Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2025 16:01 Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar