Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar 19. mars 2025 16:00 Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Það er sárt að horfa upp á sífellt harðari stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart fólki á flótta – en við látum það ekki gerast þegjandi. Það er kominn tími til að rísa upp gegn þessari aðför og frekari áformum, sýna samstöðu og segja skýrt: Fólk á flótta á rétt á öryggi, reisn og réttlæti. Nei við fangabúðum – Nei við rasisma! Í stað þess að virða réttindi fólks og taka opnum örmum á móti þeim sem leita verndar, er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur að feta sömu spor og forverar hennar – með áform um fangabúðir þar sem börn geta verið færð í varðhald af lögreglu. Þetta er kerfisbundið ofbeldi sem við ætlum ekki að sætta okkur við. Brottvísanir eru ekki lausn – þær eru ofbeldi Fjöldi barna og fjölskyldna, sem hafa byggt sér líf hér, eiga á hættu á að missa dvalarleyfi sitt og vera send aftur til þeirra landa sem þau flúðu, beinustu leið inn í stríðsátök, kúgun, mansal og neyð. Þetta er gert í nafni nýrra útlendingalaga sem allir þingflokkar lögðu blessun sína yfir – en við segjum: Nú er nóg komið! Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við No Borders stendur fyrir samfélag sem nálgast fólk af virðingu, ekki af hörku og útilokun. Við höldum því okkar fyrsta viðburð í nýrri tónleikaröð, þar sem við stöndum saman gegn útlendingahatri og kynnum fjölbreytta rödd andófs og samstöðu. Saman getum við unnið að því að tryggja réttlátari og sanngjarnari heim fyrir öll, óháð uppruna eða stöðu. Tónleikar gegn landamæraofbeldi Fyrsti viðburðurinn í tónleikaröðinni Tónleikar gegn landamærum verður haldinn föstudaginn 21. mars á Smekkleysu klukkan 19:00. Tónleikaröðin fer fram annan hvern mánuð og er opin öllum sem vilja standa með fólki á flótta! Nánari upplýsingar hér: https://fb.me/e/4xlbqkNrr Höfundar eru meðlimir samtakanna No Borders Iceland og tónlistarfólk: Lukas Lilliendahl, Margrét Rut Eddudóttir, Gunnar Örvarsson, Elísabet María Hákonardóttir, Pétur Eggerz Pétursson, Alexandra Ingvarsdóttir, Kristján A. Reiners Friðriksson, Júlíana Kristín Jóhannsdóttir, Kristbjörg Arna Elínudóttir Þorvaldsdóttir.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar