll til að gefa forvörnum gaum þegar þær ber á góma. Þær geta jafnvel bjargað einhverjum sem okkur þykir vænt um. Höfundur er forstjóri VÍS.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar