Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar 18. mars 2025 16:01 Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er faraldur sem læðist hljóðlega um samfélagið okkar, líkt og veirufaraldur sem smitast á milli kynslóða, heimila, skóla og vinnustaða. Það er ekki aðeins líkamlegur skaði sem verður til heldur hafa áhrifin djúpstæðar afleiðingar á andlega heilsu, sjálfsmynd og félagsleg tengsl þeirra sem verða fyrir því og jafnvel þeirra sem verða vitni að því. Eru börnin okkar ekki merkilegri en þetta? Við þurfum samfélag sem stendur saman, ber ábyrgð og neitar að líta í hina áttina þegar ofbeldi á sér stað. Á Íslandi er staðan orðið grafalvarleg. Við heyrum fréttir að ofbeldi er að stigmagnast meðal ungmenna, með skelfilegum afleiðingum og átök á götum úti, í skólum og í nánum samböndum. Þrátt fyrir að samfélagið okkar sé lítið, hefur það ekki tekist að halda þessum faraldri í skefjum. Það er óásættanlegt að stjórnvöld setji aðeins plástra á blæðandi sár þegar hægt væri að fyrirbyggja mörg þeirra. Viðbrögð eftir harmleik duga ekki ein og sér, við verðum að grípa inn í áður en skaðinn er skeður. Lausnirnar liggja ekki eingöngu í refsingum og harðari lögum, heldur í því að styrkja samfélagið okkar innan frá, setja meira fjármagn og finna lausnir: Markviss kennsla í samskiptahæfni og tilfinningastjórnun frá unga aldri. Virkt forvarnastarf í skólum og frístundastarfi, með þátttöku allrar fjölskyldunnar. Aukið aðgengi að sálfræðiaðstoð og stuðningskerfum fyrir börn, ungmenni og foreldra. Samfélagsátak þar sem við tökum öll höndum saman gegn ofbeldi, líkt og við gerðum þegar COVID-19 skall á. Hversu snemma getum við byrjað forvarnir? Forvarnir eiga að hefjast um leið og barn fæðist. Við verðum að horfa til framtíðar og tryggja að foreldrar fái nauðsynlega fræðslu og stuðning strax frá upphafi. Það þarf að vera skipulagt ferli sem tryggir: Námskeið fyrir verðandi og nýja foreldra um uppeldi, mörk og samskipti. Kerfisbundið utanumhald og eftirfylgni fyrir fjölskyldur sem þurfa aukinn stuðning. Aukin fræðsla, menntun fagstétta á háskólastigi fyrir alla sem starfa með fólki Stuðningur við kennara og skólastjórnendur til að styðja börn og fjölskyldur sem glíma við áskoranir. Sumir foreldrar þurfa meiri aðstoð við uppeldið og sumir skólar þurfa einnig að fá aukna aðstoð til að tryggja betra umhverfi fyrir börnin. Það má ekki vera tilviljunarkennt hvaða börn fá stuðning, við verðum að tryggja að öll börn fái jöfn tækifæri til að alast upp við öryggi og kærleika. Börn kalla eftir betri samskiptum til dæmis þau sem þekkja Lausnahringinn. Fyrir mörgum árum starfaði ég með börnum í leikskóla, þau ákváðu að búa til sínar eigin reglur í samskiptum (Lausnahringinn). Hann hefur síðan þá verið í mótun meðal barna og fullorðinna í mörgum leik- og grunnskólum. Börn og kennarar finna hvað það hjálpar að hafa sömu reglurnar til að setja og virða mörk í samskiptum. Börnin kalla eftir betri samskiptum alls staðar, með vinum sínu, heima fyrir, í skólanum, í íþróttum og í samfélaginu. Þau segja frá því sem þau upplifa, hver það er sem gleymir að „stjórna sér“ og eða „öskrar“ það er alveg saman hver það er. Lausnahringurinn er rammi sem kennir og þjálfar okkur að læra samskipti, þar sem fullorðnir móta fræðsluna út frá þeim aldri sem börnin eru hverju sinni, hann gengur út á að setja og virða mörk annarra og finna leiðir til að leysa ágreining án ofbeldis. Hættulegt að taka lögin í sínar hendur. Heyrst hefur að fólk og ungmenni séu að taka lögin í sínar hendur, hvort sem það gerist í reiði, vanmætti eða af því að þau telja sig hafa rétt fyrir sér, er það hættulegt fyrir samfélagið í heild. Þetta á við í öllum aðstæðum, hvort sem um er að ræða samskipti á heimili, í skólum eða úti í samfélaginu. Við verðum að byggja upp menningu þar sem samskipti eru leiðin til lausna, ekki valdbeiting eða að taka lögin í eigin hendur. Þurfum nýtt „þríeyki“ líkt og í COVID-19 baráttunni okkar, kerfi sem fylgist með, grípur inn í og veitir viðeigandi stuðning áður en skaðinn skeður.Þetta „þríeyki“ gæti verið, fagaðilar í skólum, heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu sem greina stöðuna, fyrir börn og fjölskyldur sem þurfa stuðning. Samfélagslegt átak (Herferð) þar sem foreldrar, kennarar og almenningur, fá faglegar leiðbeiningar og taka þátt að vera fyrirmyndir í jákvæðum lausnamiðuðum samskiptum. Öflugu stuðningsneti sem veitir aðbúnað, húsnæði og úrræði fyrir börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu. Þetta er ekki aðeins nauðsynlegt, þetta er samfélagsleg skylda. Við getum ekki leyft þessum faraldri að dreifa sér áfram. Þetta snýst ekki bara um einstaka mál sem birtast í fréttum, því miður þá er vandinn líklega miklu stærri en það og þetta snýst um framtíð okkar allra.Ef við viljum byggja upp samfélag þar sem virðing, öryggi og vellíðan ríkja, þá þurfum við að stöðva þennan faraldur áður en hann drepur fleiri, bæði bókstaflega og andlega. Ég kalla á Hjálp, fyrir hönd barna þessa lands, setjum á oddinn miðstöð forvarna! Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur áður en fleiri líf tapast! Höfundur er leikskólakennari með áherslu á forvarnir í samskiptum og eigandi Samtalið fræðsla ekki hræðsla.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun